Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Vitsgarn

Jæja, þá er maður búinn að redda sér vinnu næsta sumar. Þessi litla eyja í sænska Skerjagarðinum er litla eyríkið mitt næsta sumar. í sex vikur fæ ég að vera hæstráðandi á litla Vitsgarn og nærliggjandi eyjum. Andlegur leiðtogi eyjabúa Cool og landstjóri.  Jamm - þetta verður tvisvar þriggja vikna dvöl sem ég hef ráðið mig til þarna í sumarafleysingu sem prestur og hlakka ég mikið til.

Vitsgarn1

Vonandi verður sumarið gott og hægt að sigla, synda og sóla.  Joyful


Kristur í kreppusamfélaginu

Viðbrögð við grein ritaðri af átta guðfræðingum Önnu Sigríði Pálsdóttir, Arnfríði Guðmundsdóttir, Baldri Kristjánssyni, Hjalta Hugasyni, Pétri Péturssyni, Sólveigu Önnu Bóasdóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Sigurði Árna Þórðarsyni sem birtist í Mbl. síðasliðinn sunnudag. 

_______________

Takk fyrir greinina góðu. Athyglivert að sjá hvernig kirkjan setur fram sýn og þátttöku sína núna á tímum lítillar vonar, lítillar gleði og almennt bágs ástands. Þetta var fallegur texti og hlýr eins og búast mátti við frá góðu fólki.

I.

Ég á tvö sjónarhorn til. Um leið og ég þakka aftur fyrir góða grein, vil ég benda á fyrirbærið "líf með Kristi".  Fyrra sjónarmið mitt er: Hvað tapaðist með efnahagshruninu? Lífskjör?  Fjárhagslegt öryggi? Við erum jú öll lifandi. Í hverju fólst þetta fjárhagslega öryggi?  Að lífssparnaður margra lá í hlutabréfum - var það "öryggi"?  Versnuðu lífskjör okkar?  Fá börnin okkar ekki eftir sem áður að læra að lesa, við fáum aðhlynningu þegar við verðum sjúk eða slösumst. Við fáum þjónustu í öllum greinum atvinnulífs og þjónustu sem völ er á í heiminum. Hvað er það sem tekið var frá okkur sem skipti okkur mestu máli?

Var fjölskyldan tekin frá okkur? Var matur og heilsugæsla tekin frá okkur? Hefur skólum verið lokað og við svipt möguleikum til framhaldsmenntunar á hæsta stigi?   Nei. 

Ó jú, hlutabréfamarkaðurinn hrundi.  Fyrra sjónarmið mitt er semsagt: Hurfu okkar helstu gildi og það sem okkur er dýrmætast.  Höfum við ekki bara komið nær því sem Kristur vill að við skulum nálgast, hinum æðri gildum. Boðskapur Krists hvetur okkur að flokka það sem er mikilvægt og sinna því umfram allt: Það er kærleikurinn til Guðs og til náungans. Þetta má svo útfæra þannig að (a) við elskum Guð. Við elskum hvort annað (b) og þar hafa kannanir sýnt að flestir setja fjölskyldu og vini efst á listann. Lýðræði og réttur til málfrelsis, réttur til menntunar og aðgangur að læknisþjónustu, ferðafrelsi og jafnrétti. Jú fleira má telja til og listinn verður langur, en svona hefur það sýnt sig að manneskjan "forgangsraðar" og oftast raðast efnisatriðin sem nefnd hafa verið ofarlega en alltaf meðal 10 efstu og mikilvægustu "mannréttinda" okkar.  Í síðari flokknum verkar Kristur sem viðmiðun okkar.  Hann hefur gefið okkur kærleikann sem helsta áhrifsþáttinn, mannvirðing og réttur af sama meiði og spurningin stendur enn: Hvers höfum við glatað sem skiptir okkur MIKLU máli?

Í starfi mínu í kirkjunni hef ég starfað með fólki sem á enga von. Þetta fólk er borið inn sem lama maðurinn í guðspjallinu til kirkjunnar af vinum. Lama maðurinn er "apatískur" það er að segja ófær um að hreyfa sig eða tala. Hann er "sálrænt máttvana".  Oft eru þetta manneskjur sem glatað hafa von, öryggi, réttindum og eru í raun "persona non grata" (náðarlaust fólk). Ekki er það Kristur sem hefur svipt þessa einstaklinga náð, heldur samfélagið. Samfélagið, stjórnvöld hafa afskráð þetta fólk eða gert það "náðarlaust". Oft eru þetta innflytjendur (löglegir/ólöglegir) eða fólk sem komist hefur á kant við lögin og á erfitt með að samlagast samfélagsgerðinni aftur á ný. Bæði vegna eigin skoðana og samfélagsins. Náðarlausir einstaklingar eiga bara eina von, að vera "bornir til Krists". Enginn beygir kné við þeirra hlið, Samverjar samfélagsins eru fáir og ekki sjaldan kirkjunnar fólk verst i hræsni sinni og reyna að kalla til alla sem mögulegt er til að "sjá um einstaklinginn".  Sagan um miskunnsama Samverjan fær í hvert sinn nýtt líf þegar einn svona er borinn inn í kirkjuna.

II. 

Síðara atriðið: Kirkjan á ekki að vera safnhús fyrir dýrðlinga. Hún á að vera sjúkrahús fyrir syndara. Kristur er úti á Lækjartorgi, Kristur er í Smáralind, Kristur er í þér og í mér!  Okkar er bara hleypa honum að, gefa honum rödd og hendur, hlýjan faðm og vera náunga okkar, náungi.  Þar er ég kominn að síðara atriðinu; "lífi með Kristi". Lífið með Kristi vaknar í grasrótinni hið innra. Að leyfa sér að "helgast" að byrja nýtt líf, að taka ábyrgð fyrir sjálfum sér (þótt síðar á langri ævi) er að hleypa lífsgildum Krists inn í samfélagið og inn í okkur. 

Kristur er miðlægur frá fyrsta andadrætti. Maðurinn samanstendur af líkama, sál og anda. Líkaminn tilheyrir hinu jarðneska, andinn er Guðs gjöf og sálin er bland beggja. Hún er rödd okkar, hvernig við breytum og vilji okkar. Í henni eru draumar okkar, langanir og ótti. Sálin er eins og jurt. Jurt sem þarf ljós, yl og næringu. Sinnum við sálinni vel verðum við hamingjusöm. Umhverfisþættirnir eru þá minna mikilvægir, en það sem verður mikilvægt í stað þeirra eru fyrrnefnd lífsgildi - þættirnir sem við veljum í 10 efstu sætin í forgangsröðun okkar. 

Spurningar mínar eru: Getur bágt efnahagsástand orðið til góðs?  Forgangsröðum við á ný og heilbrigðari máta?  Komumst við nær "lífinu" í kreppu?


"Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir"

Það er ljótt að heyra og hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt þann dug að hefja málsókn gegn Bretum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dugleysið brýtur niður móralinn og tekur frá íslensku þjóðinni það sem hún virkilega þarfnast mest á að halda nú: Samstöðu og von.  Íslenska þjóðin er vonlítil nú. Stjórnmálamenn reyna að halda í gamla tímann með málþófi á þingi, nýju sóparnir eru ekki notaðir og flest bendir til að leitast sé við að halda "status quo" í stjórnkerfinu. Nokkrir þingmenn hafa dug og áræðni að gefa sig að endurskipulagningu og hlusta á raddir fólksins, meðan aðrir reyna hvað þeir geta að nota málþóf og flokkaklæki til að halda aftur af umbótafólki. Íslenska þjóðin þurfti virkilega á þessari málsókn að halda. 

Það að Gordon Brown og bresk stjórnvöld spörkuðu í okkur liggjandi, er ófyrirgefanlegt, um leið og við vorum sem þjóð svartmáluð sem glæpamenn og óráðsíufólk. Þetta á við um nokkra einstaklinga en EKKI alla þjóðina.  Við erum hið besta friðelskandi fólk, þótt auðvitað finnist svartir sauðir inn á milli. 

Uppreisn æru og orðstýs var það sem íslenska þjóðin þurfti helst. Kostnaðurinn var metinn á 200 milljónir króna við slíka málsókn. Með það í huga að íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York kostaði yfir milljarð króna eru þetta smápeningar.  Í Hávamálum er orðstýr og æra metin hæst alls. Þetta hefur ekki breyst. Hvers vegna fékk ekki Ísland, íslensk þjóð að njóta þess að hefja þessa málsókn á hendur Bretum.  Var það IMF sem sagði íslensku stjórnvöldum að þau MÆTTU ekki gera það án þess að taka heftarlegum endurgjöldum og refsingum frá þeim illa sjóði.

Allt er þetta of gegnsætt. Bretar og ESB notuðu IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) til skrúfa enn harðar á Íslendingum þumalskrúfuna, svo hart að Íslendingar áttu enga samningastöðu. Af hverju fengu Íslendingar ekki lánafyrirgreiðslu fyrr en svo seint sem raun ber vitni um?  Voru það ekki Bretar og ESB sem vildu knésetja litla Ísland?  Það er mat margra fræðimanna, því miður. Bretar völdu sér blóraböggul sem þeir réðu við. Bretar eru hjómið eitt í alþjóða samskiptum, lifa á fornri frægð. "Hátt lætur í tómri tunnu" eins og máltækið segir. Það sannast með Breta. Því hefði það verið hollt Íslendingum og Bretum að farið hefði verið út í málsókn.  Margir segja að málið hefði verið auðunnið.  Þetta er sárt!   Að Bretar með Gordon Brown spörkuðu í liggjandi Ísland, niðurlægðu og kvöldu er lýsandi fyrir þann sem ræðst á minni máttar til að hefja sig á stall.

Ég minnist í þessu sambandi á orð "járnkanslarans" þýska Bismarcks en hann sagði um Ítali sem réðust á frumstæðar þjóðir Afríku í upphafi 20. aldar:  "Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir."


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Og þá var glatt í höllinni..."

Í dag gaf Carl XVI Gústaf Svíakonungur samþykki sitt fyrir trúlofun Viktoríu krónprinsessu og Daníels frá Ockelbo. Ríkisráðið/ríkisstjórnin samþykkti ráðahaginn sömuleiðis. Nú er þetta klappað og klárt. Brúðkaup verður semsagt sumarið 2010. Staður og stund verða ekki ákveðin fyrr en er nær dregur.

Image_01 

Victoria krónprinsessa og Daniel Westling (verðandi prins Daniel, hertogi af Västergötland)

 http://www.kungahuset.se


Réttlátt krafa Steingríms og krossferð þjóðarinnar

Eftir að hafa heyrt fréttir af eign og kaupum íslenskra "fjármálamanna" á milljarðakróna íbúðum á bestu stöðum í Lundúnum, New York, skemmtisnekkjum, verslunum, uppkaupum á heilu sumarbústaðalöndunum, eyjum og laxveiðiám hér og þar, hér heima og erlendis, vakna vissar grunsemdir um að ekki hafi nú allt farið rétt fram. Milljarðakróna íbúð í New York og Lundúnum?  Er þetta ekki einhver bilun? 

333  Sigurður vegur drekann Fáfni

Ég á litla íbúð í austurbænum í Reykjavík. Hún var sennilega um 16 milljóna króna virði fyrir um ári síðan. Ég á bara lítinn hluta í henni á móti íbúðalánasjóði og svo lífeyrissjóðinum mínum. Það mun taka mig allt lífið, gefið að ég verði sæmilega gamall, að borga íbúðina þannig að ég verði skuldlaus. Rétt eins og staðan er núna, sé ég reyndar fram á að mér muni vart endast ævin til að borga upp íbúðina. Á meðan kaupa í flottræfilshætti sínum aðilar úr "fjármálaheimi Íslands" milljarðakróna íbúðir. Og borga á borðið.

Ég er ekki súr og ekki bitur, langt í frá. En eftir að hafa sagt það svo oft áður, og löngu fyrir efnahagshrunið, að þetta stæðist ekki, stæðist ekki helstu viðurkennd lögmál - svíður að þetta fólk skuli komast upp með svona óheilbrigða fjármálastefnu sem kostað hefur þjóðina æruna.

Ég styð Steingrím Sigfússon heilshugar í aðgerðum hans. Öflum upplýsinga um hvað varð af auð Íslendinga og krefjumst endurgreiðslu og nauðungarsölu á verðmætum auðmanna. Hann er okkar Sigurður Fáfnisbani. Gullinu verðum við að ná undan drekanum Fáfni (auðmönnunum sem leika okkur svo hart).

 


mbl.is Skattaskjól skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kistill Pandóru

Af hægagangi þeim sem skyndilega virðist hafa heltekið Alþingi, þar sem áform voru um að setja frumvarp til laga um Seðlabanka á dagskrá, virðist sem ljósskímu hafi verið hleypt í "skjalaskápinn". Nú virðist sem allir óttist að opna kistil Pandóru.

Þetta eru ljótir tímar þar sem heljargreip er haldið um sannfæringu, trúmennsku, lýðræði, sannleika og drengskap!

***  Kistill Pandóru ***


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Edgar Hoover

Í bloggi sínu lætur Haraldur Bjarnason að því leiða að framsóknarmenn óttist hugsanlegar uppljóstranir Davíðs Oddssonar, eins bankastjóra Seðlabanka Íslands, og vilji því fresta vinnslu frumvarps til laga um Seðlabankann. Það er sami aumingjaskapurinn hjá Framsóknarflokki. Kannski sátu þeir of lengi við fótaskemil Davíðs í forsætisráðherratíð hans, hver veit. Kannski voru bitlingarnir of margir til að hægt væri að fela þá með góðu móti og þetta veit Davíð kannski.

J E Hoover (mynd)  D Oddson (mynd)

Ég minnist þess sem sagt var um einn fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, einn John Edgar Hoover.  Um hann var sagt að hann væri sá Bandaríkjamaður sem ENGINN vildi atast í eða vekja illsku hjá, því hann ætti í sínum fórum leyniupplýsingar um alla helstu ráðamenn ríkisins, fyrrum ráðamenn og verðandi ráðamenn - og ekki nóg með það, heldur var í upplýsingasafni hans fjöldinn allur af útlendum ráðamönnum á öllum sviðum. John Edgar Hoover var semsagt "ósnertanlegur".   Hann vissi allt, ALLT um fjármál, stjórnarathafnir, átti meðal annars gott safn óbirtra ljósmynda og var þekkingarbrunnur um allt það sem ekki var almennt vitað. Hann mun ekki hafa hikað við að opna skjalaskápa sína þegar einhver tróð honum um tær.

Mér finnst þetta með "upplýsingarnar hans Davíðs" bera vissan keim af skjalaskápshótunum téðs forstjóra FBI, ef marka má orð Haraldar bloggara Bjarnasonar. Er þessu svo illa komið hjá okkur á Íslandi að þetta geti verið satt?   Að fyrrverandi stjórnmálamenn sem ekki geta endanlega slitið sig frá fyrri störfum haldi "skjalaskáp" heima?  Varla.  Eða...

_____________

Hér er bloggið hans Haraldar Bjarnasonar: http://hallibjarna.blog.is/blog/hallibjarna/entry/811412/


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingarnar efnahagshrunsins - í Svíþjóð

SAAB

Í gær komu vondu fréttirnar. SAAB (Svenska automobile AB) fyrirtækið er farið á hausinn. Ríkisvaldið mun ekki koma því til aðstoðar. Þó hefur það fengið greiðslustöðvun. Hefur SAAB fengið tækifæri að sýna fram á hvort fyrirtækið eigi framtíðarvon, gengum endurskipulagningu eða/og endurfjármögnun.  Bara flestir halda að sér höndum og vilja ekki kasta peningunum sínum út um gluggann.  "SAAB getur ekki greitt neitt af skuldum sínum" segir Nils-Olof Ollevik fréttamaður Svenska Dagbladet " fyrirtækið er gjaldþrota, því er öllu lokið, endanlega, fyrir alla tíð". Maud Olofsson atvinnumálaráðherra Svía telur ekki vænlegt að reyna bjarga SAAB. Fyrirtækið hafi náð botninum í öllum skilningi og aðstæður í heiminum lúti bara að einu: Endalokunum er náð hjá þessu gamla gróna sænskfædda fyrirtæki. Lán frá sænska ríkinu eða frá ESB er ekki kostur í stöðunni, segir Maud. Eftir að GM (General Motors) keypi SAAB með gróðavon í huga fyrir nokkrum árum. En síðan hefur bilaiðnaðurinn verið á hægri niðurleið og hagkerfið sömuleiðis. GM losaði sig við SAAB og ýtti því frá sér núna fyrir skömmu, í von um að bjarga sjálfu sér.

Allt þetta verður svo til að snjóboltaáhrifin fara láta verða vart við sig.  Eftir að heildsalarnir fara á hausinn, fara smávörusalarnir sömuleiðis að kveinka sér og þeir sem aðeins hafa þjónustað SAAB munu fara sömu leið. Fjöldauppsagnir eru daglegur raunveruleiki í Svíþjóð og út um allan heim.

 

SvD: Laugard. 21. feb. 2009.


mbl.is Evrópuríki funda um kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér...

Orð Lúkasarguðspjalls "'Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér', en sérð þá eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." [Lúk. 6:42]

Fréttir um illsku stjórnvalda í Íran eru næstum því daglegt brauð í fréttaflutningi fréttastofa sem hafa eitthvað með Vesturlönd að gera. Mikið er til í því sem þar er ritað og ógnarverkin ljót og ill. Mannvonskunni virðast stundum engin takmörk sett og sjaldan eða aldrei vantar á hugmyndaflug illvirkjanna þegar kemur að nýjum aðferðum til pyndinga. 

Allt frá því er Kóraninn var fullskrifaður og færður í eina bók, lesinn og ekki síst túlkaður hafa verið framinn illvirki og dómsmorð í nafni trúarinnar. Íslam er ekki eina trúarhreyfingin þar sem meðal trúaðra tíðkast aftökur í nafni trúarinnar eða túlkana á trúartextum. Kristin miðaldakirkja var ekki síður dugleg við efnið. Galdrabrennur, dómsmorð - að ógleymdum hinum alræmda Heilaga Rannsóknarrétti. Í Bandaríkjunum voru ekki síður ofsóknir og þá af reformertum nýbúum (landnemum) mót frumbyggjum og síðan mót sínum eigin.

_________________

Ég vil nefna að á síðasta ári voru 37 manns teknir af lífi skv. dómsniðurstöðu í Bandaríska dómskerfinu. Flestir höfðu beðið á dauðadeildin svokölluðu í von og ótta um náðun, jafnvel á síðustu stundu. Þar af voru 36 teknir af lífi með "dauðasprautu" og 1 settur í rafmagnsstólinn. Frá upphafi (frá þeim tíma þá dauðarefsingar voru leyfðar hafa í Bandaríkjunum:

155 verið teknir af lífi í rafmagnsstólnum, 2 verið skotnir af aftökusveit, 11 hafa verið settir í gasklefa og 3 hengdir og 965 fengið "dauðasprautuna".  Í ár hafa þegar 14 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, flestir eða 8 í Texas.

Orð Lúkasarguðspjalls "'Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér', en sérð þá eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." [Lúk. 6:42]


mbl.is 46 aftökur í Íran á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið eitt kjördæmi - fækkun þingmanna

Íslendingar eru ríflega 300 000 talsins. Nema beitt sé beinu lýðræði í kosningum verða landsmenn að treysta á fulltrúa sína, þingmennina, til að ráða fyrir sínum málum. Þetta kallast fulltrúalýðræði.

Landinu hefur löngum verið skipt upp í kjördæmi þar sem fjöldi atkvæða bak við kjördæmakjörna þingmenn hefur verið mismunandi.  Í þessu hefur falist öfugsnúin byggðastefna. Mín tillaga er sú að  að sameina ber allt landið í eitt kjördæmi. Gefa ber kost á persónukosningu.  Um leið ber að fækka þingmönnum á Alþingi úr 63 í 50 eða um 13 þingmenn. Nú er unnið að því að fækka fastanefndum þingsins. Ber um leið að fækka þingmönnum. Koma ber í veg fyrir að þingmenn sitji sem ráðherrar, heldur fái starfsfrið til að sinna þingmennskunni einni og þá þeirri nefndasetu sem þörf er á. Sérhæfir einstaklingar séu síðan kallaðir til ráðherrastarfa. Þeir hafi ekki kosningarrétt á Alþingi.

 


mbl.is Frumvarp um fækkun nefnda komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband