Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Vorbođarnir góđu

Hérna fyrir utan hjá mér í norđur Stokkhólmi eru farnir ađ skjóta upp kollinum vorbođarnir góđu. Litlir laukar hér og ţar í glöđum litum sem skrćkja í kapp viđ hvern annan "Vor, vor, vor....".

DSCF0626DSCF0629

Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan viđ húsiđ. Já, núna er komiđ vor međ +9°C og sól.  Vonandi er voriđ líka á leiđ til Íslands nú ţegar ég er vćntanlegur ţangađ. B

Bestu kveđjur í sól og vori!


Ţreyttur...

Blogga kannski stopult á nćstunni. Hef svo mikiđ ađ gera og er hálf dasađur. Ţá er ágćtt ađ hverfa frá hversdeginum og gera eitthvađ annađ til tilbreytingar en sömu gömlu rútínuna. 

Fylgist ţó međ ykkur áfram bloggvinir.   

ps. Voriđ er á nćstu grösum hér ytra.  Happy


Orgelkonsert i Sankti Jakobskirkjunni

Tónlist er undursamleg leiđ at vekja stemningu, slappa af og tengjast öđru fólki. Á hverjum föstudegi klukkan 17:00 safnast saman lítill hópur fólks í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi til ađ hlusta á orgeltónlist. Ţađ er ađalorganisti kirkjunnar, Michael Waldenby sem oftast sér um ađ leika á hiđ stóra Marcussen & Sřn (Aabenraa) orgel kirkjunnar. Tvö Marcussen & Sřn orgel eru til í á Íslandi ađ ég veit. Eitt stendur í Fella- og Hólakirkju í Breiđholti, Reykjavík og eitt í Blónduóskirkju, Blónduósi. Orgeliđ í Jakobskirkjunni í Stokkhólmi er eitt hiđ stćrsta i Svíţjóđ og eitt ţađ sem býđur upp á mesta möguleika i disposition sinni. Hér er hćgt ađ lesa um orgeliđ:  http://sv.wikipedia.org/wiki/Sankt_Jacobs_kyrka .

Jakobs_kyrka_organ (klikkiđ á myndina til ađ stćkka hana)

Í dag nutum viđ undursamlegrar tónlistar eftir Johann Sebastian Bach [1685-1750], Felix Mendelssohn-Bartholdy [1809-1847], Max Reger [1873-1916], André Campra [1660-1744], Gustaf Hägg [1867-1925], Michael Waldenby [1953- ], L.J.A Lefébure-Wély [1817-1869] og Louis Vierne [1870-1837].  Ţađ var undursamlegt ađ heyra tóna ţessa fallega og áhrifamikla hljóđfćris fylla Jakobskirkjuna. Allir voru sem uppnumdir af ţeirri stemningu sem organistinn skapađi. Oft hefur veriđ sagt ađ Bach sé fimmti guđspjallamađurinn. Ţannig hefur tónlistin međ sinni tćkni, frásagnarlist og "sköpunnargleđi kallađ fram hughrif sem líkja má viđ áhrif frásagna guđspjallanna.

Nóg um ţađ!   Bestu kveđjur úr síđasta snjó vetrarins. Á ţriđjudag er spáđ +10°C.  :)  ....  og svo á ađfararnótt sunnudagsins skiptum viđ yfir í sumartíma hér ytra.  Ţá verđa aftur tveggja tíma munur á Íslandi og útlandinu.  


Fólki er ekki sjálfrátt!

Af niđurstöđu nefndar Sjálfstćđisflokks (= Sjálftökuflokksins) um peningamál má sjá ađ fólki er ekki sjálfrátt lengur. Nefndin um peningamál - sem hlýtur ađ vera ein sú stćrsta og mikilvćgasta innan Sjálfstćđisflokksins - enda sjálftakan úr ríkiskassanum búin ađ vera algjör undir síđustu nćr 20 árin, er svo veruleikafirrt og svo langt komin frá öllum veruleika ađ best vćri ađ benda ţeim á ađ flytja inn á EURO-svćđiđ.  Helst ađ flytja til ţeirra landa sem verst hafa ţađ á efnahagssvćđinu, ŢRÁTT fyrir EURO.  Fullkomiđ hrun blasir viđ í ţeim löndum gömlu austur-Evrópu, sem tengt hafa sína gjaldmiđla viđ EURO.  Ađ hafa fulla tengingu viđ EURO hjálpar ekki ţessum löndum. Ţvert á móti er tengingin ađ sliga efnahagslífiđ í ţessum löndum, ásamt ţeirri einföldu ástćđu ađ nú á tímum erfiđleika í efnahagslífi, starfar einstök lönd ESB af fullum krafti ađ bjarga ţví sem bjargađ verđur heima fyrir, međan önnur minna stöndug lönd eru látin sogast niđur međ bađvatninu...   Samheldni bandalagsins er engin, stöđugleiki EURO er engin og EURO, ţótt ein stćrsta gjaldmiđilseining heims, er ein ţeirra veikustu.  Af hverju?  Ţví of margir óvissuţćttir stýra henni.

Ţessa mynteiningu vill Sjálftökuflokkurinn innleiđa á litla Íslandi. Sjálfstćđisflokkurinn hefur ekkert um svona hluti ađ segja. Hann nýtur ekki trúnađar ţjóđarinnar lengur. Hann leyfđi útrásarmönnum ađ setja Ísland á hvínandi kúpuna og fyrir ţađ er ég EKKI ţakklátur.


mbl.is Evran komi í stađ krónunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tinni í Tíbet

Tinni og félagar komust aldrei til Tíbet vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Í fréttum undanfariđ hefur komiđ skýrar og skýrar fram hverjir eru ađ taka völdin í heiminum og hverjir eru ađ glata ţeim. Stóru máttugu nýlenduţjóđirnar hurfu af sjónarsviđinu ţegar viđ lok Fyrri heimstyrjaldarinnar, eđa á öđrum tug 20. aldarinnar. Breska heimsveldiđ, ljóniđ ógurlega varđ tannlaust og tapađi klónum. Nýlenduţjóđirnar sem plagađ höfđu lönd Afríku s.s Belgía, Ţýskaland, Frakkland og Ítalía glötuđu sínum áhrifum og urđu síđar, eđa eftir lok Síđari heimstyrjaldarinnar ađ gefa eftir tilkall sitt til mikilla landflćma.  Lokahnykkurinn reiđ svo yfir hjá Bretum ţegar nýlendum ţeirra var gefiđ nómínelt sjálfstćđi og Hollendingar töpuđu nýlendum sínum samtímis og Portúgalar. Spor finnast hér og hvar eftir ţennan tíma, tungumál og ritmál, blóđugur svörđur og stađbundin menningareyđing.

tinniBandaríki réđu svo fyrir málum frá lokum Kalda stríđsins eftir ađ Sovétríkin liđuđust í sundur og mölur komst í Járntjaldiđ.  Eftir stendur stórveldiđ Bandaríkin og Kína í dag. Kína er land sem međ stćrđ og fjölda landsmanna hefur sannarlega stćkkađ hrađar en nokkurn órađi fyrir. Kína og útţenslustefna ţess er farin ađ láta á sér bera svo um munar. Sjálftakan í formi valdaráns i Tíbet er augljós ţeim sem bara horfir ţangađ.

Í ótta sínum ađ lönd heimsins muni um síđir opna augu sín fyrir mannréttindabrotum Kínverja í landi Tíbeta, reyna ţeir ađ stöđva ánna viđ ós. Já, međ ţví ađ setja nokkrum ţjóđum fótinn fyrir dyrnar svo sem Suđur-Afríku.  Viđskiptatengsl eru mikilvćgari mannréttindi og ţannig hefur ţađ lengi veriđ í Suđur-Afríku.  Miklar framfarir hafa veriđ í ţví landi, en betur má ef duga skal. Milljónir íbúa stórborga búa í pappakössum og hafa hvorki ađgang ađ hreinu vatni, frárennsliskerfi (klóak), heilsugćslu eđa menntun. 

Ţetta land, sem nú á ađ halda stórmót í íţróttum á komandi árum og vera í heimspressunni, styđur nú mannréttindabrot og framfarir Kínverja í Tíbet međ ađ hafna Dalaí Lama ţátttöku á alţjóđaráđstefnu um friđ.   Viđbrögđin hafa veriđ sterk.  Friđarverđlaunanefnd Nóbels hćtti viđ ţátttöku, og slíkt hafa fjöldi annarra ţátttakenda gert í mótmćlum viđ framgöngu gestgjafanna.  Ţessi friđarráđstefna sem skipulögđ var til ađ kalla eftir jákvćđri mynd af Suđur-Afríku nú fyrir Heimsmeistarakeppnina í fótbolta fór ţví út um ţúfur vegna hagsmunaárekstra og stórveldistilburđa Kínverja.  Ég tel ađ ţjóđir heimsins eigi ađ skíta hreint í Heimsmeistarakeppnina í fótbolta ţar til Suđur-Afríka hefur náđ sönsum.


mbl.is Friđarráđstefnu aflýst vegna Dalaí Lama
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar fingur verđa langir og vasar djúpir

Framkvćmdastjóri Sjálfstćđisflokksins, Andri Óttarsson, játar ađ hafa tekiđ á móti stórum fjárhćđum frá fyrirtćkjum í opinberri eigu. Ţetta heita á mínu heimili "mútur", get ég skotiđ inn hér, en viđmiđin eru greinilega mismunandi.  Hann setur fyrirvara á endurgreiđslur, ađ allt verđi endurgreitt sem "stangist á viđ lög". Hvađ er mađurinn ađ fara?  Er honum og flokkselítunni ekki ljóst ađ ţađ er fullkomlega siđlaust ađ taka viđ fjármunum frá opinberum fyrirtćkjum eđa fyrirtćkjum í opinberri eigu, ef ekki hefur komiđ til stjórnvaldslegrar ákvarđanatökum ţess efnis?

Nú ţegar íslenska ţjóđin er látin greiđa spilavítaskuldir "útrásarliđsins" og ţegar handrukkarar IMF koma og krefjast vaxtahćkkana af hálfsligađri ţjóđinni - kemur í ljós ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur gengiđ sjálfala í fjárhirslum ríkisins. Sjálftakan verđur ađ hćtta. Ţetta eru fjármunir ţjóđarinnar ekki stjórnmálaflokka.

Neyđarlínan, ţetta fyrirtćki sem ţjóđin hefur boriđ traust til hingađ til, hefur einnig veriđ girt spurningamerkjum. Hvađa ávinning ćtlađi Neyđarlínan sér međ slíku athćfi ađ greiđa hundruđin ţúsunda króna í djúpa vasa Sjálfstćđisflokksins?   Ţetta ber ađ athuga ekki síđur en ađ skođa hverjir ađrir hafa veriđ ađ leggja fé í hendur sjálfstćđismannanna og ţá međ hvađa ávinning í huga?

NÝTT FORDĆMISGEFANDI FRÁ SVÍŢJÓĐ:

http://www.dn.se/opinion/debatt/vi-stoppar-chefsbonusar-i-statens-alla-foretag-1.828559 ´

Já, Svíar hafa hćtt međ allar bónusgreiđslur til yfirmanna, fyrir stjórnarsetu og fyrir ađ sitja í nefndum og ráđum opinberra sjóđa.    Gćfan gefi ađ slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi.


mbl.is Skilar framlagi Neyđarlínunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svo fór ađ snjóa aftur í Stokkhólmi

Ég verđ ađ játa ađ mér finnst ţetta orđiđ svolítiđ leiđigjarnt og fariđ ađ minna ískyggilega á íslenskt veđurfar.  Fyrir nokkrum dögum var +7°C og rjómablíđa hér í borg. Núna hefur ţessi kćrkomni hiti horfiđ og í morgun var snjór yfir öllu og -3°C.  Vetrarlegt ekki satt?

DSCF2017

Tók ţessa mynd í ljósaskiptunum eldsnemma í morgun. Horft til suđ-austurs af svölunum mínum, út yfir Lappkärret. Í fjarska gefur ađ líta fjarvarmastrompa í Stór-Stokkhólmi og "Gömlu gasklukkuna" sem stendur í hverfinu Hjorthagen. [BGB]


Ađ Sjálfstćđisflokkur mćlist međ fylgi, er brandari ársins!

Samkvćmt könnun Capacent Gallup sem gerđ var fyrir Morgunblađiđ og Ríkisútvarpiđ kemur fram ađ Sjálfstćđisflokkurinn mćlist međ fylgi. Og ekki bara ţađ, heldur mćlist sá flokkurinn međ 26,5% fylgi. Ég spyr, eru ţessi 26% haldin sjálfspíslarhvöt? Ekki bara ţađ, eru ţessi rúmu 26% haldin ţjóđarmasókisma?  Eitt er víst 26% ţjóđarinnar eru illa haldin og veruleikafirrt ađ mestu leyti.  Ađ skilja ekki ađ ţađ var Sjálfstćđisflokkurinn međ ötulli hjálp Framsóknarflokks sem kom Íslandi á steinaldarstigiđ er mér međ öllu óskiljanlegt.

Ég finn til međ ţessum 26% og vćnti ţess ađ komandi ríkisstjórn Vinstri Grćnna og Samfylkingar muni hlúa ađ ţessu fólki međ uppbyggingu heilbrigđiskerfisins.    


mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hin "franska fálkaorđa"?

Eru Moggamenn alveg ađ sleppa sér!  Heiđursmerki frönsku Heiđursfylkingarinnar eđa Legion d'Honneurog Fálkaorđan okkar íslenska eru vissulega  ćđsti heiđur sem löndin sýna borgurum sínum og borgurum annarra landa. En ţar skilur líka ađ.

Útlit og upphaf ţessara orđa vísar í sínar tvćr áttirnar. Önnur á upphaf sitt á róstutímum Frönsku byltingarinnar ţegar kirkja og konungdćmiđ voru nćstum ţví jafn hatađar stofnanir. Ţví er Heiđursfylkingarmerkiđ ekki kross, riddarakross eđa hvađ mađur vill kalla ţađ, heldur "heiđursmerki". Fálkaorđan er hinsvegar stofnuđ (1921) af danska konunginum Kristjáni X og ţar međ konunglegt upphaf.  Orđan er krossformuđ og byggir ţar međ á kristnum gildum og grunni.  


mbl.is Frakkar heiđra hermann sem barđist í fyrri heimsstyrjöldinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Inquistior Joly

... quoniam punitio non refertur primo et per se in correctionem et bonum eius qui punitur, sed in bonum publicum ut alij terreantur, et a malis committendis avocentur.

(Lauslega snúiđ á íslensku:"... ekki bara til góđa hinum [seka] og til ađ refsa honum heldur til góđa hinum almenna borgara, ađ hann óttist og haldi sig frá vondum verkum.")

Svo hljóđa orđin úr handbók rannsóknara Hins heilaga rómversk katólska rannsóknarréttar frá 16. öldinni. Orđin eiga viđ um Ísland í dag.  Ţetta er hryllilega sorglegt, en vissulega satt. Veiđarnar eru hafnar. Engu skal ţyrmt til ađ fletta ofan af skjólshúsum og skúmaskotum fjárglćframanna. Engu! 

Hreinsunin á ađ vera algjör, engum skal ţyrmt. Spillingin verđur ađ hreinsast burt og svo grimmilega skal gegniđ fram ađ ţetta verđi öđrum til viđvörunar. Fréttir af rannsóknarnefndum og skilanefndum sem búa erlendis á 5 * hótelum vekur einungis viđbjóđ!  Hingađ og ekki lengra. Ţetta má ekki ganga svona lengur.

Nú er bara fyrir Evu Joly ađ setja upp gúmmíhandskana ţví skíturinn er mikill og spillingin algjör.  Burt međ hina íslensku nómenklátúru!

 


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband