Já, ástandið er að verða eins og í ESB

Líklega tekst Íslendingum að koma sér á atvinnuleysisnótur aðildarlanda Evrópusambandslanda áður en um langt líður.  Sannarlega er unnið vel og ötullega að þessu takmarki, enda íslenskum stjórnvöldum einkar kær sú tilhugsun að atvinnuleysi verði bæði efnahag og þjóðarsál að sem mestum skaða.  Atvinnuleysi aðildarlanda ESB rokkar allt frá því að vera 8% upp í að vera næstum 20% svo stutt er í að okkur takist að sökkva landi og þjóð í sömu eymdina.  

 Nei heyrið mig nú!  Nú er kominn tími til að við hættum þessum sleikjugangi við ESB. Fólk virkilega lætur eins og það sé ekki til líf utan ESB?    Eru allir orðnir snar vitlausir?


mbl.is Atvinnuleysi mælist 7,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já nú er maður sannarlega farinn að finna krumlu kreppunnar kreista nýrnamörinn hjá landanum. Endar ná ekki saman hjá mörgum, m.a. mér og mínum og atvinnuleysið er farið að höggva nálægt manni. Og ríkisstjórnin gerir nákvæmlega ekkert fyrir fólkið í landinu. Það var þá að þau mynduðu skjaldborg um heimilin   Allt á sömu bókina lært - sama hvar í flokk menn eru. Ef þeir komast til valda þá gleyma þeir um leið þeim sem kusu þá til að vinna fyrir sig

, 11.11.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það eina sem kemst að hjá ríkisstjórninni er ESB aðild. Hversu grunnhyggið er ekki það? Það er litið á ESB aðild sem forsendu byggðar á Íslandi. NOT!

Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég er nú bara ánægður með þá áherslu að skoða ESB.

Eyjólfur Sturlaugsson, 12.11.2009 kl. 08:17

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er allt gott og fínt, EN það má ekki leggja æll eggin í sömu körfu. Höfum við gert það?

Baldur Gautur Baldursson, 13.11.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband