Sól og blíða

Núna er klukkan að verða tíu að morgni þess annars júní. Jóngó bróðir á afmæli í dag og ég sms hann núna snemma í morgun. Ég veit að hann vaknar oft snemma og á sinn "quality time" í morgunandakt sinni yfir kaffibolla og sígó. 

Ég sjálfur hitaði vatn og hef verið að drekka Indian Spice te hérna í morgun, búinn að skrifa tvö bréf og skipuleggja mig þannig að ég skipulegg ekki daginn í smáatriðum. Ég ætla þó að taka til í greninu og gera soldið fínt kringum mig, kannski kaupa blóm í vasa og skúra gólfin. Reyndar skúraði á föstudaginn en lóló lætur ekki á sér standa og því best að ryksuga og síðan skúra. Ég hef ekki kíkt undir rúmið, en veit að þar leynist lóló og bíður eftir að fara á flakk svo fljótt sem ég opna svalardyrnar eða stóru gluggana.  Síðan ætla ég að fara út og kaupa 39 krónu pizzu. Nenni ekki að laga mat. Latur og svo er ekki neitt til í ísskápnum eða búrinu. Svo ætla ég að hringja í Blástjörnuna og panta tíma fyrir Fönnu og fiðurfénaðinn. Jamm, haldið ykkur nú: Fanna er að koma til Svíþjóðar.  Eydd og brennd jörð, eyðing og hörmungar. Nei nei, Fanna, elskulegust systir mín er að koma í stutta útréttingaferð til Kungariket Sverige. It will be "fönn".....

Ég hef svo sem ekkert að segja meira. Ég kem aftur að lyklaborðinu í dag.  Hérna erum 21°C og skýjaslitrur á himni og svo til lygnt!  Frábært!  Einmitt eins og það á að vera.  Ég fékk að vita í gær að dómkapítulinn hérna í Stokkhólmi hefði staðfest ákvörðum prófastsins að framlengja réttindatíma minn hérna í sem prests í Stokkhólmi. Þetta eru gleðifréttir fyrir mig.  Ég mun því sjá um vikulegar guðsþjónustur (messur) hérna í kirkjunni minni allt sumarið og fram á haust ef Guð lofar.  Hingað til hef ég nú haft guðsþjónustur í kirkjunni (og öðrum kirkjum) í næstum því 3 ár. þetta hefur verið sérstaklega gaman og gefandi. Mér finnst sem sænska kirkjan sé kærleiksrík, umburðarlynd, heiðarleg. Það gleður mig að ég hafi fengið þetta tækifæri að starfa í og fyrir hana. 

 Jæja, best að fara út í sólina...   Heyrumst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn,ég er á bloggvafri og rakst á síduna tína  frá ödrum.Finnst alltaf kurteisi ad kvitta

Gott ad tú verdur áfram í Svítjód eins og tú óskar tér.

Eigdu gódann dag.

Med kvedju.

Gudrún Hauksdótttir, 2.6.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband