And there he glows

Gærdagurinn var langur og strembinn. Ekki beinlínis neinn hvíldardagur þótt hann eigi að kallast það sunnudagurinn. Ég var að vinna frá 08:00 til 20:00 og var orðinn hálfdasaður þegar ég er á leið út frá kirkjunni. Ég tvílæsi dyrunum, kanna hvort ég sjái bæði öryggiskerfisljósin kvikna og sný mér svo frá kirkjudyrunum og held af stað út í rökkrið.  Ég hafði ekki gengið nema nokkur spor þegar mér verður litið niður á litla þúst sem er sjálflýsandi í rökkrinu. Ég skoða þetta nánar og tek upp. Þetta var nýþung lítil stytta, sem ég held að sé úr gipsi. Það merkilega var að hún var máluð með sjálflýsandi hálfglæru efni. Svona leit hún út í myrkrinu:

DSCF1630

Eins gott að ég hafði digitalmyndavélina með mér.  Síðan hugsaði ég að styttan eyðilegðist ef það byrjaði að rigna, svo ég stakk henni í pokann hjá mér og hélt áleiðis heim.  Þegar heim var komið sá ég að undir hana var skrifað veffang www.stillalive.eu .  Fór ég á netið í forvitni minni og komst þar að raun um að vegfarendum hefði verið ætlað að taka þessar styttu til handagagns og aðrar styttur (29stk) sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um Stokkhólm. Svo nú er ég alsæll eigandi "Glóa" sem er sjálflýsandi stytta úr gipsi, málaður með sjálflýsandi lakki. Voðalega "kitsch"!

DSCF1632

(svona lítur "Glói" út að degi til)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

til hamingju með styttuna! Verð að viðurkenna að mér finnst hún flott og örlar á smá öfund... ekki það að eiga styttuna heldur frekar að hafa fundið hana, fá að eiga hana og að hún skuli hafa þessa sögu! Til hamingju með Glóa :)

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband