Fljótfærni og þekkingarleysi

Í bloggi mínu hefi ég bent á áður að best hefði verið fyrir íslenska ríkisstjórn að ráða nokkra fína lögmenn frá t.d. Bandaríkjunum (tóbaksframleiðendur gætu sennilega bent á einhverja dugandi einstaklinga). Ég vil meina að íslenskir ráðamenn og samningamenn ríkisstjórnarinnar hafa hreinlega ekki þá þekkingu sem þarf til að snúa á svona stórveldi sem Breta og svo auðvitað ESB sem rær undir niðri mót öllu sem íslenskt er.  Ég tel að með sérhæfri samninganefnd mót risunum gætum við fengið betri kosti í samningunum og komist frá borði minna fátæk og stoltari. 

Þjóðarstoltið er komið næstum í vaskinn og ljóst að íslensku þjóðinni líður ekki vel. Þökk sé ríkisstjórnum þessa lands. Hvers verkefni er einmitt að þjóðinni líði vel, jafnvægi ríki og stöðugleiki. Þessu hafa ríkisstjórnir síðustu ára ekki valdið.

Leitum okkar sérþekkingar í lagaflækjum og samningaaðferðum. Viðurkennum að við höfum ekki burði í að standa í svona sjálf og köllum, rétt eins og með Evu Joly, fagfólk og sérhæfða í málaflokkunum að sjá um okkar mál.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband