Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Er þetta ekki talandi um ástand okkar venjulega fólksins

Ég rakst á þessa mynd á bloggi vinkonu minnar. Þetta er úrklippa úr dagblaði hér í Stokkhólmi. Hún talar fyrir sig sjálfa:

maorten


Þetta verður erfitt fyrir Þorgerði Katrínu...

Í raun ætti að fara yfir og meta hvaða ferðir ráðuneytanna hafa verið nauðsynlegar og hverjar hafa bara verið farnar til leyfa ráðuneytis og þingmönnum að komast í stuttar skemmtiferðir til að sporta sig meðal fræga fólksins. Hafa t.d. verið fleiri ferðir fyrir jólin?  

Sannarlega er kominn tími til að ráðuneyti og yfirstjórn ríkisins þrengi líka sultarólarnar. Annað væri siðlaust!

 


mbl.is Dregið úr ferðum ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyjum allt!

Það vinarþel sem Færeyingar hafa sýnt okkur er fordæmislaust. Þessi óeigingjarna vinátta sýnir okkur hverjir standa okkur næst.

Skrifið ykkur endilega á listann ef þið viljið og sýnið þessu frændfólki okkar þakklæti okkar á táknrænan hátt. Við munum svo reynast þeim bestir fóstbræður þegar fram líða stundir og hagur þjóðarinnar fer að vænkast.

http://faroe.auglysing.is/

 


Á hann enn eignir meðan við greiðum skuldir hans?

Þetta er nú alveg ótrúlegt!  Þjóðin er skuldsett og fólkið er þrautpínt til framtíðar. Samt eiga stóreignamennirnir sem settu bankakerfið um koll peninga!  Ég skil þetta ekki. Var ekki byrjað á því að fara í vasa "gerendanna" í þessu máli?
mbl.is Björgólfur íhugar að selja West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinumst gegn óréttlætinu

Hefur þú heyrt að stjórnmálamenn hafi reynt að komast hjá því að segja sannleikann um einhverjar stjórnarathafnir?

Hefur þú heyrt einhvern stjórnmálamann ljúga beinlínis að þjóðinni?

Hefur þér fundist siðleysið fara hreinlega úr böndunum hvað varðar fjármálastjórn landsins?

Hefur þú merkt hroka stjórnmálamanna í þinn garð?

Blöskrar þér bruðl stjórnmálamanna á skattpeningunum þínum?

Hefur þú heyrt að stjórnmálamenn hafi ekki viljað svara fyrir hlutabréfaeign sína í ónefndum fyrirtækjum?

______________________

Því miður hef ég getað svarað "já" við öllum spurningum.  Hvað með þig? 

Ég hvet alla landsmenn að svara óréttlætinu sem þeir eru beittir. Hvet þá að krefjast afsagnar bankastjóra og bankastjórna allra banka í landinu, ríkisstjórnar, bankaeftirlits og alþingismanna. Sameinast um málstað þjóðarinnar.


... og dýrmætust af öllu: þögnin

номенклату́ра  (nómenklátúra)  kallast það fyrirbæri þá er vildarvinum og flokksgæðingum var hyglað með embættaveitingum og bitlingum á tímum Sovétríkjanna sálugu. Þetta var almennt vitaður og viðurkenndur framgangsmáti í Sovétríkjunum og embættismannakerfinu þar eystra. Þarna klóraði hver flokksgæðingurinn öðrum á bakinu og allt sem ósagt var látið um embættisfærslur og einkalíf foringjanna, verðlaunaðist með kassavís af dýrindis frönsku eðalkampavíni, kavías svo sem maginn þoldi, sólarlandsferð til Svartahafsins, fyrirgreiðslum fyrir sig og sína af ýmsu tagi, kassavís af kúbönskum vindlum og kanski bifreið með einkabílstjóra sem fékk að aka á embættismannaakreininni í umferðinni.

Dýrmætast af öllu var metin þögnin.  Hún var gulls ígildi. Þögnin var að snúa bökum saman og gæta hagsmunna hinna ríku, flokksgæðinganna og viðhalda hinu óbreytta ástandi svo sukkið og spillingin gæti haldið áfram.

Jafnvel eftir að Sovétríkin liðu undir lok í sinni þáverandi mynd virðist þessi hópur hinna fáu hafa tekið á sig nýja mynd og form og skotið rótum víðar en mann grunaði.  Nómenklátúru Íslands þekkjum við nú öll í dag af frægðarverkum þeirra.

______________  

[Orðið nómenklátúra er hliðstætt við latneska orðið nomenclatura sem merkir eiginlega nafnalisti - listi hinna útvöldu].


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar eldspýtur

(mynd)

Ég keypti fyrir nokkrum mánuðum nokkra eldspýtustokka af tegundinni Europa Hölzer (sjá mynd). Þessar eldspýtur eru vandmeðfarin vara. Þegar kveikt hefur verið á eldspýtunum, brennur brennisteinninn svo fljótt að hann nær ekki að lífga loga í sjálfri tréspýtunni. Blossinn hverfur næstum svo skjótt sem hann hefur lifnað.  Takist manni á annað borð að fá loga að festast í spýtunni, brennur hún illa.  Brenni spýtan á annað borð brotnar oft fremsti hluti eldspýtunnar oft af. Í þeim hluta er oft glóð sem svíður sig í tré, brennir gat á vefnað og teppi. 

Af fenginni reynslu datt mér í hug að vara fólk við þessari tegund eldspýtna.


Ferðalög til þróunarlanda ódýr núna - Ísland efst á listanum

Mér bara fannst ég þurfa að deila þessari jákvæðu frétt með ykkur heima:  

Í sænska blaðinu Metro ritar blaðakonan Brita Svedlund um Ísland sem ódýran valkost þegar skreppa á í stutta ferð til útlanda.   Í grein hennar (Metro, mánud. 03.11.2008, s.22) segir í léttri þýðingu minni:

Krónan fellur og umheimurinn verður dýrari, en núna hefur Metro sniffað fram þau lönd sem hafa orðið ódýrari í kjölfar efnahagsumbrotanna. Til dæmis hafa Suður-Afríka og Tyrkland orðið vinsælir áfangastaðir og svo síðast en ekki síst Ísland, sem nú verður að teljast "lá-budget eyja".

Heimurinn hefur orðið æ dýrari fyrir Svía. Þetta hefur gerst eftir að bandaríski dollarinn hefur hækkað um 25% gagnvart SEK, thaílenski bahtinn 22% og núna kostar 34% meira að kaupa kínverskt yuan en það var fyrir fjárhagshrunið.  Það er kannski huggun harmi gegn að núna getur maður flogið til Íslands, borða og versla ódýrt, þar sem íslenska krónan hefur tapað 36% af verðmæti sínu gagnvart sænsku krónunni. Þetta sést þegar krónurnar eru bornar saman eins og staðan var við upphaf árs 2008 og síðan núna í vikunni.

Flestir Svíar spyrja hvort fyrir hið fyrsta að þora að ferðast til Íslands, en við segjum fólki að nú sé lag að fara til Íslands og gera reyfarakaup, kaupa jólagjafirnar og dressa sig upp, segir Irene Mölleborn hjá fyrirtækinu Íslandsferðum. Icelandair lokkar nú fólk til landsins með tilboðspakka upp á 3 385 SEK (um 55 000 ISK) þar sem innifalið er flug og þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli.

Sá sem ætlar að fara til Íslands kemur að eiga í erfiðleikum að kaupa gjaldeyri hér í Svíþjóð. Hin brauðfóta gjaldmiðill Íslands er svo óstöðugur að myntskiptifyrirtæki þora ekki að kaupa inn íslensku krónuna. Maður veit hreint ekki hvers virði hún er. Fólk er því hvatt till að skipta frekar bara á Íslandi, nokkru sem Íslendingar gera með feginshendi.

Listi yfir lönd sem hagkvæmt hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:

Island -36%; Suður-Afríka -24%; Tyrkland -14%; Ástralía -13% og Nýja-Sjáland 12%

Listi yfir lönd sem óhagkvæmara hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:

Japan +51%; Kína +34%; Bahamaeyjar +29%; USA +25%; Jórdanía +25%; Egyptaland +24%; Thaíland +22% og Dóminíkanska-Lýðveldið +18%

Þá er það spurningin, hvernig spilum við Íslendingar úr þessari auknu eftirspurn. Höldum við verðinu niðri heima á Íslandi og aukum veltuna í samfélaginu með heimsóknum útlendinga eða byrjum við að hækka verðið og eyðileggja þessa nýkomnu veltu, innkomu erlends gjaldeyris og bestu auglýsingu í fleiri ár?    Heyrði að Geir Haarde ætlaði að skera þessa vaxtarbólu á púls núna fljótlega með hækkun verðs á áfengi!   Líklega tekst ríkisstjórninni að drepa þennan vaxtarbrodd með einhverri aðferð.  


Það virðist sem allir viti betur en við sjálf. Hvað var það sem við skyldum ekki?

Ég leyfi mér að vitna í orð norska hagfræðingsins Harald Magnus Andreassen: 

Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.

Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen.

 ___________

Þá kemur spurninga/tékklistinn:

1) Hverjir sitja í og stýra Seðlabankanum í dag?  Svar: Þeir sömu og stýrðu honum inn í fjárhagskreppuna.

2) Hverjir sitja á Alþingi í dag?   Svar: Þau hin sömu og stýrðu landinu inn í frjárhagskreppuna.

3) Hverjir sitja í Fjármálaeftirlitinu í dag?   Svar:  Þeir hinir sömu og leyfðu bönkum og verðbréfamörkuðum að sigla inn fjárhagslega svartholið óáreittum.

 

... og hvað ætlar þjóðin að gera í þessu?   Svar: Ekkert. Það er sama þrælslundin og venjulega.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar stórasta þjóð í heimi

"Ber er hver að baki nema sér bróður eigi" er máltæki sem nú sannarlega hefur fengið nýtt líf og ekki bara það, heldur hafa bræður okkar Færeyingar sýnt okkur að máltækið er ekki bara orðin, heldur hafa þeir gætt þau lífi.  Færeyingar hafa stórt hjarta og hafa sýnt Íslendingum í verki að þeirra kærleikur er ekki bara orðin tóm. Nú hafa þeir boðið okkur 5,5 milljarða króna sem GJÖF, að það megi verða Íslendingum til hjástoðar. 

Þetta göfuglyndi Færeyinga á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu.

Þá þykir mér rétt  nú að færeyski atvinnurekandinn sem vill gefa Íslendingum þessar 5 500 000 000 milljónir króna fá þegar í stað stórkross fálkaorðunnar. Einhver fín gata í Reykjavík verði nefnd eftir Færeyjum og að ungum Færeyingum verði veitt frítt aðgengi að öllum skólum á Íslandi, flugvallarskattar verði afnumdir af flugi frá Færeyjum, svo eitthvað sé nefnt.  

Takk Færeyingar!  Stórasta þjóð í heimi.  

http://www.olivant.fo/?lg=55595 


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband