Af staðfestri samvist og erfiðustu deilumálum "þjóð"kirkjunnar

Sit hérna heima og er lesa yfir fréttir gærdagsins. Þetta er harla fróðleg lesning og gaman að hafa í huga forsögu fréttanna. Flestar fréttir eiga sér langa forsögu, forsögu sem flestir hafa næsta litla hugmynd um eður þá nokkuð brotakennda. Nú sitja prestar hinnar svokölluðu íslensku þjóðkirkju við litlu tjörnina sína og henda sættandi brauðmolum til beygðs almennings. Til þeirra mörgu sem hafa fengið að stríða og berjast fyrir, ekki mannréttindum, enda slíkt kannski of djúpt í árinni tekið, heldur frekar hefur fólkið verið að berjast fyrir að kirkjan kæmi með hrein og klár svör við guðfræðilegum spurningum fólksins.

Hér hefur kirkjunni verið att óbiljugri og alldeilis óbúinni út í atburðarás sem Alþingi hefur fyrirbúið. Eftir höfðinu dansa limirnir og því verður kirkjan sem "þjóðkirkja" og ég segi það bara; sem ríkiskirkja, að gera eins og ríkið segir. Annars tapar hún fljótlega því síðasta sem hún hefur annars í veikri samningastöðu sinni gegn ríkinu. Kirkjan hefur glatar óheyrilegu magni jarðnæðis sem henni hefur áskotnast í gegnum aldirnar til ríkis og einkaaðila. Þetta hefur verið vegna trúgirni kirkju á að stjórnvöld á öllum tímum væru henni handgengin og bljúg. Nú er því öðruvísi farið. Kirkjan á svo gott sem enga vini lengur. Kirkju er nú stillt upp mót veggnum og sagt: Þú ferð að lögum, annars dæmist þú einfaldlega úr leik.

Það sem er sárgrætilegast er að kirkjan virðist ekki vera guðfræðilega tilbúin í svona umræðu. Margir hafa bent blindandi á Gamla testamentisritningarvers eða orð postulans Páls, en gleymt vissum þáttum í guðfræðitúlkuninni og þannig verið óviðbúin að leggja sig út í guðfræðiumræðuna.

Það að kirkjan líti svo á að hún hafi staðið í "deilum" og í þokkabót erfiðum deilum er held ég sýn kirkjunnar sjálfrar. Allir aðrir hafa bara staðir allt umhverfis og undrast yfir getuleysi hennar til afleiðandi skoðanaskipta og guðfræðilegrar ákvarðanatöku. 

Ég hef lausn á vandamálum kirkjunnar á Íslandi: Efnið til Kirkjuþings. Ekki kirkjuþings þar sem meirihluti viðstaddra eru leikmenn. Hér á ég við að allir vígðir prestar sem starfa eða hafa starfað, á eftirlaunum eða í starfi, í framhaldsnámi eða fríi verði kallaðir saman. Allar hempur landsins safnist saman á krikjuþing og þegar allir eru komnir á staðinn sé dyrum lokað "extra omnes".  Þarna verði svo án afskipta fjölmiðla öllum vígðum guðfræðingum landsins fengið það verkefni að taka á guðfræðivandamálum samtímans á Íslandi; líknarmorðum, stafestri samvist samkynhneigðra, fóstureyðingum, einangrumarvist fanga, mannréttindum, endurreisn synodalréttarins, samskiptum við aðrar kirkjur, samhæfing guðfræðitúlkana í íslensku kirkjunni og svo framvegis.

Vonandi verða ekki prestar neyddir til að gefa saman eða blessa samkynhneigð pör. Enda myndi þá ekki hræsnin ríða við einteyming. 

Gangi ykkur þó vel og hafið Guð með ykkur í verki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Þetta er fín grein hjá þér Baldur. Ég er samt ekki sammála öllu. Hvers vegna bara vígða presta í extra omnes? Það er fullt til af óvígðum guðfræðingum, sprenglærðum meira að segja, með doktorspróf og alles. Rúnar Þorsteinsson var að koma heim með doktorspróf frá Svíþjóð um  daginn. Sótti um þá um Dómkirkjuna. Hann fengi þó samt ekki að vera með í þessu dæmi hjá þér Baldur. Ekki heldur Jón Ma. sem kennir við guðfræðideildina og er einn sá menntaðisti guðfræðingur sem finna má á Íslandi.

Ég er ekki viss um að svona extra omnes myndi virka. Þarna myndi hópur manna safnast saman, ein hendin upp á móti annarri og allt saman úr tengslum við það sem þjóðfélagið er að hugsa. Minnir á ofsalegan hroka ef prestar þjóðkirkjunnar halda að þeir geti leyst vandamálin, aleinir, einir og sér út í horni.

Þórður Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það eru vígðir þjónar kirkjunnar sem bera ábyrgð á henni. Þeir eru útvaldir af söfnuðunum til að gegna þjónustuhlutverki, gæta að viðgangi og lífi kirkjunnar og boðun hreinnar kenningar. Það er ekkert sem skyldar kennara guðfræðideildar HÍ að vera þjóðkirkjufólk eða meðlimir í þeirri kirkjudeild, sem þó eru ábyrgir fyrir uppfræðslu prestsefna. Því er það fyllilega óásættanlegt að slíkir aðilar komi að kenningarmyndun í innri málum þjóðkirkjunnar.

Sprenglærðra manna og kvenna má leita til, en þessir aðilar eru ekki þeir sem eiga að boða og starfa á framvarðarlínunni.

Hvort prestar kirkjunnar væru með hroka ef þeir vildu afgreiða öll mál sjálfir - má svara med: Nei. Alls ekki. Eftir 6 ára menntun í guðfræði og þeirra sem hafa menntað sig í örðum greinum og þannig auðgað stéttina með þekkingu eiga að geta verið í stakk búnir að leysa stóru spurningarnar. Það er einfaldlega þeirra hlutverk að kunna, vita og skilja og síðast en ekki síst eiga þann guðdómlega kærleika sem á að vera með þeim í verki, knýja þá áfram og vera til auðgunar í anda og sál. Svo er það val á biskupi sem er leið kirkjunnar að marka sér stefnu, því sá einstaklingur á að vera andlit, stefnumarkandi og fremstur meðal jafningja. 

Baldur Gautur Baldursson, 13.6.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Linda

Ég held að þetta sé bara snilldarhugmynd hjá þér Baldur, væri ótrúlega spennandi viðburður ef hann kæmi til.

kv.

Linda, 13.6.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

"Hversu lengi, Drottinn... ?   Hversu lengi?"  

Baldur Gautur Baldursson, 14.6.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband