Sala listaverka úr Listasafni Íslands

Ástandið í þjóðfélaginu er slæmt. Það vita allir. Fólk verður æ ofbeldishneigðara mót hvert öðru í orðum og gjörðum.  Þjóðarsálin er særð og réttlætistilfinningu fólks er ofboðið sem misboðið. Skattpíning er framundan og minnkun á allri opinberri þjónustu er raunveruleiki sem næði inn á öll heimili í landinu.

Minnumst máltækisins að "sárt býtur soltin lús"!

Ég er með tillögu:   Mín tillaga sem hugsuð er bæði til að ljúka upp augum grannlanda okkar fyrir vandanum í landinu og svo til þess fallin að fá inn fjármuni í landið er eftirfarandi.  Hefjum sölu á erlendum listaverkum úr Listasafni Íslands.  Ég býst við að þjóðir sem eiga stóru nöfnin í listasögunni, Rembrandt, Hals, Rubens...    vakni við vondan draum og átti sig á því "hvernig það sé að þurfa selja safnaeigu sína" til að greiða skuldir.   Ég legg til að listaverk eftir Munch og Picasso sem til eru í Listasafni Íslands verði sett á uppboð á Sotheby's, Bukowski's eða Cristie's uppboðsfyrirtækjunum

Á þennan hátt verði fjármunum komið inn í landið en um leið sett á markerandi hátt skilaboð út í heiminn um HVERSU alvarlegt ástandið sé á Íslandi, fyrir þá sem ENN skilja það ekki. 


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

góð hugmynd Baldur. Sendu menntamálaráðherra hana.

, 22.11.2009 kl. 19:21

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Nú eða bara skinnhandritin sem við fengum heim með ærinni fyrirhöfn

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.11.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já af hverju ekki þau? Þau lenda hvort eð er á ESB safninu yfir dauða och útrýmda menningu í Brussel eftir nokkur ár!

Baldur Gautur Baldursson, 25.11.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband