Shop till you drop... in Iceland!

Nú finnst Svíum, hinum afskiptalausu frændum okkar í austri rétt að auglýsa Ísland sem heppilegt land að heimsækja "... and shop till you drop"!  Í Aftonbladet í dag eru Svíar hvattir að ferðast til Íslands og njóta góðra daga með innkaupum og afslöppun.  Eða þannig hefur Ísland verið kynnt nú síðustu dagana í blöðum og á netinu.

Svo hljóðar síðasta fréttin:

Smartast julshoppa på Island

Mest julklappar för pengarna får du på Island.

Men om du inte vill ge bort mjuka ylleplagg – satsa på billiga Turkiet och lägg en äkta matta under granen.

– Så mycket som den isländska kronan har fallit, så mycket billigare har det ju inte blivit i något land. För oss svenskar har det blivit extremt mycket billigare, konstaterar Anders Söderberg, valutaanalytiker på SEB Merchant Banking.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Látum þá koma! Fínt að fá gjaldeyrinn inn í landið og það milliliðalaust úr vösum sænsks launafólks án þess að við þurfum að endurgreiða þeim lán.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Beint úr sænskum velferðarvasa í íslendska götótta hungurvasa  :)

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 07:06

3 identicon

Tæknilega séð eru á bilinu 65-80% íslenskra fyrirtækja gjaldþrota svo endilega segðu öllum sem þú þekkir að Íslendingar taki sænskum krónum og kúnnum með fögnuði. Einhverntíma hafa Íslendingar flykkst til útlanda til að gera góð kaup og nú verða það kannski útlendingar sem munu halda fyrirtækjarekstri hér gangandi fram yfir jól.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Geri mitt besta.  Ég veit það bara að 5 Svíar sem ég þekki hér ytra hafa keypt flugmiða til Íslands núna fyrir jólaverslunina. Tvær eru í ferðahugleiðingum og allir eiga það sammerkt að vilja versla hagstætt og njóta góðra daga á fallega framandi Íslandi.

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 11:54

5 Smámynd:

Velkomnir Svíar og aðrir sem vilja borga

, 17.11.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband