Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hver ákveður yfir líkama þínum?

Umræðan síðustu daga hefur fjallað um pólitík, trúarbrögð, kúltúr (nota ekki orðið "menningu" hér þar sem orðið er í mínum huga of jákvætt) og að gangast við og viðurkenna að ofbeldi á ungum sveinbörnum verði gert laglegt.  

Umskurn sveinbarna hefur orðið að einskonar manndómsvígslu víða um heim.  Oftast er um að ræða trúarlega athöfn t d hjá Gyðingum og Múslimum. Grunnur umskurnarinnar hefur sama upphaf og allar reglur um t d mat og mægðir. 

Í trúarheimi gyðingdóms og íslam hafa reglur frá fornu fari verið settar til að verjast gegn því að fólk neyti matar sem er úldinn eða skemmdur vegna þess hita sem ríkir oft í upprunalöndum þessara trúarbragða (miðausturlanda).  Því hafa hugtökin um "kosher-mat" og "halal-mat" komið fram.  Eitt og annað er séð sem ekki-kosher eða "haram" í stað "halal".

Það er létt að skilja að þessar reglur um mat hafi komið upp í miðausturlöndum - að við megum ekki borða svínakjöt, skeldýr og kjöt af hræætum svo eitthvað sé nefnt.  Um umskurn er einnig létt að skílja hví hún var inleidd í kúltúr þessara landa.  Maður gat ekki eytt dýrmætu vatni til að þvo sér. Því voru drengir umskornir. 

Allt á sér skiljanlegar skýringar og þessar reglur hafa fundið sinn veg inn í trúarbrögðin. Því enginn segir að Guð hafi rangt fyrir sér.  

En í dag búum við við rennandi vatn og stanslaus böð. Ísskápar eru til á öllum heimilum og vinnustöðum og hætta á að vera óhreinn eða borða skemmdan mat er ekki að dreifa.  

Því segi ég NEI til umskurðar sveinbarna. Þetta er tilgangslaust, hættulegt og viðurstyggilegt ofbeldi gegn rétti einstaklingsins yfir eigin líkama. 


mbl.is Berst gegn umskurði sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um umskurð á drengjum

Ég bjóst líka við að kirkjan myndi standa með börnunum.  Hvað réttlætir að drengir séu umskornir?   Í mínu starfi sem prestur í Svíþjóð mæti ég oft foreldrum sem segja að þeir vilji ekki að börnin þeirra skírist - því að þau virði rétt barna sinna að taka ákvörðum um slíkt síðan þegar þau hafa þroska og vit til að taka þannig ákvörðun.  Ég sem prestur virði þessa skoðun og ákvörðun foreldra.  

Síðan gerist það oft að börnin séu með í sunnuskólastarfinu og yngri deildum kirkjustarfsins - og þegar þau hafa aldur til - vilja þau oft fermast.  Þá ákveða þau að skírast og síðan þegar að því kemur - að fermast.  

Einstaklingarnir þannig fá að velja sjálfir.  Síðan eru alltaf meirihluti foreldra sem velur að skíra börnin sín þegar þau eru i reifum.  Sá sem síðar velur að ekki fylgja kristinni trú - velur það.  Það er mál hvers og eins.  Enginn skaði hefur verið unninn á barninu. 

Þau trúarbrögð sem iðka umskurn a kynfærum drengja - t d Gyðingatrú og Múslimatrú taka réttinn frá sínum börnum að velja.  Að gera valið um hvort ég vilji tilheyra þessari eða hinni trúnni - og hvort maður vilji almennt vera umskorinn.   

Ég tel að brýnt sé að standa að rétti barna. Ég styð EKKI umskurn af neinu tagi - þetta er að mínu mati ofyrirleitni og ofbeldi sem einstaklingurinn ber merki af alla æfi.  

 

Ég segi NEI og hafna umskurn. 


umskurn

 


mbl.is Vonaði að kirkjan stæði með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerilsneyddar kosningar. Subito!

Líklega er best að kjósa á nýtt og setja reglur um að þeir sem eiga erlenda bankareikninga eða standa i viðskiptum erlendis fyrir fjárupphæð hærri en miljón krónur ættu ekki að fá að bjóða sig fram.  Sama gildir um aðila sem eiga fiskikvóta, standa í eignahaldi á stórfyrirtæki eða hafa staðið í braski sl. 10 árin. 

Það verður að hreinsa stjórnmálin frá græðgishugsun, skammsýni stjórnmálamanna og fá smá meiri væntumþykju fyrir landi og þjóð inn í stjórnmálin og stjórn Íslands.   Ásýnd lands og þjóðar út á við er mikilvæg.  Rétt eins og staðan er núna - erum við aðhlátursefni heimsins. Litla Ísland með kúkinn í buxunum, eina ferðina enn. 

Hreinsum stjórnmálin, Alþingi og gefum fólkinu von og traust á lýðræðinu á ný.


mbl.is Mun ræða hvort flýta eigi kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsóknir á ofsóknir ofan

Það er kominn tími til að ofsóknum Vantrúar á hendur kristnum linni.  Þetta er orðið svo alvarlegt að fólk óttast að dragast inn í haturs og ofsóknastarfsemi Vantrúar. Þessu verður að linna og ljóst að hér er ekki um annað en hatur og ofsóknir á hendur kristnum landsmönnum.  Ruglið er algjört í málaflutningi Vantrúarmanna.  Þetta ber nú mest vott um forheimsku og sorglega vankunnáttu Vantrúarmanna í garð kirkju og kristni.  Best er að kynna sér málavöxtu fyrst og síðan tala - í stað þess að ala á pópúlisma af verstu tegund.  

Nálgunarbann ætti að ráða þegar kemur að Vantrúarmönnum.  Hatursherferðinni verður að linna. Kristnir eiga nægilega undir högg að sækja í heiminum í dag svo að við séum ekki ofsótt á Íslandi líka.


mbl.is Telur fermingu sína ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.

Það er alltaf gaman að sjá og heyra hvaða breytingar eru gerðar á siðareglum og prótókoll í Vatíkaninu. Þegar þeir þarna syðra gera breytingar, sem er sjaldan og ekki að ónauðsynju - veit maður að þetta er þaulhugsað og öruggt. Fáir eða engir hafa eins áhrifamikla diplómasíu og heimsnet eins og Vatíkanið.  Svo núna þegar breytingar eru gerðar á siðareglum getur maður öruggt farið að dæmi þeirra!

vatikanstatens-statsvapen


mbl.is Vatíkan opnar dyr fyrir nýja maka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berin eru súr!

Hjálpi mér hamingjan - hvað er að þessari stúlku séra Úrsúlu Árnadóttur?  Vildi hún fá embætti prests bara út á að hún er kona. Jafnréttislögin eru hugsuð sem sérstök leiðbeining til þeirra stofnanna, fyrirtækja ríkisins þar sem hallar á hlut annars kynsins við embætta og starfaveitingar.  Þetta á nú tæpast á við um Þjóðkirkjuna sem hefur í mörg ár vígt til þjónustu fleiri konur til hinna vígðu þjóna kirkjunnar - djákna og presta.  Þegar litið er á þessa kynjaskiptingu hinna víðgðu þjóna er vart hægt að segja að það halli á hlut kvenna.  Gaman er að bera saman tölur frá hinum norðurlandanna sem hafa evangelískar (systur-)kirkjur.  

Frekjuskapur og fullkomin vöntun á auðmýkt í fari séra Úrsúlu er einnig eftirtektarvert.  Hún krefst prestsembættis í Reykjavík. Hún tekur að sér "BERI" embætti eftir eigin vali og það skjótast.  Þetta er frekjuskapur sem vígðum þjóni kirkjunnar ber að venja sig af, hroki og dramb. Réttast væri að séra Úrsúla biðji frú Agnesi biskup afsökunar og taki sér "time out" í ca 5 ár. Eða þar til hún er tilbúin að takast á við þjónustu í kirkjunni á ný - af sannri köllun, auðmýkt og drambleysi. 


mbl.is Biskup bauð þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taqiyya og kitman - hvað er það?

Líklega hefur konan í greininni gripið til þess úrræðis þar sem leyfðar eru lygar í íslam. Múslímum er almennt gert að halda sig að sannleika í orði og æði - en ef nauðsyn krefur - má bregða til lyga þegar það getur á einhvern unnið íslam framgangs eða komið hælkróki á heiðingja (þá sem ekki eru múslímar).  

Hér er þá notast við fyrirbæri sem kallast taqiyya eða kitman (klikkið á slóðina) í íslam. Hér er þá um vísvitandi blekkingu að ræða í nafni trúarinnar.  lesið gjarnan greinina og dæmin sem sótt eru í Kóraninn og í erfðageymd íslams sem kallast "hadith". 

Fróðleg lesning fyrir okkur vesturlandabúa!


mbl.is Neitar að hafa verið í Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin er: Er þetta rétt þróun?

Ég vil bara nefna fyrra blogg mitt um efnið:

 

Klikkið á slóðina:

 

Reiðufé að hverfa?  

Enn ein þjónusta almennings við "þjónustubankanna?"


mbl.is Svíar losa sig við reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahugvekja!

Jólahugvekja flutt í Flemingsbergskirkju, i Stokkhólmi

 

 


ISIS og ISIL

ISIS eða ISIL - skiptir ekki máli.  En varast ber hvort tveggja - þótt sami hlutur sé.  

Líklega hafa nú, þegar þetta er skrifað, yfir 1000 manns verið hálshöggnir í Írak og Sýrlandi. Verst hefur ástandið verið í Sýrlandi þar sem málaliðar Vesturlanda svo sem Breta, Bandaríkjamanna og Frakka hafa farið hart fram í baráttunni mót Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Landið er sundurmarið og sundurkrossað.  Þjóð með von á framtíð og stöðugleika finnst ekki legur.  

Rétt eins og minnisgóðir Íslendingar muna - voru það Bandaríkjamenn sem stofnuðu Al Qaida á níunda áratug fyrri aldar til að berjast mót Sovétríkjunum í Afganistan.  Þegar svo því stríði opinberlega lauk (óljóst hvort því er í raun lokið) yfirgáfu Bandaríkjamenn landið "opinberlega" og skildu málaliðana eftir.  Málaliðarnir höfðu þá fengið fræðslu og skóla í hernaði sem og voru svo vel vopnum búnir að þeir gátu hernumið heilu landsvæðin og borgirnar í Afganistan - og haldið völdum. 

Slíkt hið sama gerðu nú vesturveldin í Sýrlandi.  Þeir sendu peninga, þekkingu, vopn til Sýrlenskra skæruliða og æfðu þá upp til að verða drápsmaskínur til höfuðs Bashar el-Assad forseta Sýrlands - þar sem hann vildi ekki selja þeim ódýra olíu.   Þá skyldi koma honum frá völdum, mála hann sem glæpamann og sýna heiminum við hversu illan fjandman var að etja. Allt bak við "leiktjöld" arabíska vorsins átti að velta honum úr sessi. Áttu aðkeyptir skæruliðar frá löndum fyrrum Sovétríkjanna, Norður-Afríku, Quatar og Yemen að berjast fyrir rétti fólksins.  

 

 isis-iraq-war-crimes.si

Fá lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa búið við slíkan stöðugleika og mannréttindi sem Sýrland. Þetta er nú sagan ein. Kristnir hafa verið reknir á landsflótta, þeir verið hálshöggnir eða skotnir. Sama gildir um aðra trúarhópa og minnihlutahópa sem t d Kúrda.   Nú hafa í skjóli ófriðarins í nágrannalöndunum - ISIS / ISIL reitt náðarhöggið hverju því sem hefði í friðarveg getað orðið til að byggja upp þessi voluðu lönd.

Hér ber að vekja hug fólks og anda!  Drómi sá sem stjórnað hefur greinilega almenningsálitinu á Vesturlöndum - þekkingarleysið og fiskabúrslífið (að ekki þekkja til þess sem gerist handan fiskabúrsins) verður að ljúka.  

Ég leyfi mér að visa til þess sem Toskanska endurreisnarskáldið Dante Alighieri skrifðaði í sínum Guðdómlega gamanleik (Divina comedia) "Heitustu staðirnir í helvíti eru ætlaðir þeim sem skírskota til hlutleysis síns á siðferðilegri ögurstund" 


mbl.is Telja sig vita hver böðullinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband