IMF og ESB

Þegar ég skrifaði um að ég vildi að íslensk stjórnvöld sæktu rétt sinn fyrir alþjóðlegum dómstólum og kærðu bresk stjórnvöld fyrir óhemjugang þann sem olli óbætanlegu tjóni á íslensku hagkerfi, meiru en orðið var, var hugsunin sú að fyrir utan að fá uppreisn æru gætum við átt von á miklum skaðabótum. Þannig hefðum við getað greitt ICESAVE reikninginn - eða þann hluta sem réttilega átti að greiðast af okkur, sem of losnað við að leita á náðir IMF eða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn IMF er það versta sem gat gerst fyrir íslenska þjóð og hagkerfi. Ég varaði við þessum óvætti með dæmum frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíuríkjum. Land tapar sjálfstæði sínu þegar IMF kemst inn í hagkerfi þess.  Fljótræðishátturinn og skammtímalausnavandi ríkisstjórna Íslands er sögulegt vandamál. Þetta er ekkert nýtt, en virðist erfast frá ríkisstjórn til ríkisstjórnar, sama hvar sú stendur á stjórnmálalitasviðinu.  Icesave var slæmt, en IMF er það sem er að kollkeyra þjóðir um allan heim. Næsta skammtímalausn og óígrundaða aðgerð stjórnmálamanna á Íslandi verður að reyna að komast inn í ESB.  Hryggilegt sem það verður manni litið til t.d. Lettlands núna. Þar er allt á vonarvöl. Forsætisráðherra Lettlands sem er næstum því eins skuldsatt og Ísland, sagði að ef ekki bærist hjálp einhversstaðar frá myndi Lettland verða gjaldþrota nú í haust.

Athugið að Lettland er meðlimsríki í ESB. Enginn kemur því til aðstoðar, allir halda að sér höndum.  Hvers virði er ESB nú þegar það getur ekki einu sinni hjálpað sínum eigin.

IMF og ESB er fyrirbæri sem boða yfirtökur og sjálfstæðisskerðingu.


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála því að IMF er ein stærsta ógæfa Íslands, dýr verður ESB draumurinn.  Guð blessi Ísland.

Magnús Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband