Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Bon apetit!

So what?
mbl.is Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalai Lama

Synd að ekki væri boðið til helgistundar í Þingvallakirkju í staðinn. Hefði farið betur á því enda hún meiri þjóðargersemi og falin í nattúruperlu og sögumiðju Íslands. Sýndarmennskan söm við sig... alltaf verið að búa til sjálfsréttlætingarhátíðir í stað þess að leyfa hinum trúuðu að eiga sínar helgistundir í því umhverfi sem hæfir best. 

Líklega verður engin breyting á í nánustu framtíð!


mbl.is Dalai Lama í Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn aftur heim til Stokkhólms - pílgrímsferð lokið

DSCF2565
Sultan Ahmet moskan, Istanbúl [1609-1616] (flóðlýst)
 

Jæja, þá er maður kominn heim. Úr 26°C og sól í 15°C og rigningu.  Ég hef átt yndislega daga í Istanbúl og kem ég til með að setja fram bæði myndir og texta frá þeirri ferð (16.05.2009-23.05.2009) í framtíðinni.  Ég er búinn að vera á fótum síðan klukkan 04:15 í morgun svo ég læt þennan texta vera einslags tilkynningaskyldu. Skrifa meira síðar og sleppi þá nokkrum smáatriðum með.

Ég get þó sagt að í gærkvöldi sat ég kvöldverðarboð með ferðafélögunum, prófessorum og fararstjórum á hóteli í elsta borgarhluta Istanbúl. Á þeim stað þar sem keisarar austrómverska ríkisins byggðu borgina Konstantínópel, sem hina "Nýju Róm". Útsýnið var stórkostlegt. Út yfir Topkapi-hallargarða soldánanna, yfir Hagia Sofía (framborið: Ajasofia), yfir Gullna hornið og yfir Sultan Ahmet moskuna.  Við sólsetur byrjuðu bænaköllin sem fóru sem eldur í sinu um alla borgina. þetta var ólýsanlegt!

Best að fara pakka upp og þvo þvott!   Bestu kveðjur!


Stokkhólmur kvaddur... pílagrímsferð til Miklagarðs

Tek mér bloggfrí í um vikutíma. Er á leið í kúltúrpílagrímsferð til Miklagarðs (eða Konstantínópel, Býzans eða Istanbúl - þið ráðið hvað þið kallið borgina).  Kveð því Stokkhólm í bili með þessari ljósmynd tekinni ofan úr klukkuturni dómkirkjunnar í Stokkhólmi. Útsýnið er yfir Gamla stan til suðurs yfir Slussen og yfir til Södermalm.  :)  

DSCF2292

Klikkið á myndina til að stækka  :)


Stór orð...

Það er svo hryggilegt að Íslendingar, sem staðið hafa í sjálfstæðisbaráttu á ný núna á sl. ári og krafist hafa nýs lýðræðis skuli vera svo viljugir að gefa frá sér ávinning þessar baráttu. Eftir nokkra daga kjósa Svíar til Evrópuþingsins. Þetta eru nokkrir fulltrúar sænsku þjóðarinnar sem kosnir eru af þjóðinni til setu á þinginu og sem síðan eiga að sjá um verndun lýðræðis innan bandalagsins.

Það er búist við að tæplega 40% af þjóðinni kjósi í þessum kosningum.  Þjóðinni er sama. Þjóðinni veit að það er ekki verið að kjósa um áhrif í ESB, þjóð veit að hvernig sem kosningarnar fari muni áhrif Svía (9,5 milljónir) ekki skipta neinu og hafa sáralítil áhrif.  Því er búist við að tæplega 40% atkvæðisbærra mæti á kjörstað. 

Það er skilyrði lýðræðis að það sé virkt og með þátttöku stórs hlut þjóðarinnar.  Staðan er því svo nú, að lýðræðiselskandi Svíar vita að atkvæði þeirra munu ekki hafa nein áhrif á stefnu og stjórnun ESB.   Geta má þess að búist er við 11% þátttöku í Póllandi í sambærilegum kosningum. 

Er þetta ólýðræðislega fyrirbæri, ESB virkilega það sem þjóðin vill ganga til liðs við?   Vilja þingmenn og ráðherrar VIRKILEGA selja íslenskt sjálfstæði og lýðræði í hendur erlends valds?   Þess valds þar sem aðildarþjóðir hafa barist á banaspjótum og startað heimstyrjöldum vegna ólíkra skoðana og lífssýnar?   Ég segi NEI TAKK!


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður kross á villigötum?

Oft velti ég því fyrir mér, þegar ég áður fyrr kom nærri málum sem höfðu með flóttamenn að gera, þá er ég starfaði í lögreglunni, sem prestur og síðan sem afskiptasamur borgari - hvar mörkin milli óvilhallrar umfjöllunar og aðstoðar Rauða krossins liggja. Hversu mikil pólitísk samskipti eiga að eiga sér stað milli Útlendingastofnunar t.d. og Rauða krossins. 

Einhvern veginn finnst mér Rauði krossinn eitthvað vera að tapa litnum í þessari umræðu.  Allt síðan Rauði krossinn byggði glæsihýsi í Efstaleitinu, teiknað af dýrri arkitektastofu þar sem ekkert var til sparað í kostnaði og fram til dagsins í dag þegar grá svæði umlykja starfsemina, þar sem Útlendingarstofnun leikur sitt hlutverk á hliðarlínunni.


mbl.is „Fullyrðing sem stenst engan veginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Ísland?

Mér finnst að kominn sé tími til að lygavefur Gordons Brown verði afhjúpaður í allri sinni prakt! Blekkingar, svik, þjófnaður og óheilindi hafa löngum verið fylgifiskar breskra stjórnmála, þar sem hvert hneykslismálið rekur annað. 

Líklega er best að Gordon karlinn greini nú eitt skipti fyrir öll frá allri vitleysunni og gleymi þá ekki að biðjast fyrirgefningar fyrir hryðjuverk sín gegn Íslendingum.  Sá væri stærri af sóma ef slíkt gerði.


mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Berin eru súr"!

Svo flokkum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna finnst lítið til koma um stjórnarsáttmála stjórnarflokkanna!  Ég segi nú bara "Jasså"!  Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði átján ár, ég endurtek 18 ár, til að skapa velferð og hagvöxt, bætt mannlíf og betri líðan með þjóðinni. Og Framsóknarflokkurinn hékk með í einu og öllu lengst af.  Hvað gerðist?  Nú ríkir örvænting meðal stærri hluta þjóðarinnar, unga fólkið er að missa eignir sínar, námsmenn erlendis hafa duglega tekið sinn skerf af fáránleika stjórnleysisins, gjaldeyrishöft ríkja, allir bankarnir fóru á hausinn og jakkafata- og bindisklæddu smákrakkarnir hafa tapað trúverðugleika sínum og eru farin í felur.

Barnaskapur stjórnarandstöðuflokkanna er algjör!  Þeir telja aðgerðir stjórnarflokkanna "ekki nógu róttækar". Formaður Framsóknarflokks reynir að sá fræjum óeiningar og illsku með því að reyna kveikja elda hér og þar í stjórnarsamstarfinu um leið og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að segir að stjórnarsáttmálinn sakni greinilegra markmiða í ríkisfjármálum.  Vitið - ég er bara orðinn hundleiður á Bjarna Ben og hann er bara búinn að sitja í nokkrar vikur í stóli formanns síns flokks. Það er sami vællinn, fyrirprógramerada snakkið sem áður og biturðin í tóni hans sem allra annarra sem talað hafa fyrir munn síns flokks allt síðan þjóðin fleygði flokknum í ruslatunnuna.  Það hlýtur að vera sárt að komast að því að lífsstefnan sem flokkurinn hefur lengi lifað og staðið fyrir sé handónýt og einskis verð.  Þetta gildir sömuleiðis um Framsóknarflokkinn, sem notaður hefur verið sem bót fyrir það sem vantar í vitleysunni hjá Sjálfstæðisflokki í gengum árin.  Flokkurinn sem gefið hefur Sjálfstæðisflokki brautargengi og blessað samstarfið með "já" atkvæðum sínum. Já sá hinn sami á fyllilega sömu ábyrgð á því hvernig málum er komið í samfélaginu.

Þeim ferst að gagnrýna!


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur heimilisiðnaður!

Sko sjálfsbjargarviðleitnina. Fólk er að rækta heima og virðist hafa græna fingur við iðn sína.  Verst að fólkið er að rækta forboðna söluvöru, annars væri þetta lofsvert.  Alltaf gaman að sjá hvað fólk getur verið iðið og duglegt.  Unga kynslóðin áhugasöm og búin þegar að setja upp viðskiptanet og framtíðar viðskiptavinir bíða eftir framleiðslunni.  EN eins og ég segi, því miður er varan forboðin og ólögleg. Ég velti því fyrir mér hvort ákefðin og áhugasemin væri sú sama ef um væri að ræða stjúpur eða morgunfrúr, rabbarbari eða blómkál?
mbl.is Kannabisræktun í Berufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söfnuðir kirkjunnar og skuldasöfnun þeirra

Hvar er kirkjustjórnin?  Hver er ábyrgur fyrir að svona skuldasöfnun eigi sér ekki stað?   Er það kirkjustjórnin?  Eru það sóknarnefndir einstakra sókna?  Er það ríkisvaldið?  

Farið hefur verið út í nýbyggingar monúmentala kirkjubygginga sem hafa gersamlega kaffært söfnuði og sett þá í fjárhagslega fjötra. Þetta hefur bitnað á öðrum söfnuðum Þjóðkirkjunnar, sérstaklega þeim sem staðið hafa sig í fjármálapólitík sinni og gætt sín í fjárútlátum vegna framkvæmda, viðhalds og nýbygginga. Þessir söfnuðir greiða í svokallaðan jöfnunarsjóð kirkna og úr þessum sjóði er ausið til nýbygginga þeirra sem farið hafa fram úr allri skynsemi hvað varðar nýbyggingar. Grafarvogskirkja er gott dæmi um svona. Lengi vel mátti ekki skipta þessu gríðarlega fjölmennu sókn í fleiri þjónustuumdæmi (sóknir) vegna þess að sóknargjöld alls fjöldans varð að ná í til að mögulega mætti láta enda ná saman.  Grafarvogssókn er ekki neitt einsdæmi. Fjármál kirkjunnar ættu sannarlega að vera skoðuð af gagnrýnum aðilum. Fjárausturinn er gengdarlegur í steinsteypu, skuldir og vexti af skuldunum.  Allt frá yfirstjórn kirkjunnar og út til dreifðustu sókna sem standa í stórbyggingum, er ljóst að margt má betur fara. 

Kirkjan myndi aldrei fara svo með fjármuni ef hún væri sjálfstæð, en ekki undir verndarvæng ríkisins. Beiðnir safnaða um styrki til lausnar skuldasöfnunar kirkjunnar (vegna nýbygginga) ætti að skoðast með sparnað í huga og endurumhugsun á framtíð kirkjunnar, þ.e.a.s. forgangsröðun.


mbl.is Gagnrýna styrki vegna skulda kirkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband