Valgerður sár! Hún slær frá sér og dauðrotar!

Hvernig má skilja orð Valgerðar í vitali RÚV? 

Þannig skil ég orð hennar: Það er ekki í lagi að bauna á samflokksfélaga. Að svíkja varaformann Framsóknarflokks er greinilega með því alvarlegra sem einstaklingi getur orðið á stjórnmálaferli og í opinberu starfi (nema ef ske skyldi að andmæla Davíð Oddsyni).  

Valgerður sjálf segir í sjónvarpsviðtalinu að Bjarni Harðarson hafi "brotið af sér" gagnvart flokki og henni persónulega.  Á sama tíma vill Valgerður ekki segja neitt um hvort fleiri munu í kjölfarið segja af sér. Líklega metur hún ekki að afglöp í embættisfærslum gagnvart þjóð og íslenska ríkinu sé þess eðlis að þingmenn eða opinberir starfsmenn/embættismenn eigi að segja af sér!  Slíkt er daglegt brauð í hennar heimi - en að brjóta mót henni og flokknum, það er öllu alvarlegra!

Ergo: Það er í lagi að svíkja þjóðina, svíkir þú hinsvegar flokkinn, er þér refsað með þyngstu refsingu. Písknum er því harðar beitt í þágu flokksins en þjóðarinnar!  


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það sem hún er að segja er að þingmenn og þá væntanlega ráðherrar líka ættu að vera án ábyrgðar, sem þýðir að það er sama hvað þeir gera þá eiga þeir ekki að segja af sér. 

Í hvaða heimi lifir hún

Þetta er alveg týpíst að þessir gjörspilltu eginhagsmuna stjónmálamenn hugsi á þennan hátt, hún ætti að segja af sér fyrir láta svona vitleysu út úr sér.  Þessi orð dæma sig sjálf og gefa sterkelga til kynna visbendinu um gáfnafar hennar og stemminguna á alþingi.

Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún er að segja að "flokkurinn" og hans hagsmunir séu æðri þjóðarhag.  Þetta er veruleikafirrtur "skríll".

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:33

3 Smámynd:

Sammála

, 11.11.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ef téðir embættismenn eru svona ábyrgðarlausir, af hverju fá þeir þá ofurlaun?

Baldur Gautur Baldursson, 12.11.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband