Axlaðu nú ábyrgð á görðum þínum Geir

Það er ljótt að heyra um það talað að Ísland sé gjaldþrota hér í útlöndum. Fólki er ráðlagt að halda sínum fjármálum aðskildum frá öllu sem íslenskt er og fjármálaspekúlantar segja ráðamenn á Íslandi hafa farið á svo svakalegt fyllerí að timburmennirnir séu alls ráðandi og fyllibyttan hafi týnt skónum sínum og seðlaveski.  Hér hafi verið sólundað og það á mjög áberandi máta, þjóðartekjum góðærisáranna og nú sé ekkert til að bregðast við ólánsástandinu.  Þetta sé afar hryggilegt því Íslendingar séu duglegt og vinnusamt fólk - að svo hafi óviturlega verið spilað með opinbert fjármagn!

Óstjórn ríkisstjórna síðustu 13 ára er að þakka. 

Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Við, börnin okkar og barnabörn skulu minnast ykkar fyrir óstjórnina alla og fyrir að hafa kafsiglt þjóðarskútuna. Hvílík pólitísk eftirmæli!


mbl.is Geir: Staðan mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband