Flokksagi æðri samvisku þingmanna

Svo virðist að "agavandamál" sé komið upp í herbúðum Vinstri-Grænna. Svipan er reidd til höggs og þingmenn minntir á flokksagann. Flokksaginn hefur einatt verið eitt af höfuðmerkjum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar hafa menn selt samvisku sína flokksaganum fyrir föst þingsæti (eða þingsætaloforð) og er trúnaðurinn vel þeginn þegar erfiðum siðlausum og eiginhagsmunapotsmálum er velt yfir þingið.  Nú er komið að Vinstri-Grænum að binda hendur þingmanna sinna.  Vitið bara, að þegar kemur að atkvæðagreiðslu um ICESAVE sjálfdæmisskjöl Breta og ESB, munu allir stjórnarþingmenn styðja fingri á réttan flokkshollan grænan "já"knappinn.  
mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið til í þessu en þetta mál er sannarlega dapurlegt. Við skulum samt vona að þú hafir rangt fyrir þér í þetta sinn.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. En sá grunur læðist að mér að svo verði ekki í þetta sinn! 

Baldur Gautur Baldursson, 21.7.2009 kl. 16:48

3 Smámynd:

Sorglegt. Það er sko ekki ofsögum sagt að Vinstri Grænir hafi svikið kjósendur sína

, 21.7.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nei satt er það!  

Baldur Gautur Baldursson, 22.7.2009 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband