"Messíanismi"

Nýtt hugtak, sem tengt hefur verið stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur skotið upp kollinum. Þetta hugtak hefur verið tengt stefnu forsetans að Bandaríkin séu í sjálfgefnu hlutverki sem alheimsfrelsari mót órétti, kúgun, ófrið og misskiptingu. Það sem gleymist oft er að Bandaríkin hafa verið með alheimsafskiptum sínum (í krafti stærðar og styrks síns) upphaf alls þessa síðan nýlenduveldin glötuðu valdastöðu sinni á tíma Heimstyrjaldanna eitt og tvö.

Þessi svokallaði "messíanismi" skírskotar til guðfræðilegra hugtaka um "frelsarann". Þann sem koma skal til að frelsa, leysa þjóðirnar undar oki óréttis og misskiptingar, lagleysu og mannréttindabrota. Nú hefur Barack Obama verið úthlutað Friðarverðlaunum Nóbels. Það eru þau verðlaun sem Norðmenn fá að afhenda (örlæti af hendi Svía) og núna í fyrsta skipti er aðila sýndur þessi heiður, sem ekki hefur "gert neitt" heldur aðeins fyrir nýframsetta stefnu eða viljaákvörðun.  Þetta er fáheyrt.  Hversu margir hafa ekki leitt till lykta friðarsamninga sem hafa haldið, hversu margir hafa ekki barist allt sitt líf fyrir rétti sínum og annarra?   Hversu margir hafa ekki látið lífið fyrir rétt eða til bjargar öðrum?  Nú fær bjartasta "barnastjarnan" lífsferilsverðlaun þegar á fyrsta starfsári. Hverju sætir?   Nægir að skrifa fínar ræður og forma fallega stefnu?   Þarf ekki að sýna árangur?

Good luck to you Mr President!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já þetta er vel athugað. Og makalaust að ýta svona undir Ameríkaniseringu veraldarinnar - ætli hún hafi nú ekki unnið nægan óskunda hingað til.

, 12.10.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég er hjartanlega sammála þér besta Dagný!  Er ekki nóg komið? 

Baldur Gautur Baldursson, 12.10.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband