Ryksugan á fullu, étur alla drullu...

Nú er komiđ ađ hreinsunum áratugarins ef ekki aldarinnar. Hin íslenska "nomenklautura" eđa bestuvinafélagiđ, er međ ríkisvaldi lagt niđur.  Svangir úlfar auđvaldsins ráfa ekki lengur um strćti borgar og bćja leitandi ađ smápening almúgans. Börnin eru farin ađ ţora aftur út á göturnar međ vikupeninginn sinn upp á vasann og sólin er farin ađ skjóta einstaka geisla niđur á kalinn svörđ.  Pilsin fara ađ styttast og brosin ađ breikka.

Nú hafa Davíđ og félagar hans í Seđlabankanum hafa fengiđ rauđa spjaldiđ. Ţeirra er ađ gera eins og mađur sér í bíómyndunum; ađ taka pappakassa og stinga í hann myndum, persónulegum munum og litlu grćnu plöntunni ofan á allt.  Jóhanna forsćtisráđherra er ađ taka til. Nú er sungiđ:

Ryksugan á fullu étur alla drullu,
lalalala, lalalala, lalalala.
Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,
lalalala, lalalala, lalalala.

Og ef ţú getur ekki sungiđ reyndu ţá ađ klappa.
Og ef ţú getur ekki klappađ reyndu ţá ađ stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.       (Ólafur Haukur Símonarson)

 

rekinn 

Ţetta ástand í íslenskum sérmálum átti ekki ađ koma neinum á óvart. Ég set í dag spurningarmerki viđ menntun háskólanna í viđskipta- og hagfrćđi.  Einn gamall kennari sem ég talađi viđ fyrir tveimur árum síđan sagđi viđ mig um efnahagslífiđ á Íslandi ćtti allt eftir ađ fara fjandans til. Ađ ef fólk gerđi ekki eitthvađ í ţví ađ stöđva taumlausa eyđsluna eđa hvađ hann nú kallađi fjármálapláguna myndi ţetta allt keyra um koll. Ţetta var tćpum 2 árum áđur en allt hrundi á Mikjálsmessudag 2008. 

Ţetta sannarlega hreyfir hugann í átt ađ sögu Hans Christian Andersens um Nýju fötin keisarans.  Auđtrúa almenningurinn keypti röksemdafćrslu bankamanna og ţeirra sem sýsluđu međ hlutabréf. Allir dásömuđu ţetta allt, fannst ţetta frábćrt og fólkiđ skyldi ekki ađ ţađ lifđi á innihaldslausum peningabréfum, inistćđulausum tékkum ráđamanna banka og ríkis. Skjóti gróđinn var eins og glópagull. Blekkti ţađ eins og alvöru gull og enginn vildi hćtta á fylleríinu svo enginn sagđi ţađ sem ekki mátti segja. Svo voru ţađ nokkrar svangar hjáróma raddir sem skyndilega sögđu eins og litli strákurinn í ćvintýri H.C.Andersens: Já, enn hann er nakinn, Davíđ er nakinn ... og .... og allir stjórnendurnir eru naktir.  Hí hí hí...  og loks skellti allt fólkiđ upp úr.  En skjótt kárnađi gamaniđ og veislunni var slitiđ.

Kennarinn sagđi ađ allir hefđu vitađ, bara enginn sagđi neitt!  Međvirknin var fullkomin. Núna situr ein biturđin eftir.  Sjálfstćđismenn leiđir yfir ţví ađ fólk vill ekki vera "memm" lengur.  Hinir krakkarnir svara núna: Nei ţiđ eruđ hrekkjusvín, steliđ og ljúgiđ!  Viđ viljum ekki vera međ ykkur lengur.  Fariđ! 

Já og núna er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur ađ bretta upp ermarnar. Nú skal skúra skrúbba og bóna. Ryksugan er á fullu.  Fćkkun, einföldun og skilvirkni eru mikilvćg orđ nú. 

Góđar kveđjur til Íslands og til Jóhönnu forsćtisráđherra. Sannarlega er hennar tími kominn!


mbl.is Jóhanna og Davíđ rćddu saman
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Og já HÚRRA

, 3.2.2009 kl. 19:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband