Grýla

... hjálpi mér hamingjan.  Er fólk alveg orðið snarvitlaust.  Ég segi það enn og afur: Grýla er herfileg og ljót - það er ekki í hennar valdi að "prýða" eitt eða neitt.   Getur fólk ekki reynt að koma betur fyrir sig orði?

Hverjum dettur svo í hug að hengja Grýlu á jólatréð?


mbl.is Grýla prýðir Óslóartréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég er komin með nýyrði, "Grýluprýði".  Þá er hægt að segja um eitthvað sem er miður smekklegt: "Það er sannkölluð Grýluprýði að þessu".

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.11.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

mmm....   jamm, það er sannarleg Grýluprýði af þessum stjórnmálamönnum væri hægt að segja og þá í öfugri merkingu orðsins "prýði".    :)

Baldur Gautur Baldursson, 30.11.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þetta er nú soldið skondið - að láta hundheiðna tröllkerlingu prýða jólatréð. En svo má líka skoða hvort sígræna jólagrenið er ekki sjálft hundheiðið. Þetta var nú einu sinni heiðin hátið til að fagna því að sólin er að snúa til baka aftur á norðurslóðum. Kannski á Grýla bara vel heima.

Halldóra Halldórsdóttir, 30.11.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Heidi Strand

Er við hæfi við staður og stund.

Heidi Strand, 1.12.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. já, segi það nú - hverju ætli fólk taki næst uppá? Þó svo að Grýla blessuð sé þjóðarstolt þá er ég sammála þér að hún er hvorki fögur né prúð og því ætti hún síst heima á fallegu jólatré innanum skemmtilega og fallega skrautmuni...

En svona er lífið - full of surprises. Sendi knús og kram á þig inn í aðventuna!

Tiger, 2.12.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband