"Splittrad Island ansöker om medlemsskab i EU"

Svo skrifar sænska netfréttablaðið Dagens nyheter (DN) um aðildarumsókn Íslands. Sænskir fjölmiðlar hér ytra hafa verið áhugasamir um allt sem hefur með forsögu og síðan aðildarumsókn Íslands upp á síðkastið. Umræðan hefur á greinargóðan máta skýrt stöðu Íslendinganna, tvístraðrar þjóðar sem sé að reyna að krafsa sig upp úr efnahagskreppu. Tvístraðrar þjóðar sem í fullkomnu ósætti sendir aðildarumsókn til Bruxelles fyrir næsta ráðherrafund sem þar á að halda núna 27. ágúst. Bent er á í pistli DN að Íslendingar muni þurfa að gangast við ákveðnum breytingum s.s. á stjórn fiskveiða. Í samtali sem haft var við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra segir:

- Det här är en av de mest historiska voteringar i alltingets historia och sedan republikens grundande, sade hon.

Sigurdsdottir hoppas att EU ska ge Island ekonomisk stabilitet och långsiktigt välstånd. Hon räknar med att ha skickat in en medlemsansökan fram tills EU:s utrikesministrar möts i Bryssel om drygt en vecka.

EU är en känslig fråga på Island med 320.000 invånare. Länge var de självständiga och stolta islänningarna mycket skeptiska till det europeiska samarbetet. Folket gillar sitt oberoende och framför allt räds många vad som ska hända med fiskenäringen när Island inlemmas i EU:s fiskepolitik. Oro finns för att EU ska över kontrollen av Islands rika fiskevatten.

["Þetta er ein þýðingarmesta atkvæðagreiðslan í sögu Alþingis, allt frá stofnun lýðveldis", segir Jóhanna.

Jóhanna vonast til að ESB komi til með að gefa Íslandi efnahagslegt jafnvægi í framtíðinni og velmegun. Hún býst við að umsóknin verði komin inn fyrir fund utanríkisráðherra í Bruxelles efir rúmlega viku.

Meðal hinn 320 000 Íslendinga hefur umræðan um ESB verið afskaplega heit. Hinir stoltu og sjálfstæðu Íslendingar hafa verið vantrúaðir á gildi náins evrópsks samstarfs. Þjóðinni hugnast heldur að vera sjálfstæð og óbundin og óttast einna helst hvað muni gerast með náttúruauðlindirnar og þá í formi stjórn fiskveiðilögsögunnar ef Ísland verður eitt með fiskveiðistefnu ESB. Óttast Íslendingar að ESN taki yfir stjórn hinna auðugu fiskveiðilögsögu Íslands.]

_________

Já að er synd að segja að Íslendingar verði ekki þekktir af eindæmum. Ósáttin og hryggðin yfir aðildarumsókn er augljós, heyrir maður hér ytra í fjölmiðlum, nú þegar Íslendingar eru að velja burt sjálfstæðið, forræðið yfir auðlindum og veikari sjálfsmynd. Það verður skrýtið eftir nokkur ár þegar við verðum að fara flagga EU flagginu út um allt með íslenska fánanum. Þetta er skrýtin tilhugsun. Meir að segja Svíar sem nú halda í formennsku fyrir ESB veigra að flagga Evrópufánanum, því andúðin fyrir ESB vex þar líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sundruð, hrædd og ráðvillt er þjóðin auðsóttari en ella. Það munu erindrekar ESB notfæra sér.

Árni Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 10:00

2 identicon

Þetta kallar bara á þeim mun sterkari mótspyrnu frá ESB andstæðingum.

Við þurfum að fara að grípa til aðgerða.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:16

3 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Baldur, og aðrir,

Íslenska þjóðin hefur enn ekki samþykkt að ganga inn í ESB!  Þótt meirihluti þjóðarinnar vilji hefja aðildarviðræður við ESB er alls ekki víst að þjóðin á endanum kjósi að fara þar inn!

 Fremur en að tala um sundraða þjóð myndi ég vilja tala um þjóð í miklum sárum og fólk sem reynir að átta sig á öllum mögulegum kostum í stöðunni.

Að hafna aðila að ESB fyrirfram finnst mér ekki skynsamlegt (en, jú, það er mín skoðun).  Mér finnst ESB andstæðingar setja þetta í tilfinningalegt samhengi - sem er ekki endilega skynsamlegt.  Hversu stollt getum við verið nú, utan við ESB?  Hversu sjálfstæð erum við í raun?  Okkur hefur ekki gengið vel undanfarin ár a.m.k.

Upphrópanir eins og:"...Við þurfum að grípa til aðgerða..." finnst mér líklegra til þess einmitt að sundra þjóðinni - að skapa gjá milli "okkar" og "hinna".  Það er ekki farsælt.

Við hljótum að þurfa að yfirvega hlutina og skoða þá með raunsæjum augum.  Reiði og ýmsar aðrar sambærilegar tilfinningar eru ekki góður húsbóndi - vont er að láta slíkar tilfinningar stýra gjörðum sínum, orðum og athöfnum.

Ég tek það fram að ég hef ekki gert upp huga minn hvað ESB varðar!

Með góðri kveðju,

Eiríkur Sjóberg, 23.7.2009 kl. 11:57

4 identicon

Eiríkur ég er ekki svo viss um að meirihlutinn vilji fara í aðildarviðræður strax.

Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að ESB eða ekki þá stöndum við frammi fyrir öllum sömu vandamálum og ESB kemur ekki til með að breyta neinu sem stendur og því er þetta umræða sem á að taka eftir 10 ár þegar kreppan og volæðið er úr sögunni.

Þessi umræða hreinlega tefur fyrir því uppbygginarstarfi sem við eigum að vera að einblína að.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:44

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiríkur. Íslenska þjóðin er sundruð og ráðvillt. Hún er sundruð í afstöðunni til ESB sem er spurning um algert afsal fullveldisins. Slíkt afsal sem telja má endanlegt er stærra skref en svo að það megi skoða sem niðurstöðu í einhverskonar viðskiptasamningi sem gerður er í öngþveitisástandi. Margir sem ég hef talað við skoða aðildina sem sniðuga lausn á matarverði sem þeim finnst hátt í samanburði við verð í ESB löndum.

Ég sé fyrir mér allan þann auð sem þessi þjóð hefur yfir að ráða. Mig rekur ekki minni til þess að í alþjóðasamskiptum ráði aðrir en þeir sterkustu þegar skipt er verðmætum. "Djarfur er hver um deildan verð" segir í gamalli bók.

Árni Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Árni mikið rétt. Sammála þér. Churchill sagði þetta skýrt við upphaf seinni heimsstyrjaldar. Gallinn er að flokkspólitík og vanmáttur til að ræða hluti til hlítar virðist ganga ofar eðlilegum hugsjónum og samstöðu almennt.

Ólafur Þórðarson, 23.7.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta allt er hið versta mál! Ég persónulega tel Íslensk stjórnvöld hafa einblítt á ESB sem bjarvættinn í slæmri stöðu Íslands og gleyma þar með að það voru ESB, IMF einstök lönd ESB sem unnu hart og einbeitt mót því að Íslendingar fengju snemma á efnahagshrunsferlinu aðstoð.  Hefði ákalli þjóðarinnar til grannlanda okkar verið sinnt þegar í stað, hefðu Íslendingar ekki þurft að sleikja bottninn og dveljast þar eins og þeir gera nú.  Eins hefði það verið sálfræðilega sterkur leiku fyrir stjórnvöld að höfða mál gegn Bretum fyrir notkun hryðjuverkalaga. 

Vandamálið er að stjórnvöld hafa EKKI skoðað alla möguleika. Hvað með samstarfssamband Norður-Atlandshafsþjóða: Íslands, Færeyja, Noregs, Grænlands, Kanada, Rússlands og Bandaríkjanna. Friðarbandalag um einhverjar stærstu náttúruauðlindir heims?   Nú þegar horfir til þess að siglingaleiðin yfir Norðurpólinn opnast við bráðnun pólsins, opnast viðskiptaleiðir til Japan.  :)

Störum ekki bara á kvalarann okkar!

Baldur Gautur Baldursson, 23.7.2009 kl. 15:05

8 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Baldur, og aðrir,

Punktur þinn í síðustu athugasemd er ágætur.  Ég væri tilbúinn að skoða slíkan möguleika með opnum huga.  En býðst sá möguleiki okkur?  Værum við ekki aftur að selja okkur undir eitthvað, missa "sjálfstæði" að einhverju marki?   Finnst ykkur koma til greina að selja Ísland undir BNA, Kanada, eða Noreg t.d?  Veruleikinn er þó sá að við ákveðum ekki slíkt samstarf einhliða!  Og því er slíkt samstarf eða sameining ekki raunveruleg - sem stendur. 

Með örlítið öfugum formerkjum út frá því sem þú nefnir, þá hefði farið betur hefðum við hlustað á grannþjóðir okkar þegar þær vöruðu okkur við því ástandi sem hér hafði skapast!  En við hlustuðum ekki!

Ég skil Breta að nokkru marki að bregðast hart og skjótt við þegar bankarnir tóku að hrynja síðastliðið haust.  Um hagsmuni hundruða þúsunda sparifjáreigenda var að ræða!  Setjum okkur í þeirra spor!

Það sem vantar tilfinnanlega inn í myndina er að taka þess glæpamenn úr umferð sem einn leika lausum hala!  Frysta eigur þeirra, berstrípa þá!

Ég vil samt trúa því að verið sé að vinna að heilindum að því að koma lögum yfir þessa menn.  Nú síðast kom fram í fréttum að búið væri að birta Björgólfsfeðgum fimm stefnur.  Eva Joly eykur á trúverðugleikann í þessari vinnu.  Nýbúið er að auka framlag til þessara rannsókna.

Ég treysti núverandi stjórnvöldum - þau þurfa á trausti að halda!  Það stjórnskipulag sem komið hefur okkur í þessa hörmulegu stöðu, hinn frjálslyndi markaðsbúskapur, afvegaleiddi okkur, ruglaði okkur í ríminu, sneri eilífum og sönnum siðferðilegum gildum á hvolf, breytti meira að segja tungutaki okkar!  Núverandi stjórnvöld ætla að vinna úr hinni erfiðu stöðu sem upp er komin og reyna allt sem reyna má til að koma hér á skipulagi norræns velferðarsamfélags.  En starfið er ekki auðvelt.  Engar töfralausnir eru til.  Mjög brýnt er að reyna að auka traust og trúverðugleika út á við.  Öll spjót standa á okkur hvað Icesave varðar. Stjórnarandstaðan reynir án afláts að setja stein í götu núverandi stjórnvalda í þeirri von að fella þau.  Hvers vegna?  Vegna þess að þau eru skíthræddd um einkavinahagsmunina, kvótakerfið, ESB, spillingarfyrirkomulagið, jafnvel ítök þeirra í dómskerfinu!  Hugsið ykkur að hér á landi mátti ekki segja hvað sem var!  Hér voru menn teknir á teppið fyrir að hafa ekki réttar skoðanir!  Þetta minnir á tíma Nasista í Þýskalandi forðum.  Og á Kommúnísmann í Sovét.  Þöggun.  Þetta er ekkert lítið mál!

Núverandi stjórnvöld eiga við risavaxin vandamál að etja; pólitísk, efnahagsleg, siðferðileg og lagaleg.

Við getum þetta ekki ein!  Við höfum verið ein - með skelfilegum afleiðingum sterkra hagsmunaafla!  Mér býður við slíku áframhaldi!

Eiríkur Sjóberg, 23.7.2009 kl. 23:27

9 identicon

Eiríkur íslenski seðlabankinn var farinn að vara við öllu þessu löngu áður en Bresk stjórnvöld eða aðrir fóru að setja þessi varúðar tekn á loft.  En samkvæmt EES/ESB regluverkinu gat hann ekki aftrað stækkun bankans þar sem hann var ekki að gera neitt nema það sem að löggjöf þessa sambands gaf þeim leyfi til.

Það er meingölluð löggjöf í ESB og Íslandi á að fórna til þess að hafa fordæmi í meðferð mála sem kynnu að koma upp í kjölfarið.

Sé fordæmi fyrir því hvernig málið skal leyst verða önnur ríki að lúta því og ísland á að vera einskonar píslavottur til að halda þessu sambandi saman.

Förum við ekki inní þetta samband mun það leysast upp innan 10-15 ára.

Ef það leysist ekki upp mun þetta samband vera undir stjórn múslima innan 20-30 ára og þá með tilheyrandi sahíra ( eða hvernig sem það er skrifað ) dómstólum og lögum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband