Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Burt með strætó! Íslendingar kunna hvort eð er ekkert að nota strætó!

Þar sem Íslendingum virðist ógerlegt að skilja mikilvægi almenningssamgangna, þar sem þeir geta ekki slitið sig frá einkabilunum og þar með lækkað heimiliskostnaðinn og um leið stuðlað að því að lækka mánaðakortsverðið í strætó, eiga þeir ekkert betra skilið en að frá þeim verði teknir strætóarnir.

Ég er að velta því fyrir mér oft hvað við Íslendingar lifum óhollt. Við hreyfum okkur lítið, skutlumst í prívatbílum hingað og þangað, mengum loftslagið með þessari hegðun, af enn meira afli en ella.  Ég tel við núverandi ástand, að borgaryfirvöldum og bæjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskilið að veita þá þjónustu sem nú er veitt.  Það er leitt að hugsa til þeirra sem ekki eiga bíl, en hægt væri um leið og strætó verði lagður niður að lækka verð á leigubílum, þar sem þeir jú verða einir um markaðinn. 

Bestu kveðjur úr sæluríki almenningssamgangna.  :)

 


mbl.is Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitið, og þér munuð finna!

Einhvern veginn leggst sá grunur að mér að Sigurður Einarsson muni aldrei greiða skuldir sínar til VÍS. Sú var tíðin að heiðarleiki var metinn öðru fremur í viðskiptum. Nú er annað uppi á teningnum.  Sveitasetrið við Veiðilæk er kannski gott dæmi um hversu veruleikafirrtir þeir aðilar eru, sem stýrðu fjármála"heimi" Íslands (og grófu undan fjármálaveldum annarra landa) á útrásarárunum. Líklega trúði Sigurður Einarsson að hann gæti lifað í hamingjusamri spillingu lífið út, án þess að þurfa greiða krónu fyrir. Líklega hugsaði hann sér að vel mætti yfirláta okkur þúsund hlutabréf fyrir byggingarframkvæmdirnar við Veiðilæk, þótt peningar kæmu þar aldrei nærri. Enda hlutabréfin ekki verðmeiri en pappírinn sem þau voru prentuð á. 

Ég bíð spenntur eftir að skattrannsóknarkvestorar og tilkallað fólk annað með sérþekkingu í leit ástæðna efnahagshrunsins og þeirra sem ábyrgir eru - finni það sem þeir eru að leita að [til frekari glöggvunar: Matt. 7:7a].


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband