Glópagull stjórnmálamanna

Það væri synd að segja að núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn bæru hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Það væri líklega kallað að fara með ósannindi. Fáar þjóðir hafa haft sambærilega ólukku í sambandi við stjórn sinna mála lengi vel. Líklega væri hægt að taka dæmi úr nútímanum, en mörg þessara eru af svo viðkvæmum toga að maður veigrar við að setja slíkt fram í rituðu máli.  Málfrelsi hefur löngum verið eitt af hornsteinum þeirra réttinda sem við höfum. En oft er best að segja ekki það sem í huganum býr, einfaldlega vegna verðmæta þeirra upplýsinga sem maður býr yfir og þess skaða sem slíkar upplýsingar geta valdið, viljandi eða óviljandi.  "Aðgát skal höfð í nærveru sálar" og "oft má satt kjurrt liggja", fleyg orð sem oft hefur verið haldið á lofti. En því miður skapa aðstæður í daglega lífinu oft forsendur þess að maður verður að hrópa út sannleikann eins og hann er, beittur og særandi.

Ég leyfi mér að hrópa í dag!  Ég vil í dag minnast þeirra manna og kvenna sem staðið hafa að fjármálum íslensku þjóðarinnar á síðustu árum, eru ábyrgir vegna eigin reiði, persónulegrar óvildar, leiða og skorts á óeigingirni, óeigingjörnum kærleika fyrir því hlutverki sem þeir/þær hafa boðið sig fram í.  Þetta fólk er "blindsker [...] vatnslaus ský, sem rekast fyrir vindum, tré sem bera ekki ávöxt að hausti [...] eru ofsalegar hafsbylgjur sem freyða eigin skömmum, reikandi stjörnur...". Þetta er fólkið sem lofaði með drengskaðareiði að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar sem sinna eigin. Þetta er fólkið sem þorir ekki einu sinni að segja frá sannleikanum um eignastöðu sína í íslensku fyrirtækjum.

Og á þetta horfir íslenska þjóðin og lætur trampa á sér.  Líklega hefðum við betur verið sett undir dönsku einveldi en þessum skollaleik!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjartanlega sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill!
Íslendingar munu örugglega kjósa sama stjórn aftur eins og þeir hafa alltaf gert.
Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf um 40% + eða - smá.

Heidi Strand, 5.10.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband