Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Lesið og lærið hvað herrarnir hafast að

Rakst á þessa gúrkufrétt! 

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með hvað þeir hafast að þarna niður í Brussel/Bruxelles.  Það sem kemur mest á óvart er að þetta í Brussel/Bruxelles er fyllsta alvara og á málinu tekið af meiri krafti en aðstoð við Ísland. 

Þetta er bandalagið sem meirihluti Íslendinga vill ganga í.  Hjálpi mér hamingjan!


mbl.is Aflétta banni við bognum gúrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands mokar skítinn fyrir alþingis- og embættismenn

Forseti Íslands virðist hafa farið mikinn með sendifulltrúum erlendra ríkja nú fyrr í vikunni. Í sænska fréttablaðinu Metro [bls. 15; 13.11.2008] segir að forsetinn hafi sett út á meðal annars Svíþjóð í sambandi lítil eða engin viðbröð og aðstoð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Hér er greinin eins og hún birtist í Metro:

Olafur036

Í greininni segir:  Skuldsatt Ísland: Svíþjóð svikari

Forseti Íslands reiður - vill að landið "leiti nýrra vina".

Ísland er búið að taka upp stríðsöxina mót Svíþjóð og öðrum svikurum sem hafa ekki brugðist við alvarlegu efnahagsástandinu á Íslandi.   Á föstudag skammaðist herra Ólafur Ragnar Grímsson í Svíum vegna sinnuleysis þeirra og annara landa á hádegisverðarfundi.

Að Norður-Atlandshafssvæðið sé mikilvægt Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandseyjum virðist vera staðreynd sem þessi lönd líti gersamlega framhjá, er sagt að herra Ólafur Ragnar hafi sagt á téðum hádeigisverðarfundi. Orð forsetans virtust koma sendifulltrúum í opna skjöldu og var þeim brugðið við, er haft eftir norska sendifulltrúanum.

Af Norðurlandaþjóðunum voru það einvörðungu Norðmenn og Færeyingar sem hafa boðið hjálp sína. Til og með hafa Færeyingar boðið Íslendingum enn frekari aðstoð, nokkuð sem forsetinn lofsamaði.

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt segir í samtali við Metro  að hann hafi vissan skilning fyrir hinni íslensku óþolinmæði. Kveðst hann skilja að biðlund Íslendinga sé takmörkuð, því vandinn standi þeim nærri og því hafi han skilning á því sem sagt hafi verið um téðan fund forsetans og sendifulltrúanna.

Forsetinn bauð Rússum að koma og nýta gamla NATO setuliðsstöðina í Keflavík.  Sagt er að rússneski sendiherran hafi brosað, en sagt nei takk, er haft eftir Klassekampen sem kynnt hefur sér skýrslu utanríkisráðuneytisins norska.

IMF lánið sem Ísland átti að fá upp á 2,1 milljarð dollara var tilbúið til afhendingar þegar þann 24. október, en formlegt ákvarðanataka hjá IMF hefur dregist.  Fleiri löng, með Bretland í fararbroddi, krefjast að Ísland geri fyrst upp skuldir sínar til sparifjáreigenda í Evrópusem töpuðu einnig fjármunum sínum þegar íslensku bankarnir hrundu, er haft eftir Financial Times.

greinin á vefsíðu Metro:

http://www.metro.se/se/article/tt/2008/11/12/islandfinanskris_webb/index.xml


Ekki sérstaklega stómannlegt af frændum okkar!

Ein ríkasta þjóð í heimi, sú sem talin hefur verið okkur skyldust, hefur nú sett fyrirvara um aðstoð við Ísland.  Þar með setur Noregur sig á sömu skör og Evrópusambandið.  Skilyrðislaus kærleiki er ekki til hjá Norðmönnum, og því verðum við að telja þá okkur fjarskyldari en blessaða Færeyingana sem allt gott vilja okkur, nú þegar við erum komin á hnén. 

Norðmenn af öllum hafa brugðist okkur og sett fyrirvara á vinskap sinn gagnvart Íslandi. Þeir voru í stöðu að aðstoða bróður í vanda, en létu hjá leiða að gera það!  Minnumst þess!

Minnumst þess líka að Evrópubandalagið gerir ALLT til að knésetja okkur enn frekar. Minnumst þess þegar við tölum um AÐILD að því fjölþjóðaskrímsli.


mbl.is Lána Íslandi með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó herra Ólafur

Það er ljóst að þá er embættismenn, alþingismenn og aðrir starfsmenn þjóðarinnar ekki standa sig eða hreinlega eru ekki nægilega skýrmæltir á alþjóða vettvangi, verðum við að treysta öðrum til verksins.   Því er eðlilegt að sá sem stjórnmálaþekkinguna hefur og er nægilega skýrmæltur geri það sem hann getur: Herra Ólafur Ragnar, forseti Íslands

Við höfum fá góð spil á höndum. Staða okkar er afskaplega bág.  Því er brýnt að spilað sé rétt út þeim spilum sem við þó höfum og herra Ólafur Ragnar gerir einmitt það núna.  Hann sér að það er verið að svelta okkur í fjármálaumsátri fyrrum vinaþjóða okkar. Umsátrið hefur staðið nógu lengi svo að þjóðin ætti að skilja að þessum umsátursher er alvara.  Að við sendum út bréfdúfu með skilaboð til fjarlægra vina um að koma og aðstoða okkur, er rétt, skylt og okkar eina von.

Látum því bullið í Evrópubandalaginu sem er núna að nota þumalskrúfurnar á okkur lönd og leið og leitum aðstoðar hjá Rússum, Kínverjum og hverjum þeim sem vill liðsinna okkur.  Það er vont val til vina.


mbl.is Mikið fjallað um ummæli forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkt dæmi um spillingu - í Svíþjóð

Í sérstökum eftirlaunasamningi sínum við Nordea bankann, hefur Thorleif Krarup (56) tryggt góða fjármálaframtíð.  Hann er 56 ára og hefur starfað sem stjórnarmaður í Nordea bankanum í Stokkhólmi í eitt og hálft ár. Hann mun halda hálfum launum þar til hann verður 62 ára og eftir það fær hann 60% núverandi launa þar til að hann deyr. Eftirlaunasamningur hans er því metinn á minnst 150 milljónir sænskra króna eða um 2.562.000.000 (við tölum yfir 2 milljarða hér).

Nordea hefur staðfest þessar tölur.

Þetta er hreinn og klár viðbjóður.  Nú sit ég hér og hugsa hvort búið sé að gera svona eftirlaunasamninga við einhvern af bankastjórunum eða bankaráðsmönnunum heima á Íslandi.  Nennir ekki einhver að kanna það? 

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=850740


Valgerður sár! Hún slær frá sér og dauðrotar!

Hvernig má skilja orð Valgerðar í vitali RÚV? 

Þannig skil ég orð hennar: Það er ekki í lagi að bauna á samflokksfélaga. Að svíkja varaformann Framsóknarflokks er greinilega með því alvarlegra sem einstaklingi getur orðið á stjórnmálaferli og í opinberu starfi (nema ef ske skyldi að andmæla Davíð Oddsyni).  

Valgerður sjálf segir í sjónvarpsviðtalinu að Bjarni Harðarson hafi "brotið af sér" gagnvart flokki og henni persónulega.  Á sama tíma vill Valgerður ekki segja neitt um hvort fleiri munu í kjölfarið segja af sér. Líklega metur hún ekki að afglöp í embættisfærslum gagnvart þjóð og íslenska ríkinu sé þess eðlis að þingmenn eða opinberir starfsmenn/embættismenn eigi að segja af sér!  Slíkt er daglegt brauð í hennar heimi - en að brjóta mót henni og flokknum, það er öllu alvarlegra!

Ergo: Það er í lagi að svíkja þjóðina, svíkir þú hinsvegar flokkinn, er þér refsað með þyngstu refsingu. Písknum er því harðar beitt í þágu flokksins en þjóðarinnar!  


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpi mér hamingjan! Eruði fædd í gær?

Sýndarsiðfræði?

Mistök?  Hvaða mistök?  Ef Bjarni Harðarson gerði mistök, í hverju voru þau þá falin? 

Heitir þetta verklag ekki "stjórnmál": Að enginn er annars bróðir í leik!

Halló!  Vaknið, verið ekki með svona sýndarsiðfræði, það fer ykkur illa.

 

 


mbl.is Bjarni íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Pang" og prestvígsluafmæli

Í dag hélt ég upp á 11 ára vígsluafmælið mitt.  Já, það eru 11 ár síðan ég prestvígðist af herra Ólafi Skúlasyni biskupi Íslands. Ég vann í kirkjunni frá 08:00-20:30 og er nýkominn heim.  Dasaður en ánægður. Það var gott að vinna í kirkjunni í dag og notalegt að fá að vera í Guðs húsi á þessum degi. 

Í kirkjunni er verið að sýna listaverk nokkurra nemenda listaskólans "Konstfack" hér í Stokkhólmi.  Sýningin er mjög umrædd og umdeild svo ekki verði meira sagt. Eru umræðurnar búnar að vera svo háværar að ákveðið var að bjóða fólki inn til samtals um listaverkin. Voru samankomnir listamennirnir, ég frá kirkjunni (sem prestur og listfræðingur) og svo góður hópur af gestkomandi sem vildi ræða sýninguna.

DSCF1650

Hluti listsýningar nemenda frá "Konstfack" í Stokkhólmi á St. Jakobskirkjunni.  "Umdeild list" eða list í umdeildu samhengi?

Niðurstaða fundarins varð að til er list sem verður að teljast innihaldsminni en önnur list. Listin er því (að mati flestra sem voru viðstaddir) óverðug fyrir kirkjuhúsið.  Þetta ræðst helst að skírskotunarþættinum og möguleikum listaverka til að setja sig í samband við kirkju og kristni. Fannst sumum listamönnunum að sköpunarfrelsinu vegið, um leið og aðrir viðstaddir töldu að þeim væri frjálst að skapa hvað sem þá lysti, bara ekki setja það i kirkjulegt samhengi.  

 Þetta var ekki lokaniðurstaða fundarins, en skemmtileg hugsun samt sem vekur enn frekari umræðu í framtíðinni.   :)


Hvar voru þessir efnahagsráðgjafar fyrir efnahagshrunið?

Það er alltaf létt að vera vitur eftir á. Verst að þessir oflaunuðu "ábyrgðarmenn" og svokölluðu efnahagsráðgjafar gegndu ekki skyldum sínum og sýndu ábyrgð FYRIR hrunið. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta vandans.

Nú eru fyrirtæki að segja upp starfsfólki um allt til að lækka launakostnað fyrirtækja til að bjarga eigin skinni og samdrátturinn er að aukast um allt.  Nú kemur fram fólk sem greitt hefur verið fyrir "ábyrgðarstöður" sínar úr vernduðu umhverfi stofnanna og ráðuneyta. Fólk sem veifar hvítum fánum og segir hróðugt; "Já við verðum að fara yfir allt fyrir opnum tjöldum".   Hvaða eindæmis forheimska er þetta?   Er það ekki það sem þetta fólk var ráðið til að gera í upphafi?  Ég er orðinn leiður, verulega leiður á öllum þessum lygum að þjóðinni, að þér og mér!


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusfáni á Alþingihúsinu!!!

Frétti hingað til Svíþjóðar að Íslendingar hefðu flaggað Bónusflaggi við hún flaggstangar Alþingishússins.   Kunningi minn var að segja að ástandið myndi stigversna núna næstu tvær helgar og ná hámarki við mánaðarmótin þegar uppsagnabréfin hafa farið út fyrir mánaðarmótin.

Svo ef þetta á að fara hríðversnandi verður það þá PrisExtra- eða Lidl-flagg sem blaktir þá við hún á Alþingishúsina næstu laugardaga? 

 Bonus

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband