Ný skilgreining á hugtaki: Norðurlönd

Það er gaman að sjá myndirnar á bloggi Ólínu Þorvarðardóttur. Ég hef alltaf viljað koma þangað og sjá dýrðina með mínum eigin augum. En með það er eins og svo marga aðra hluti að ekki hefur orðið neitt úr því. Það bíður betri fjárhags.

Mér varð hugsað til ferðar Vestnorræna ráðsins sem Ólína tilheyrir til Grænlands, þessa næsta nágranna Íslands. Þessi ferð vakti á ný hugmyndir mínar sem ég hef viðrað við nokkra ráðherra á Íslandi og svo utanríkismálanefnd. Hugmyndir mínar lúta í meginatriðum að auknu innra samstarfi í utanríkismálefnum sem og efnahagslegum. Ég horfi til þessara landa við norður Atlandshafið: Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Rússlands. Með aukinni bráðnun Norðurpólsíssins er ljóst að nýjar skipaleiðir opnast eða haldast opnar lengur en áður. Þetta hefur í för með sér að nýjar leiðir í viðskiptum opnast. Auðlindastefnu ættum við að skapa hið snarasta sem tekur mið af þessum grönnum okkar. Þetta gæti leitt til nýs "Kalmarsambands" þ.e.a.s. nýs norðurlandasambands. Við þurfum eftir að flest norðurlöndin hafa gengið í ESB að forma nýja "Norðurlandasýn", skilgreina hvað eru "Norðurlönd" í dag. Lönd sem taka meira mið af því sem gerist í suður og mið Evrópu í dag eru ekki lengur í hópi "norðurlandanna".  Nýtt Vestur-Norðurlanda Atlandshafsráð þarf að stofna.

Er ekki rétt að horfa til þeirra og starfa með þeim sem skilja hvernig við hugsum í stað þess að verða þurfamannaland í bandalagi ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta er að mörgu leiti góð hugmynd og væri spennandi að sjá nánari útfærslu á henni. Það býr þó enn í mér dálítll ótti við Rússana. Gamla Rússagrýlan þú skilur og ég er ekki alveg viss um að þjóð með svo ólíkan bakgrunn sé hentug til mjög náins samstarfs. En það er um að gera að gefa þessari hugmynd séns.

, 9.8.2009 kl. 08:39

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, það er nú þetta með Rússagrýluna. Ég held að nú ætti það að vera Kínagrýlan, eða ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsgrýluna.   Heimurinn breytist og það er ljóst að við þurfum að sækja okkur vini í önnur heimshorn en áður. Þetta er bara þróunin. ESB er hreinlega of sögð saga. Þetta er heimshluti með mörgum þjóðarbrotum sem ALDREI á eftir að ná samþykki eða hvað þá ná að vinna saman að einu eða neinu til lengdar. Að allar þjóðir Evrópu eigi að ganga með í ESB til að vernda friðinn í Evrópu, er fádæma skrýtin hugsun. Þeir viðurkenna þó að stríðssólgnar þjóðir Evrópu eru hræddar við sig sjálfar.

Ég held samt að við sem erum Íslendingar eigum EKKI að blanda okkur í málefni ESB. Það er hreinlega of hættulegt fyrir hlutleysisstefnu þá sem ég hugsa að Íslandi sé hollast að halda í framtíðinni. Rétt eins og Sviss.  Svíar eru ekki hlutlausir lengur, eftir að þeir gengu til liðs við ESB.

Baldur Gautur Baldursson, 9.8.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband