Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Berin eru súr!

Nú er komiđ ađ ţví ađ Geir og flokksfélagar hans fari ađ ţroskast. Sandkassabiturđ á ekki viđ núna. Óskiđ ţeim sem sitja nú viđ stjórnvölinn heilla og hamingju í viđreisnarstarfinu í stađ ţess ađ vera bitrir og leiđir.  Ţiđ réđuđ ekki viđ verkefniđ. Ţannig er ţađ og allir vita ţađ. Bćđi heima og erlendis!
mbl.is Geir: Stjórnuđust af hatri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bravó Steingrímur!

Ţetta fannst mér eitt ţađ gáfulegasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamönnum í lengri tíma. Segjum upp IMF samstarfinu og setjum okkur í náiđ viđskipta og fjármálasamband viđ Noreg. Byggjum nýtt Norđurlandaráđ og tengjust norsku krónunni.  Ţetta hljómar mjög vel. Síđan bjóđum viđ Grćnlendingum og Fćreyingum ađ vera međ, Danir og Svíar fá ađ vera međ ef ţeir vilja og gerum svo samninga viđ Kanadamenn og Bandaríkjamenn um tollabandalag.  :)   

Hljómar eins og nammi í eyrum mínum. Skítum í Evrópusambandiđ og sýnum og heil stjórnmálastefna og ekkert skítamakk á heima hjá okkur og innan okkar sambands.  Heiđarleg stjórnmál og sameiginlegir hagsmunir ţessara ţjóđa norđurhafa geta veriđ styrkur okkar. 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er einhver međ rćpu?

Rosalega lyktar illa hér inni!  Ţađ hlýtur einhver ađ vera međ rćpu segir sá sem hefur hana.  Sömuleiđis vćri hćgt ađ segja, bíddu var ekki bleikur fíll hérna rétt áđan í speglabúđinni?   Er fólk almennt svo grunnhyggiđ ađ ţađ gerđi sér ekki grein fyrir ađ ţetta fólk sem synti í peningum og syndir enn í peningum međan okkur hinum hefur skolađ á peningalausa eyđistrendur, var búiđ ađ koma undan hundruđum ef ekki miljónum ef ekki milljörđum króna?  Ég vona ekki. Ţetta verđur ađ rannsaka niđur í kjölinn.

Ég vona ađ lögreglunni undir stjórn nýju flokkanna verđi beitt til ađ rannsaka og varpa ljósi á ţessar hreyfingar fjármagns frá Íslandi. Mig grunar ađeins ţađ versta.

Ég minnist kafla í bókinni Ástríkur í Heilvitalandiţar sem skattrannsóknarfulltrúi keisarans í Róm spyr Kvapíus Kvikindibus skattlandstjóra í Lútesíu (París) hvort honum ţyki hann ekki vera full frekur á féđ sem átti ađ senda til Rómar?  Ţar sem ţeir eru staddir í dimmum kjallara landstjórahallarinnar ţar sem taumlaus gleđin og glaumurinn ríkir svarar Kvapíus Kvikindibus: "Ég er skipađur skattlandsstjóri hér í ţessu krummaskuđi í eitt ár; ţađ ár ćtla ég ađ nota til ađ grćđa á tá og fingri. Og ţegar Róm bregst viđ svikunum, skríđ ég í felur."

Er ţetta ekki einmitt ţađ sem er ađ gerast?  Ţvílíkur viđbjóđur!


mbl.is Fleiri bankamenn skráđu eignir á ćttingja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđar fréttir úr stjórnarmyndunarviđrćđum

Mikiđ var ég glađur ađ fyrsta skrefiđ sé nú tekiđ í átt viđ ţađ sem ég hef svo lengi ţráđ; ađ skiliđ verđi milli löggjafarvalds og framkvćmdavalds. Ţetta byrjar í smáum stíl, en brátt vona ég ađ fólk skilji hvađ ţetta er mikilvćgt. Ţetta varđar gerđ heilbrigđrar löggjafar á ţingi og starfsfriđar framkvćmda- og löggjafarvalds.  Ég vona innilega ađ stjórnlagaţing muni taka fyrir ţessar hugmyndir og setja ţćr í réttan farveg. 

Óska ég stjórnarmyndunarviđrćđufólki alls velfarnađar í ađ taka fyrstu skrefin í átt ađ nýju lýđrćđi og auknu beinu lýđrćđi í landinu.  Gott framtak ađ velja einstaklinga sem ekki hafa ţingsetu til ráđherrastarfa.  Fleiri takk!

Fjögur helstu málin sem ég vil ađ tekin verđi fyrir í stjórnarskrá:

a) Ađskilnađur löggjafarvalds- og framkvćmdavalds.

b) Ađskilnađur ríkis og kirkju.

c) Ţjóđaratkvćđagreiđslur í stćrri málum.

d) Aukiđ vald forseta Íslands.


mbl.is Tveir ráđherrar utan ţings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugmynd ađ ţví hvernig best sé ađ reka bankastjóra Seđlabankans

Mér datt í hug eftir allt ţađ tal um stórfelldar skađabćtur til Davíđs Oddsonar og hinna bankastjóranna í Seđlabankanum ef ţeim yrđi nú vikiđ frá ađ ţađ sé til lausn á vandanum.

Sú lausn myndi einfaldlega felast í ţví ađ annađ (a) hvort breyta starfshlutverki bankastjóranna svo ađ ţeir fái nýtt starfsviđ og einangrist áhrifalausir inni á skrifstofum sínum.   Eđa (b) ađ ríkisstjórnin lýsi vantrausti á bankastjórunum og hćtti einfaldlega ađ hafa samskipti viđ ţá. Ţannig verđi ţeir eylönd og án trausts ţjóđar eđa ţings.   Hverjum er sćtt í slíkri stöđu?   Ţannig ţarf ekki ađ greiđa ţeim neina "bćtur" eđa gera "starfslokasamning" viđ ţá. 


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Geđveiki og listamenn

Í "listaheiminum" í Stokkhólmi fer nú fram hálfskrýtin umrćđa. Hvađ er list og hvađ telst ekki vera list?  Kannski ţörf umrćđa, svo lítiđ seint á ferđinni í ţessu tilfelli, en ágćtis hressing í vetrarskammdeginu. Lífleg skođanaskipti hafa átt sér stađ međal listamanna og ţeirra sem styrkja listaskóla og einstaklinga til listsköpunar og listnáms. Síđast en ekki síst hefur Stokkhólmsborg komiđ ađ málum ţar eđ afleiđingar ţćr er listaverkiđ hafđi, urđu til ónauđsynlegs útgjaldaauka og settu sjúkrafluttningamenn í hćttu ţar sem ekiđ var međ bláum ljósum í gegnum erfiđa umferđ borgarinnar. 

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532

liljeholm 

Ţetta gerđist: Á miđvikudag í síđustu viku gekk Anna Odell nemandi á ţriđja ári viđ Konstfack listaháskólann út á Liljeholmsbrúnna. Ţar lét hún eins og brjáluđ vćri, reif af sér klćđin og fleygđi yfir brúarhandriđiđ og gerđi sig líklega til ađ fylgja á eftir. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallađir á stađinn. Hún barđist um á hć og hnakka mót lögreglu, en ađ lokum tókst ađ handsama listaskólanemandann og var hún flutt til Sankti Görans sjúkrahúsiđ. Ţar barđist hún enn frekar um og varđ loks ađ gefa henni róandi lyf.  Síđar gerđi hún lćknaliđinu grein fyrir ađ hún hefđi veriđ ađ framkvćma "gjörning" á Liljeholmsbrúnni og ţetta vćri hluti af "listagjörningi" sem hún stćđi fyrir sem nemandi viđ Konstfack.

Ţannig var ţađ. Núna brenna línur Konstfackskólans ţví fólk sem starfar međ geđsjúka, eđa berjast viđ slíka sjúkdóma hafa látiđ heyra í sér. Ţetta athćfi Önnu Odell hefur vćgast sagt mćlst ILLA fyrir og hafa borgarfulltrúar veriđ kallađir í umrćđuna. Kostnađur viđ "handtöku" och "međferđ" Önnu Odell er talinn hafa kostađ nćstum ţví 12 000 sćnskar krónur eđa um 170 000 íslenskar krónur (á genginu eins og ţađ er í dag kl. 11:03).  Lögreglan hyggst kćra Önnu Odell fyrir ofbeldi mót lögreglu. Deildarstjóri geđdeildar Sankti Görans sjúkrahússins, David Eberhard, hefur sagt sitt álit á gjörning Önnu Odell og gagnrýnt ađ ţetta geti gengiđ inn í nám nemenda viđ listaháskóla. Hann sagđi athćfiđ vera skammarlegt mót ţeim sem virkilega eru veikir og niđurlćgjandi. Hann sagđi athćfiđ ennfremur sóun á almannafé og gagnrýndi stúlkuna fyrir ađ reyna ađ bíta starfsfólk, slá og hrćkja á ţađ. http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532

Olof Glemme, sem er í forsvari fyrir ţá deild Konstfack sem Anna Odell er í námi viđ ver "gjörninginn" og segir ađ hún hafi ekki gert neitt rangt!

Skólinn sjálfur hefur gefiđ frá sér fréttatilkynningu: http://www.newsdesk.se/pressroom/konstfack/pressrelease/view/konstfack-paaboerjar-intern-utredning-kring-studentprojekt-268012

Ţessi gjörningur og ađrir sem nemendur skólans hafa stađiđ fyrir, hafa reitt marga til reiđi. Spurning er hvort hina látlausari listatúlkanir eigi betur viđ í nćstu fjárlagagerđ eđa hvort listirnar eigi ađ fá ađ "spora úr" í taumleysi og bitna á ţeim sem minna mega sín, í ţessu tilfelli geđsjúkum?


Hálfur sigur unninn!

Nú er ađ vona ađ forseti Ísland, herra Ólafur Ragnar Grímsson rćđi viđ formenn stjórnmálaflokkanna og geri ţeim grein fyrir ađ hann hyggist kalla til utanţingsstjórn. Utanţingsstjórn setta sérfrćđingum innlendum sem erlendum. Hér verđi ađ ausa međ öllum tiltćkum ráđum og ţekkingu og til slíks er utanţingsstjórn heppileg.

Reyndar sleppur Geir Haarde viđ ađ reka Davíđ núna, enda aldrei mađur í ađ takast á viđ Davíđ Oddsson. En einhver annars tekur á ţví máli.  Ţau eru mörg ţjóđfélagssmálin sem eru farin ađ svekkja landann og ýldan illţolanleg.

Nú gildir ađ bretta upp ermar og taka á vandanum af dugnađi og víkja sér ekki undan ađ stinga höndum í fúlan pyttinn og kreista ţjóđfélagskýlin. Oft hefur veriđ ţörf, en nú er nauđsyn.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ópólitíska ráđherra!

Hér kemur mín tillaga til endurbóta. Ţađ sem Geir forsćtisráđherra virđist gersamlega genginn úr falsinum vil ég rétta honum hjálparhönd ţann stutta tíma sem hann á eftir á forsćtisráđherrastóli:

Gerđu tillögu um einstakling sem er sérhćfur á sviđi banka- og efnahagsmála. Hér skiptir engu máli hvort hann er Íslendingur eđa ekki. Veldu ţann besta í geiranum.

Í framtíđar stjórnarskrárbreytingu mun ţađ verđa sett inn ađ ţingmenn sem taka viđ ráđherraembćtti verđi ađ segja af sér ţingmennsku.  Reglan verđi ţví ađ í framtíđinni verđi óheimilt ađ hafa á sömu hendi framkvćmdarvald og löggjafarvald.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ósemja og trúnađarbrot milli ţjóđar og ráđamanna

Í dag var ég ađ hlusta á hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins hér í Svíţjóđ. Önnur frétt fréttatímans hafđi međ Ísland ađ gera. Tilkynnt var ađ bankamálaráđherra hefđi Björgvin Sigurđsson hefđi sagt af sér, ađ hann hefđi ekki séđ sér fćrt ađ starfa lengur. Ástćđan: Ađ hann nyti ekki trúnađar fólksins og ađ hann vildi axla ábyrgđ á fyrir ráđuneyti sitt. Ekki brá mér neitt svakalega. Ég hafđi hálft í hvoru búist viđ ađ honum yrđi fórnađ til ađ sćtta ţjóđina. "Betra ađ einn deyi fyrir lýđinn, en ađ lýđurinn allur farist",eins og stendur í Biblíunni. En ţessi fórnfćring stjórnarflokkanna bćtir ekki líđan fólksins. Öll ríkisstjórnin verđur ađ fara frá. Ósemjan er tilfinnanleg og trúverđugleikinn er horfinn međ öllu.

Fjölskyldan mín átti einusinni kött. Hann hét Cató. Hann var fínn gulbröndóttur kisi og öll höfđum viđ hvert og eitt tilfinningar til Catós. Ţađ var alltaf vel hugsađ um Cató og til ađ honum liđi vel og lifđi heilbrigđu lífi fékk hann reglubundiđ fara til lćknisskođunar og síđan fékk hann sérstaka ormahreinsunarsprautu. Síđan leiđ Cató vel á eftir, hreinn og endurnýjađur af kröftum.

Stjórnmálaflokkarnir okkar ţurfa nú á slíkri "sprautu" ađ halda. Ţađ er ţörf fyrir ormahreinsun. Ég mćli međ pólitískri stólpípu til ađ losa um spillingu, ósannindi, skyldmennapot (nepótisma) og pólitískar misbeitingu (óhóf).

Nú bíđ ef eftir ađ bankaráđin, fjármálaeftirlitiđ og síđast en ekki síst bankastjórar Seđlabanka Íslands hverfi frá stólum sínum. Mćlist ég til ađ ekki verđi aftur ráđiđ í stóla ţessa fólks. Heldur verđi stokkađ upp og búiđ til nýtt einfaldara og ódýrara kerfi sem muni vera ráđgefandi (ekki hafa völd) fyrir ráđherra fjár- og bankamála framtíđarinnar.  "Skilvirkni og heiđarleiki" verđi  kjörorđ hverrar ráđgjafanefndar. 

Oft og lengi hefur veriđ ţörf - en nú er nauđsyn.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland á barmi taugaáfalls

Ţađ er svo skrýtiđ ađ ţegar ég hugsa til baka til stjórnmálasögunnar, eins og ég man hana, ađ hún hefur einkennst af lygum, leynimakki, hinu ţekkta minnisleysi og gleymsku stjórnmálamanna, týndum minnisblöđum, kaupum á hlutabréfum í fyrirtćkjum sem síđan má ekki tala um, eiginhagsmunapoti, nepótisma (frćndsemishyggju í embćttaveitingum), ţekkingarleysi á "ţjóđarsálinni" og almennum hroka. Ţetta eru ţćr hugsanir sem veltast um í kollinum á mér ţegar mér verđur hugsađ til stjórnmálamanna.

Ţađ er oft eins og lygarnar myndi gaddavírsgirđingu milli fólksins og ţingmanna/ráđherra. Ţessi gaddavírsgirđing fćr á sig mynd rósarunna og verđur mér hugsađ til ţyrnigerđisins í ćvintýrinu af Ţyrnirós, nema bak viđ ţyrnigerđiđ íslenska liggur ljótur svangur dreki.

Ţreyta fólksins í landinu hefur náđ hćttumörkum. Í dag fer minna fyrir samúđ fólksins, í dag fer meira fyrir hrćđslu stjórnmálamanna og ótta.  Ţeir eiga á hćttu ađ missa stólanna sína, hiđ ljúfa líf er á enda og ljóst ađ núna óttast ţeir ţađ eitt ađ fara á biđlaun og síđan ađ ţurfa leita sér ađ störfum.  Hver vill ráđa ţingmann sem hefur veriđ frá upphafi ţingmennsku sinnar viljalaust verkfćri flokksagans?   Hver vill ráđa ţingmann sem hefur tapađ minninu og veit ekki hvađ gerđist á síđasta fundiđ í fjárlaganefnd, sem týnt hefur "minnisblöđunum" sínum og man ekki hvort hann hefur fariđ á ţá fundi međ seđlabankastjórum sem skyldan býđur honum?  Ekki ég.  Líklega best ađ setja slíka einstaklinga í starfsnám einhversstađar en ekki í ábyrgđarfullar stöđur neins stađar.

Mér finnst ađ tillagan sem ég heyrđi einhversstađar um ađ kjósa ćtti í maí, vćri slćm.  Í raun á bara ađ setja utanţingsstjórn. Sem síđan mun veita okkur tíma til ađ endurskapa lýđrćđiđ og fá inn nýtt fólk og ný skírara pólitískt afl.


mbl.is Rof milli ţings og ţjóđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband