Hlegið að Íslandi erlendis

Ég hélt heim glaður í bragði úr vinnunni í gær. Hafði fengið góðar fréttir og fannst miklu fargi af mér létt. Svo til að fagna, fékk ég mér ís. Svíar, elska að standa í röðum. Standi einhver einstaklingur kyrr, má við því búast að snarlega sé kominn einhver kyrrstæður fyrir aftan þennan einstakling og áður en varir, er komin röð. Enginn veit af hverju, en fólk hér er ekki haldið raðarfælni eins og á Íslandi. 

Nú nú í röðina við ísbarinn var ég kominn og um leið einhver aftan við mig. Á tali þess einstaklings fannst mér Ísland verða afskaplega kjánalegt. Maður sér landið og það sem gerist þar í allt öðru ljósi en þegar maður er á staðnum.  Hvernig þessi jakkafataklæddi bissnissmaður með svörtu Prada leðurtöskuna sína og milljónkróna úrið sitt talaði um málin á Íslandi var upplýsandi, þótt orðin hans vektu skrýtnar tilfinningar. Mér fannst ég sem Íslendingur ekki niðurlægður, heldur var skrýtið að heyra einhvern sænskumælandi, sem nýlega var kominn frá Íslandi tala svo fjálglega og af slíkri innlifun um efnahags og stjórnmálaástandið á Íslandi.

Hann hló mikið þegar hann talaði um borgarstjórnarfarsann í Reykjavík. Varla gat haldið á símanum fyrir hláturkviðunum. Hann sagði að Ísland hefði yfirborðskendustu fjármálastefnu heims. Sagði að greinilega væru Íslendingar stærstu Monopol-leikendur heims, eða að þeir væru svo auðblekktir að það væri ekki satt!

Brosti út í annað. Hvað getur maður annað þegar maður heyrir "stuttu útgáfuna" af "brandaranum um Ísland".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Held að viðeigandi menntun fyrir okkar stjórnmála og bankamenn sér "grunnskólapróf".  Barn með grunnskólapróf gæti ekki gert meiri mistök en þegar hafa verið gerð á Íslandi.

Baldur Gautur Baldursson, 9.5.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband