Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Æji, verið ekki svona hörundsárir

Jæja, hvað nú!  Í Danmörku hefur smáteikningum með skeggjuðum manni með túrban og sprengju í túrbaninum verið úhýst því múslimar vilja sjá spámanninn Múhameð í þessari teikningu. Þeirra vandamál!   Núna virðist katólikkum hafa tekist að slást í hóp með öfgamönnum meðal múslima. Nú má ekki hlæja á Íslandi lengur.  Mér verður hugsað til æruverðugs bróður Jorge í Nafni Rósarinnar, sem sá skrattan í öllum hornum ef brosviprur læddust fram hjá einhverjum.

Húmorsleysi trúarhreyfinga er alltaf vandamál samtímans. Ég man þó ekki betur en svo að virðulegur bróðir í Kristi, dr. Jakob Jónsson hafi einmitt skrifað um kímni og skop í Nýja testamentinu. Ef einhver hefur húmor, þá er það Guð.

Virðing fyrir því sem heilagt er þarf ekki að dvína þótt fólk getir hlegið og glaðst. Í engu er verið að hæðast að Guði, hinu heilaga sem okkur er svo kært.  Ef svo er komið fyrir blessuðum katólikkunum að þeir geti ekki hlegið lengur, þá veit ég ekki hvað.  Ég held meir að segja að páfinn hafi gert skoplega hluti...     Í Guðs bænum, slakiði á!  Brosið, hlæjið og verið glöð. Lífið er nægilega alvarlegt svo að maður þurfi ekki að hnykkja því endanlega af grafarbakkanum í gröfina.

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðhúsbruni í nótt

Jamm og það brennur og brennur...  Slökkvuliðsmennirnir segja að logarnir hafi verið um 5 metra langir út um gluggana á þriðju hæð ráðhússins. Svo virðist sem vestri hluti hússins hafi skemmst mikið í eldinum sem herjaði á húsið frá því um tvö í nótt fram til að tókst að slökkva eldinn kl fimm í morgun. Húsið sem telst til einna af Stokkhólms merkari minnisvörðum um hin svokallaða "nationalrómanríska" stíl (eða sögurómantík) er byggt eftir teikningum og fyrirsögn Carls Westmans arkitekts. Bygging hússins hófst 1909 og var það svo til fullbúið árið 1915.

Radhuset

Húsið sem stendur á Kungshólmanum er fyrirmyndardæmi um velheppnada tilraun til endursköpunar á húsagerð stórveldistíma Svíþjóðar.  Skemmdir eru taldar miklar og þriðja hæð i vestra hluta hússins gjörónýt sem og þakið. Vatns- og sótskemmdir eru sömuleiðis umtalsverðar.  

Frown 


Þýðing "Biblíu 20. aldar" útvatnaður, fátækur og ótrúr texti...

Hef verið að lesa (á netinu) í útgáfu Hins íslenska biblíufélags á „Biblíu 21. aldar“.  Ég get ekki orða bundist: Ég er hneykslaður, mér er misboðið, mér blöskrar og ég verð sorgmæddur. Hvílík misþyrming á hinum gríska frumtexta. Hvað er þetta með "að verða heiminum að augnagamni".  Hvaða orð er nú það, "augnagaman"?  Textinn frá 1981 útgáfunni hljóðar svo:

"Mér virðist Guð hafa sett oss postulana sísta allra, eins og dauðadæmda á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum, bæði englum og mönnum."

Í nýju útgáfunni, eða ósköpunum sem nefnd eru "Biblía 21. aldar" hljóða textinn:

"Mér virðist Guð hafa sett okkur postulana sísta allra því að við erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum."

Svo ef einhver vill bera saman þá fylgir gríski textinn hér:

Dokw gar o qeoV hmaV touV apostolouV escatouV apedeixen wV epiqanatiouV, oti qeatron egenhqhmen tw kosmw kai aggeloiV kai anqrwpoiV.

 


Drepa, drepa, drepa vs. pólitískt tækifæri

Bölvaður blóðþorstinn, úrræðaleysið og vanþekkingin ríður ekki við einteyming. Ágætur héraðsdýralæknir Egill Steingrímsson kvaðst vera afar ósáttur við hvernig staðið var að málum á Þverfellsvegi þar sem ísbjörn var felldur. Ég leyfi mér að nota fallþyngri orð og fullyrði að einfaldar lausnir svo sem að "bara drepa dýrið" séu lögreglumönnum vestra meira að skapi. Réttara væri ef til vill að segja að flóknari lausnir en sú sem var framkvæmd var við ísbjarnardrápið, væru ekki á þeirra valdi.

Það hryggir mig að þetta fallega dýr, sem sannarlega er í útrýmingarhættu (og prýðir sýsluskjaldarmerki Húnavatnssýslna, sem og Dalasýslu) hafi verið drepið. Þar glötuðu Íslendingar pólitísku tækifæri að sýna að við erum ekki bara svokallaðir hvalamorðingjar eins og stóð hérna á borða við Sergelstorg fyrir nokkru, heldur að við látum okkur annt um dýr í útrýmingarhættu. Það að einhverjum kostnaði hefði verið bætt við að koma dýrinu til heimkynna sinna, hefði vakið heimsumfjöllun og velvilja).  Ég leyfi mér að segja að fljótfærni og aulaskapur hafi og mun auðkenna störf vissra stétta meðan maður verður upplýstur um svona eins og fréttin greinir frá. Ég er sleginn yfir miðaldahætti, fávisku og skammsýni þeirra er drápu dýrið.

Vil í þessu sambandi minna á fjölföldunaráhrif "góðverksins" ef við hefðum gefið bangsa líf og flutt hann heim:  "Wag the dog"  skoðið hvað hægt er að gera með góðum vilja.


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri sól og hiti....

Var rétt í þessu að skoða  www.dn.se  þar voru þeir að segja að búist væri við 32°C á föstudag og laugardag, að minnsta kosti. :)   Nú líst mér vel á!  Stuttbuxur, stuttermabolur og sandalar.  Best að byrgja sig upp af bjór og ís. :)  Verst að ég er að vinna þessa daga.... skítt með það, ég hangi bara eins og ég get utanhúss.  ggrrrrr......

Sól og blíða

Núna er klukkan að verða tíu að morgni þess annars júní. Jóngó bróðir á afmæli í dag og ég sms hann núna snemma í morgun. Ég veit að hann vaknar oft snemma og á sinn "quality time" í morgunandakt sinni yfir kaffibolla og sígó. 

Ég sjálfur hitaði vatn og hef verið að drekka Indian Spice te hérna í morgun, búinn að skrifa tvö bréf og skipuleggja mig þannig að ég skipulegg ekki daginn í smáatriðum. Ég ætla þó að taka til í greninu og gera soldið fínt kringum mig, kannski kaupa blóm í vasa og skúra gólfin. Reyndar skúraði á föstudaginn en lóló lætur ekki á sér standa og því best að ryksuga og síðan skúra. Ég hef ekki kíkt undir rúmið, en veit að þar leynist lóló og bíður eftir að fara á flakk svo fljótt sem ég opna svalardyrnar eða stóru gluggana.  Síðan ætla ég að fara út og kaupa 39 krónu pizzu. Nenni ekki að laga mat. Latur og svo er ekki neitt til í ísskápnum eða búrinu. Svo ætla ég að hringja í Blástjörnuna og panta tíma fyrir Fönnu og fiðurfénaðinn. Jamm, haldið ykkur nú: Fanna er að koma til Svíþjóðar.  Eydd og brennd jörð, eyðing og hörmungar. Nei nei, Fanna, elskulegust systir mín er að koma í stutta útréttingaferð til Kungariket Sverige. It will be "fönn".....

Ég hef svo sem ekkert að segja meira. Ég kem aftur að lyklaborðinu í dag.  Hérna erum 21°C og skýjaslitrur á himni og svo til lygnt!  Frábært!  Einmitt eins og það á að vera.  Ég fékk að vita í gær að dómkapítulinn hérna í Stokkhólmi hefði staðfest ákvörðum prófastsins að framlengja réttindatíma minn hérna í sem prests í Stokkhólmi. Þetta eru gleðifréttir fyrir mig.  Ég mun því sjá um vikulegar guðsþjónustur (messur) hérna í kirkjunni minni allt sumarið og fram á haust ef Guð lofar.  Hingað til hef ég nú haft guðsþjónustur í kirkjunni (og öðrum kirkjum) í næstum því 3 ár. þetta hefur verið sérstaklega gaman og gefandi. Mér finnst sem sænska kirkjan sé kærleiksrík, umburðarlynd, heiðarleg. Það gleður mig að ég hafi fengið þetta tækifæri að starfa í og fyrir hana. 

 Jæja, best að fara út í sólina...   Heyrumst...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband