Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Loksins fór að snjóa

Datt í hug að senda litla myndkveðju frá Stokkhólmi!  Hér fór greinilega að snjóa lítið eitt í nótt. Í gærkvöldi hafði frostið komist í góðar -13°C og veðrið var yndislegt. Síðan þegar ég vaknaði núna í morgun (takk fyrir það) hafði skaparinn skreytt drungalegan hversdaginn með fallegum snjó og frostmyndunum öðrum. Þetta var svo fallegt að ég smellti mynd af herlegheitunum.

Núna er logn, skýjað og -9°C.  Súper!  En ég þarf að halda mig heima yfir bókunum mínum. Skal skila af mér jóla-/nýársheimaprófi á morgun og á föstudag, svo heima sit ég í dag.  Kannski stekk út og geriengla á Lappkärrinu eða eitthvað rétt fyrir ljósaskiptin.  :)

DSCF1896


... og allir munu skilja!

Já allir munu skilja af hverju hjónabandið gekk ekki lengur. Ósamstaða, ólík lífssýn, áherslubreytingar á seinni stigum og svo þroskaðist annað bara meira en hitt og þá varð eftir ágreiningur sem ekki var hægt að leysa vegna þroskamuns. Barnatrúin hélt ekki undir álagi meðan hinn aðilinn hafði gengið fram í fróðleiksfýsn og þekkingaraukningu.

Allir munu skilja....    Björn ætti að sjá að ljóst er að það þjónar engum hagsmunum að halda dauðahaldi í ráðherrastólanna. Þeir eru einskis virði. Enginn virðir stjórnmálamenn á Íslandi lengur; það hvorki trúverðugt né heldur virðingarvert að vera ráðherra lengur.


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júdea... hvað er að gerast?

"Mikið mannfall hefur verið á óbreyttum borgurum Palestínumanna undanfarna daga en að minnsta kosti 442 hafi látið lífið, þar á meðal 75 börn, samkvæmt læknum á Gaza-svæðinu sem AFP-fréttastofan ræddi við."

Líklega best að spyrja fjölskyldur og vini þessa fólks hvað því finnist um stjórnarstefnu sinna manna. En hér deila ekki bara tvær þjóðir - ekki um land eða trú!  Hér er það heiftin sem er eldsneytið í baráttunni. Hér eru ekki friðelskandi Gyðingar eða Arabar sem berjast. Þetta fólk er í sjálfsvörn.  En fyrir hverjum?

Þetta er eins og spila "RISK" spilið.  Peðum er kastað til og frá á heimskortinu og það sem er sorglegast er að fólki sem á enga aðra möguleika er blandað inn í baráttu stórvelda og sjúkra huga fáeinna manneskja sem stýra sínum peðum í valdasýki og hatri.

Maður spyr sig bara hvar vandamálið hófst í rauninni. Voru þessir vondu gerendur í stríði fátækra þjóða klæddir asnalega eða flengdir fyrir framan alla í æsku?  Var híað á þá eða hæðst að þeim?   Eitthvað hefur jú farið úrskeiðis við uppeldið.  Ljótt að heyra! 

Hugsum til þess fólks sem að ósekju missir barn í kvöld, einhvern nákominn, í fyrramálið eða í dag meðan við horfum á einhverja heilalausa ameríska bíómynd.   Já - minnumst þessa fólks! 


mbl.is Harðar árásir á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband