Netnotkun eyðir atvinnumöguleikum þúsunda

Ég sat í dag í neðanjarðarlestinni hér í Stokkhólmi og las áhugaverða grein í frétta- og auglýsingablaðinu "Metro" sem dreifist ókeypis á strætó- og lestarstöðvum.  Í greininni er fjallað um hvað netsörfið kostar þjóðina, bæði í glötuðum vinnutíma, afköstum og síðan í því að fólk gengur samtímis um atvinnulaust.

Netsörfið á vinnutíma kostar atvinnuveitendur milljarða, segir í greininni. Fyrir um ári síðan sörfaði að meðaltali hver starfskraftur burt um það bil tveimur vinnutímum á viku. Í dag hefur þessi tala tvöfaldast. Tölvuumsjónarmenn í litlum og stórum fyrirtækjum á meginlandi Evrópu gefa upp að starfsfólk noti um það bil 48 mínútur á dag í einkanotkun á tölvunni og vinnutíma. Þetta styðja kannanir frá fyrirtækinu Websence.

Ef maður deilir þessum tíma niður á hinar 4,3 milljónir sem hafa störf í Svíþjóð, samsvarar þetta um 430 000 störfum. Allt sörfið kostar svo fyrirtækin stórar summur, því þeim reiknas til að fyrirtæki með 200 starfsmönnum glatar um það bil 10 milljónum SEK (12 millj. ISK) á sama tíma.

Er fólk alveg samviskulaust???  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband