Þakkir fyrir góða daga

Nú er hversdagurin kominn aftur í öllu sínu veldi. Stokkhólmur færist í venjulega pollagallann sinn og rigningarveður og skýjabakkar skiptast á með hávaðaroki og tilheyrandi drama.
Í síðustu viku komu pabbi og Fanna systir til Stokkhólms. Þau komu eins og englar inn í mitt lif og gerðu dagarna lifandi och áhyggjulausari. Það var gaman að sjá þau aftur eftir svo langan tíma. Ég hafði ekki séð þau síðan í byrjun aprílmánaðar. Þetta hafa verið góðir dagar þar sem gott hefur verið að hafa sína nánustu hjá sér. Síðusta þrjár vikur hafa verið erfiðar og allt síðan ég kómst aftur í hóp "singlanna" eða þeirra einstæðu hefur margt gerst.

Lífi mínu hefur enn einusinni verið velt upp og niður, skakað og hrist. Shaken but not stirred! :) Jamm, alltaf drama í kringum mig. :) Þolinmæðin þrýtur létt og streitueinkennin dyljast ekki neinum.

En takk til þeirra sem eiga þakkir fyrir undursamlega daga. Takk fyrir allt sem þið eruð mér, nú og alltaf!

Sendi pussar och kramar til ykkar á sænska vísu. BGB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það haustar hér á fróni líka, en þó með meiri hægð.  Allt virkar eins og það bíði eftir einhverju stóru og miklu. Lognið fyrir storminn máske.

Þegar allt er á öðrum endanum í minni tilveru þá á ég lítið bragð, sem ég tók upp í æsku, en það er að halla höfðinu aftur eins og þegar maður lætur sólina skína framan í sig eða þegar maður lætur vatnið í sturtunni leika um andlitið. Þá færist yfir mann undarlegur friður og gleði um stund.  Lítið bros læðist upp á varirnar einhverstaðar úr iðrum og maður áttar sig á að fátt skiptir í rauninni neinu máli, nema sjálfið og alheimurinn.

Gangi þér allt sem best í haginn.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 17:59

2 Smámynd:

Knús á þig Baldur minn. Vona að sálin haldi varmanum þótt kuli að utan. Ætli fari ekki að vera nóg komið af rússíbanareið hjá þér í lífinu. Skyldi ætla það.

, 6.9.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband