Hryggileg sjón að sjá!

Sorglegt að sjá farið illa með góðan, þjóðheilan málstað. Látum ekki skrílslæti eyðileggja fyrir okkur. Við erum reið, en látum ekki skrílslæti fara með góðan málstað í gröfina.

Að brjóta rúður, skemma almannaeigur og valda tjóni, gerir róðurinn bara léttari fyrir ríkisvaldið að beita ónauðsynlegri hörku. Skemmdarverk skrifast bara á reikning sem verður svo sendur þjóðinni og hver er ávinningurinn þá?  Skilaboðin verða óskýr og blendin með skemmdarverkum og skrílslátum.  Að brenna Óslóartréð er skammarlegt. Það er gjöf frá annarri þjóð. Og hefur ekkert með nein yfirvöld að gera. Það er gjöf fólksins í Osló til fólksins í Reykjavík. Látum ekki reiði okkar bitna á dauðum hlutum og eigum okkar sjálfra.

Slíkt eyðileggur fyrir okkur öllum.


mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Höldum áfram - hömrum járnið.

Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF. 

Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, friðsöm mótmæli og stefnuföst verða að halda áfram eða þar till þessir meintu ráðamenn sjá að sér og kveðja Alþingi. Allir sem einn.

Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband