Færsluflokkur: Menntun og skóli

Sumarið komið í Stokkhólmi

Reyndar er búið að vera kallt þrjá síðustu daga. Eftir hitabylgju í 3 daga með um +25°C og sól, hjakkaðist hitastigið jafnt og þétt niður í þær +12°C sem verma okkur hér í dag, undir skýjuðum himni og hægum andvara. Japönsku kirsuberjatrén hafa fellt blómin og epplatrén og perutrén hafa tekið við með hvítum og beikum blómum. 

Kirsuber i Kungsan

Ég sit hér heima núna og er að velta því fyrir mér hvernig sumarið verði. Hvernig verður sumarið veðurfarslega, fjárhagslega, atvinnulega og skólalega. Ég er enn að bíða eftir svari frá einum skóla sem ég hef aótt um nám við nú í haust.  Ég verð reyndar áfram í meistaranáminu í Uppsala háskóla, en þetta á bara að vera meira svona "hobby". Þetta snýst um magisternám í guðfræði. En ég er ekki búinn að fá neitt svar ennþá, hvort ég hafi komist inn. Það voru víst fleira hundrað umsækjendur. En það þýðir ekki annað en að vera vongóður. Þetta gæti verið svo skemmtilegt nám.

Um þessar mundir er ég að leita að bók sem ég ætla mér að halda áfram að þýða í sumar. Þetta er gömul bók sem mér þykir ósköp vænt um. Hún er fágæti en samt ekki ómöglegt að fá lánaða, bara þarf að fara í millisafnaleiðangur. :)    Bókina langar mig að þýða í lausum stundum í sumar. Ég á helminginn ljósritaðan, en vantar afganginn.  Svo núna er ég að snúast í því að redda mér ljósritum og / eða bara orginal (en sú bókin ku vera afskaplega dýr). Fyrir mörgun árum lukkaðist ég þýða um það bil 1/4 af bókinni. Sú vinna glataðist 2004, en þá er bara byrja upp á nýtt og gera enn betur.

Á laugardag (þjóðhátíðardag Noregs) er ég að fara í próf í Pompeji-kúrsinum mínum. Fornleifafræðin er svo skemmtileg. Kannski maður hefði átt að skella sér í hana bara og gerast fornleifafræðingur?   Nja, einhversstaðar verður maður að hætta þessari akademísku göngu sinni innan skólakerfisins og byrja nota eitthvað af uppsafnaðri þekkingunni.  :)   Ég bara elska að læra. Það er svo gaman.  Lærdómur er lífið, lífið er lærdómur. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband