Kominn heim frá Vitsgarn - í Stokkhólmi á ný

1265512Jæja, þá er fyrri hálfleik lokið.  Nú er hlé til að "hvíla" og hlaða batteríin á ný.  Ég er kominn heim frá Vitsgarn eftir afskaplega vel heppnað starf þar.  Ég er fjarska ánægður með afraksturinn. Ævintýrinu lauk svo með fermingarmessu í Oscarskirkjunni hér á Östermalm þar sem 41 ungmenni fermdust og tvö skírðust að auki. Um 900 kirkjugestir voru viðstaddir og gekk allt fjarska vel fyrir sig. Ég er ánægður með frammistöðu og þekkingu fermingarbarnanna og starfið allt.

Á einni myndinni hér á blogginu sit ég við varðeldinn á Evrópuklettinum svokallaða. Síðasta kvöldið höfðum við safnast um varðeldinn sem ég kveikti.  Þegar eldurinn var útbrunninn grilluðum við pulsur og drukku djús. Seint um kvöldið kveiktum við svo aftur upp og létum loga fram á nótt. Falleg kvöldstemning í Skerjagarðinum sænska. Auðvitað er vonlaust að reyna að útskýra fegurðarupplifun - en kannski er rétta orðið "harmoní" yfir það sem ég upplifi.  Jafnvægistilfinning; "ég vs. náttúran"!

Núna er ég aftur í Stokkhólmi og mun fljótlega fara að leysa af sem prelli í söfnuði hér í borginni. Þar mun ég vinna í 2 vikur og svo fer ég aftur út í Skerjagarðinn og vinn sem prestur þar.  Þetta er svo fínt, falleg náttúran og þögul kvöldin þar sem bara fuglar og gutlið í sjónum, Eystrasaltinu, heyrist.  Það er gott og hollt að upplifa þögnina og náttúruna og vera alveg laus við síma, tölvu, áreiti frá sjónvarpi og slíku. Maður hreinlega upplifir samhljóðun innra með sér. Þetta er hverri manneskju hollt og gott.  Líklega margir sem myndu fara yfir um ef þeir yrðu neyddir að sitja þarna í náttúrunni og í fullkominni þögninni.  :)

Jæja, best að fara laga mat og fixa lítið hér heima.  Bestu kveðjur til Íslands!

DSCF2709

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hvað ég skil þig fullkomlega - svona kyrrð og fegurð úti í náttúrunni er ómetanleg til að stilla af sálina og hlaða batteríin. Vona að sumarrestin verði þér jafngóð

, 6.7.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk takk Dagný, sömuleiðis bestust!   :)

Baldur Gautur Baldursson, 7.7.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband