Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Ofsóknir á ofsóknir ofan

Það er kominn tími til að ofsóknum Vantrúar á hendur kristnum linni.  Þetta er orðið svo alvarlegt að fólk óttast að dragast inn í haturs og ofsóknastarfsemi Vantrúar. Þessu verður að linna og ljóst að hér er ekki um annað en hatur og ofsóknir á hendur kristnum landsmönnum.  Ruglið er algjört í málaflutningi Vantrúarmanna.  Þetta ber nú mest vott um forheimsku og sorglega vankunnáttu Vantrúarmanna í garð kirkju og kristni.  Best er að kynna sér málavöxtu fyrst og síðan tala - í stað þess að ala á pópúlisma af verstu tegund.  

Nálgunarbann ætti að ráða þegar kemur að Vantrúarmönnum.  Hatursherferðinni verður að linna. Kristnir eiga nægilega undir högg að sækja í heiminum í dag svo að við séum ekki ofsótt á Íslandi líka.


mbl.is Telur fermingu sína ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.

Það er alltaf gaman að sjá og heyra hvaða breytingar eru gerðar á siðareglum og prótókoll í Vatíkaninu. Þegar þeir þarna syðra gera breytingar, sem er sjaldan og ekki að ónauðsynju - veit maður að þetta er þaulhugsað og öruggt. Fáir eða engir hafa eins áhrifamikla diplómasíu og heimsnet eins og Vatíkanið.  Svo núna þegar breytingar eru gerðar á siðareglum getur maður öruggt farið að dæmi þeirra!

vatikanstatens-statsvapen


mbl.is Vatíkan opnar dyr fyrir nýja maka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prins fæddur í Svíþjóð

Prinsinn er fæddur!  Og þá var kátt í höllinni!

Samtímis syrgir hirðin hér ytra prins Johann Georg af Hohenzollern (sem var giftur Birgittu prinsessu, systur Carls XVI Gústafs konungs) sem dó á miðvikudagsmorgun.

Einn kemur og annar fer!
vii


mbl.is Von á erfingja innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Westling-Bernadotteprins fæddur

Já núna er það opinberað í fjölmiðlum: Krónprinsessan Victoria och prins Daniel af Svíþjóð hafa eignast sitt annað barn - strák að þessu sinni.  Það er lítill prins.  Aðspurð svaraði stóra systir Estelle fyrir stuttu síðan hvað henni þætti um það að eignast nýtt systkini: "Ég vil nú heldur fá hamstur." 


vict


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband