Hústaka? Hvaða rugl er nú það?

Halló!  Þetta er ekki Danmörk þar sem hústökumenn eru þjóðfélagsleg stærð og vandamál. Á Íslandi gildir að rífa kofanna sem þetta fólk er að safnast í skjóli myrkurs í og senda svo eigendum reikninginn. Fólk sem á húseignir í Reykjavík og gerir ekkert í því að halda þessum húsum sínum mannheldum á ekki skilið að eiga þau. Þannig er bara það.  Ef þú ert svona svakalega ríkur að geta látið standa autt hús hér og þar, ættiru að geta lokað því kyrfilega eða staðið fyrir því að það sé rifið/fjarlægt.

Ef þú ert hinsvegar svo fátækur að geta ekkert aðhafst eða að baki liggja "vandamál" sem gera það að verkum að samfélagið þarf að taka í taumana (borgaryfirvöld, lögregla og heilbrigðisyfirvöld) verður þú bara að taka því sem gert verður þegjandi og hljóðalaust. Þú sem eigandi svona húss, ert ekki ábyrgðarlaus vegna aumingjaskapar. Enginn er ábyrgðarlaus. Sé þér rétt hjálparhönd frá yfirvöldum, eða hvað þá boðið fjármunir fyrir kofann, segir þú að sjálfsögðu "Já takk" og "takk svo rosalega fyrir aðstoðina. Ég er svo þakklátur".  

Þannig er það nú. Óþarfi að vera búa til heilsu- og öryggishættur, nóg er af þeim.  Held að ég segi bara "Amen, eftir efninu".  :)


mbl.is Enn hústaka í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

þetta er viðbúið vandamál hjá þjóð sem ekki kærir sig um öll börnin sín. Sjáanlegur smánarblettur.

Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Rétt!!!

Baldur Gautur Baldursson, 17.5.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband