Íbúð til sölu skítódýrt

Hef ljómandi bjarta íbúð á fyrstu hæð til sölu á miðju Gaza-svæðinu. Verðið er hagstætt og greiðslukjörin eftir því aðgengileg. Íbúðin er laus til flutnings nú þegar, þar sem íbúarnir eru allir látnir. Íbúðin er björt og staðsett í hringiðu miðbæjarins. Þetta er samt spennandi hverfi og bílastæðamál eru leyst um ókomna framtíð.  Ekki þarf að mála eða hafa áhyggjur af lögnum því engar eru lengur til staðar. Rétt er að skipta um gólfefni þar sem okkur hefur ekki tekist að fjarlægja alveg allar yrjur af fyrri eigendum. Skólprör eru á staðnum, en sennilega full af steypu og öðrum byggingarefnum. Aðkoma er enn erfiðleikum bundin, en með réttum pólitískum tengslum má komast lifandi að húsinu.  Útsýni er gott því öll önnur hús hafa verið sprengd burt. Þannig er þessi íbúð, staðsett miðsvæðis, með fjarska gott útsýni athygliverður kostur fyrir þá sem hafa áhuga á hernaðarsögu, stjórnmálaflækjum og spennandi hversdegi.

Við hjá "Byggt og burtsprengt ehf." hvetjum áhugasama að hafa samband hið fyrsta - eða áður en landtökufólk flykkist á staðinn. 

Íbúðarsýning kl. 12:30-14:30 (vopnahléstími). Verið vel vopnum búin og takið með hugsanlegt tilboð. Engar teikningar eru til af húseigninni. Við fullyrðum að þið verið ekki fyrir sprengjufalli.

Góðar stundir!


mbl.is Kallað eftir friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

jahá, bara komin í fasteignabraskið

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

smá svartur húmor drepur engann...

Anna Grétarsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Heidi Strand

Færsla dagsins !

Það sem mér finnst skrýtið er að Ríkistjórn Íslands vill ekki fordæma innrásinna í Gaza vegna þess að það er ekki hefð fyrir því, en tveir menn í fyrrverandi stjórn, lýstu yfir fyrir hönd Íslands stuðning við innrásinna í Írak .

Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 17:30

4 Smámynd:

Góður

, 11.1.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband