Klikkaðir atvinnubílstjórar

Ég tók strætó í morgun niður í bæ. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað ég varð fyrir reynslu sem ég kýs ekki að verða fyrir aftur. Þannig var að ég hafði puðrast upp í strætóinn og bílstjórinn hafði ekki einusinni fyrir því að kíkja á strætókortið mitt. Hann var einfaldlega of upptekinn af því að babbla í farsímann sinn. Ég var ósáttur við að hann væri að snakka þetta í símann en sagði ekkert. Man bara næsta að kaupa ekki strætókort þar sem það virðist ekki vera skoðað af bístjórunum af neinni gaumgæfni.   Nóg um það. Þegar strætóinn þurfti að fara um gótuslóða sem er krókóttur og upp í mót. Gata þessi, Ekhagsvägen er búin gamalmennum og svo ungu fólki sem fer mest ferðasinna með krakkana sína í barnavögnum.  Bílstjórinn ók þessa leið í dag og þegar hann hafði sveigt upp til Ekhagstorget, samtímis gjammandi í símann, rétt missti hann af því að strauja móður með barn í vagni. Þetta vakti óhug farþega.

Þessi sami bístjóri hætti ekki að tala í símann, heldur hélt spjallinu áfram og ók framhjá biðskýli niður við Bergiusvägen. Þar stóð fólk og beið. Ég gekk þá fram og spurði hann hvort hann vildi ekki bara stöðva vagninn svo ég gæti stigið út, því annan eins aula hefði ég ekki ekið með í fleiri ár.  Ég kvaðst myndu hafa samband við strætófyrirtækið og tilkynna um aksturslag, símanotkun og gleymsku hans. Ég sagði að ég hefði borgað fyrir strætókort, en ekki rússibanamiða.

Auðvitað hringdi ég svo til strætófyrirtækisins Busslink og tilkynnti um hvað gerst hefði.  Og svarið var: "Já, leiðinlegt að heyra, en við vonum alltaf að bístjórar séu ekki að tala við fólk í akstri, en það er voðalega lítið sem við getum gert."  Auðvitað var þetta ekki svarið sem ég var eftir svo ég gerði bara sem ég geri alltaf þegar ég nenni ekki að hanga í einhverju lyftutónlistardæmi, svo ég tók burt núllin í lok númerisins og setti - 02 í staðinn fyrir síðustu 2 tölurnar. Þá náði ég sambandi við einhvern stationsansvarig í höfuðstöðvunum.  Ég spjallaði stutt við hann og hann tjáði mér að við þessu yrði brugðist. Hann bað um ökutíma strætisvagnsins og leiðarnúmer.  Ég var ánægður, virtist sem tekið hefði verið á þessu - eða það var a.m.k. tilfinning mín.  :)  Vonandi verður lát á þessu sms og símtalaóværu hjá strætisvagnabístjórum í Stokkhólmi. Að Svíar hafi ekki bannað gsm notkun í akstri er ótrúlegt, sjálf umferðaröryggisþjóðin.   Usss....  

Á morgun byrjar Stockholms kulturfestival. Ég ætla í göngu sem heitir "heliga rum" og er farið frá Synagógunni hér í borg, til St. Eugenía (katólska safnaðains) og til St. Jakobskirkjunnar þar sem ég á svo að fjalla um kirkjuna, starfsemi, list og arkitektúr.  Gaman!   :)   Best að fleygja sér í bælið og vera vakandi í staðinn á morgun.   Hej då!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja, þetta er magnað. Ég sem að er oft ósáttur við glannalegan akstur hjá strætóbílstjórum á Íslandi. Það er greinileg ekkert miðað við þessa reynslu hjá þér í svíþjóð, Baldur

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það yrði allt klikkað í DK ef þetta yrði uppgvötað. Viðkomandi rekinn og allir myndu afsaka sig. Pressan er alltaf með svona fréttir í gúrkutíðinni og allir eru að skíta á sig útaf henni.  En það er alltaf gaman að hugsa til þess að stundum gæti maður verið með gamlan bíómiða í staðinn fyrir strætómiða.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband