Ildefonso Falcones með morgunkaffinu

Við höfum setið nú, ég og "Fonsó" og dreygt í okkur 2 bolla af kaffi og borðað smá morgunmat. Ég vaknaði klukkan 07:00 (05:00 ísl. tíma) og fór framúr, dáðist af uppþvottavélinni og hellti upp á kaffi. Hafði sótt í gærkvöldi nýju bókina sem ég var að fjárfesta í (920 ÍKR) "Katedralen vid havet" eftir Ildefonso Falcones. Ég var svo spenntur að byrja að ég stóðst ekki mátið og er búinn að lesa í 30 mín yfir kaffibollanum sem fyrr segir. Bókin lofar góðu, einar 666 síður en því miður á andstyggilegum pappír.  Ég lifi það nú af. Nútíma fjöldaframleiðsla gerir það að verkum að bækurnar hér verða ódýrari, en að sama skapi í lélegra bandi, á lélegri pappír og ekki eins góðar í hönd.

Well, líklega best að fara undirbúa sig fyrir daginn. Skrifa skírnarvottorð og koma við hjá katólsku bókabúðinni og kaupa skírnarkerti (þau eru svo FLOTT). Handgerð og það sést. Vaxið ylmar og þau brenna hægt og vel + helmingi ódýrari en kertin hjá lúterskum.  :)    Líklega tek ég Ildefonso með mér í vinnuna, sýni honum City og les hann svolítið í auðum stundum í dag.  Skrýtið að þegar maður verður eldri, finnst manni það vera mikilvægara að aðhafast stanslaust. Ég fíla ekki bara að gera ekkert. Mér finnst það svo hræðileg sóum á tíma.  Samt er ég svo þreyttur stundum að ég dorma við t.d. tölvuna hérna eða sit framan við sjómið og blunda lítið án þess eiginlega að missa nokkuð af sjónvarpsefninu.  Jæja, best að fara hreyfa sig, stökkva í sturtu og fara í nýstraujuðu skyrtuna (strauaði 6 skyrtur meðan Miss Marple leysti gátuna um eitruðu bréfin).  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag!  Sex skyrtur straujaðar yfir sjónvarpinu, þetta kallar maður skipulag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 07:18

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Jamm, ég veit. Þetta er einskonar þerapí fyrir mig.  Mér finnst gaman að gera krumpaða hluti slétta og fína.  :)   Sitja bara yfir sjóminu og gera ekkert er tímaeyðsla.  :)

Baldur Gautur Baldursson, 18.5.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband