Orð umheimsins um Ísland

Ég var að bíða eftir að fá bækur afhendar á bókasafni Stokkhólmsháskóla þegar fyrrum kennari minn hér, prófessor við listfræðideildina kemur til mín.

Hún heilsar upp á mig og kynnir manninn sinn sem er prófessor í alþjóðarétti við sama skóla. Við spjöllum stutt og síðan spyr hún mig hvernig þetta sé eiginlega með Ísland núna og hvort allt sé ekki að verða betra núna?  "Nei" svaraði ég, "allt er við sama þar. Bágt ástand og óskemmtilegt."  "Þetta er með ólíkindum" bætir hún við.  Þetta hlýtur að fara verða betra þar sem Ísland hefur fengið fyrirgreiðslu víða og síðan hefur nú líklega farið fram mikil uppstokkun?"  Ég gaf lítið út á það, en þá spyr hann (maðurinn hennar): "Viltu meina að það hafi ekki verið nein mannaskipti né heldur uppstokkun í yfirstjórn ríkis og efnahagslífs?"   "Nei" svara ég. "Engin. Yfirmennirnir vilja ekki fara."  "Vilja ekki fara" spurði hann, "hvað áttu við? 'Vilja ekki fara' ?" "Nei, sagði ég!"  "Þá er viðbúið að allt endurtaki sig þegar þeir eru búnir með fjármagnið sem þeir hafa fengið frá ríkjum og stofnunum!" sagði prófessorinn og hristi höfuðið.  "Já, það er viðbúið" svaraði ég "og í raun það sem fólkið bíður eftir".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Til hamingju með daginn

, 9.12.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Svo mikið er víst að það er ekki fallega talað um okkur Íslendinga núna erlendis. Verst er að þetta bitnar á okkur íbúunum sem erum saklaus af þessum fáránlegheitum sem hafa gerst hérna. Ömurlegt til þess að vita að við verðum fyrir aðkasti erlendis útaf nokkrum einstaklingum, sem aðeins hugsuðu um sig og sína þrátt fyrir að vera kosnir af okkur í þeim tilgangi að vinna fyrir okkur ÖLL, ekki bara fáa útvalda.

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Nei - þau vilja ekki fara. Þetta er merkileg niðurstaða. Og það virðist ekki vera til neinn mekanismi til að koma þeim frá þótt þau vilji ekki fara.

Halldóra Halldórsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband