Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hættur í Golfstraumi

Ég vona að Íslendingar láti heyra frá sér eftir þetta slys. Tveir þungvopnaðir kjarnorkukafbátar í miðjum Golfstrauminum ná að skella saman og þar með ógna ekki bara sjálfum sér og 210 manna áhöfn, heldur öllu lífi í norðurhöfum. Það eru ekki bara gömlu kjarnorkuverin í Dounreay og Sellafield sem við þurfum að hafa áhyggjur af, heldur litlu kjarnorkuverin sem leynast í mögum þessara kafbáta og stærri herskipa á yfirborði úthafanna.

Ég vona að Íslendingar láti í ljós áhyggjur sínar yfir mögulegum áhrifum stríðsleikja meðlimslanda ESB í nútíð og framtíð.


mbl.is Kjarnorkukafbátar rákust saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nekt - eftir kúnstarinnar reglum

Fyrir fjórum árum sat ég námskeið um list endurreisnarinnar við Stokkhólmsháskóla. Þetta var sérlega skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem hafði fjöldann allan af broslegum nálgunum að listinni, fegurðarmati þess tíma sem var til umfjöllunar og síðan en ekki síst sýn og kröfu kirkjunnar sem eins helsta styrkveitanda og vinnuveitanda i listabransanum um frómheit (þegar það átti við). Spurningin um nekt og fegurð frjálslega vaxinna kvenna, nefstórra harðsoðinna manna eða fjarska metrósexuella einstaklinga, þar sem kyngreining myndefnisins var med eindæmum erfið. 

rubens58 

- Peter Paul Rubens (ca 1639) "Þrjár hefðardömur"

Skemmtileg umræða um kynfæri karla og kvenna var meginþema eins fyrirlestrarins - eða réttara sagt aðfara frómra einstaklinga í að mála yfir, hylja og eða hreint og beint skrapa burt kynfæri listasögunnar í endurreisnarlistinni. Greinilega sáu ekki allir listina og hið fagurfræðilega, heldur var hugur þeirra heltekinn af saurugum þönkum og því varð að hylja.  Þegar Michaelangelo hafði málað stærsta hluta þaks og gaflveggs Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði, fannst mörgum nektin vera yfirdrifin, svo hann fékk víða skella fáránlegum dulum hér - og aðallega þar. Enginn sagði neitt um yfirmáta vöðvastæltu konurnar sem höfðu brjóstkassa eins og menn á sterum og framhandleggi á stærð við lærisvöðva á stæltum karlmanni, eða voru hárlausar með öllu "þarna niðri", nei öllum var sama um það. 

180px-David_von_Michelangelo 

Michaelangelo Buenorotti (1501-1504) "Davíð"

Fyrirlesarinn, gestaprófessor frá meginlandi Evrópu, benti okkur á margt áhugavert annað sem birtist við listsköpun endurreisnarinnar. Hún gaf dæmi t.d. um hina frægu styttu Michaelangelos Davíð (sem stendur á Ráðhústorginu framan við Palazzo Vecchio) í Flórens. Davíð þar sem hann stendur stoltur eftir að hafa slöngvað risann Goliat er, eins og hún sagði ekki umskorinn. Vissulega var Davíð ein aðalhetja Gyðinga og Gyðingur í "húð" og hár; en ekki forhúð.  Hann var umskorinn. Í því meðal annars lá sáttmáli Guðs og Ísraelsþjóðar Gamla testamentisins, að öll sveinbörn skyldu umskerast á áttunda degi.  Á styttu Michaelangelos er Davíð ekki umskorinn.  Var þetta fúsk hjá Michaelangelo eða með ráðum gert? Hver voru fegurðarídeölin? Það sem er ennþá fyndnara er: Að á þakmálverki Michaelangelos er Adam ( í sköpunarmyndinni í þaki Sixtínsku kapellunnar) með nafla.  Og þá getur maður spurt sig:  Hvers vegna í ósköpunum er hann með nafla?

adam

Michaelangelo Buenorotti (ca 1509) "Sköpun Adams"


Um hjónavígslurétt kirkjunnar

Biskop_Overselo

Stórmerkur tímamótafundur var haldinn á biskupafundi Sænsku kirkjunnar nú á dögunum. Duglegir guðfræðingar og réttsýnir hirðar sýndu að kirkjan í Svíþjóð sækir fram inn í 21. öldina full af lífi og áræðni, en umfram allt sem lifandi þátttakandi í lífi því sem henni var ætlaður staður í; í framvarðasveit hinna góðu verka.  Kirkjan viðurkenndi líka að henni eru sett ýmis mörk af ýmsum toga.

Allbeinskeyttar umræður höfðu átt sér stað á téðum biskupafundi þar sem allir 13 sitjandi biskupar Sænsku kirkjunnar sátu ásamt erkibiskupi.  Eftir fundinn ákváðu 9 af 13 biskupum kirkjunnar að óska eftir því við Riksdagen (sænska þingið) og við Kyrkomötet (Kirkjuþing Sænsku kirkjunnar) að gengið verði við því að hjónavígsluréttur sá sem kirkjan hafi verði frá henni tekinn. Þetta sé farsælast og til þess fallið að prestar þurfi ekki að "neyðast" til að gefa saman samkynhneigð pör - gegn sannfæringu sinni.  Þannig verði allir sænskir borgara og þeir sem vilja láta gefa sig saman í "hjónaband" eða "vígða sambúð" að fara fyrst til borgaralegra yfirvalda, skrá sig þar og síðan - ef vilji er fyrir hendi að finna sér kirkju og prest þar sem þau/þær/þeir geti svo "gengið í það heilaga" frammi fyrir augliti Guðs. 

Þetta er sögulegt því í þessari beiðni 9 biskupa kirkjunnar er farið fram á staðfestingu þess sem í raun er frá upphafi aðeins "júrdídísk gjörning" þ.e.a.s. lögformlegur gjörningur. Hjónabandið er ekki heilög stofnun nema í augum þeirra sem vilja fá blessun kirkjunnar. Þeir sem kjósa að "gifta sig" borgaralega þurfa það með ekki að taka þátt í þeirri hugmyndafræði sem kirkjuleg siðfræði og guðfræði umvefur sína athöfn.

Frumkvæði biskupanna níu og tillaga þeirra hefur gersamlega keyrt þvert á kirkjuþingið sænska og afvopnað það. Kirkjuþingið hefur með máttleysi og seinagangi sýnt að það hefur ekki burði til að bregðast við knýjandi málum líðandi stundar. Kirkjan tapar fólki í stórum stíl. Fólki finnst kirkjan vera máttlaus og ekki hafa skýra stefnu.  Að 9 biskupar á biskupafundinum tækju af skarið og segðu segir mikið um stöðu kirkjunnar og þjóðkirkna nágrannalandanna. Sinnuleysi, hægagangur, þekkingarleysi á hreyfingu samfélagsins og þörf fólks í æ afhelgaðra samfélagi er að gera út af við kirkjur norðurlanda.  Útspil biskupa Sænsku kirkjunnar var því viturlegt og tímabært. Viðbrögð kirkjunnar fólks og þeirra sem hafa sagt sig úr kirkjunni hafa verið almennt jákvæði.

Hjónabandið er EKKI kirkjuleg stofnum. Fjölskyldan er heldur ekki kirkjuleg stofnun. Kirkjan og trúin mælir með stofnun hjónabands og þess ramma sem hjónabandið setur sambandi tveggja einstaklinga og síðar í mörgum tilfellum ef börn fara að koma.  Það er æskilegt að börn njóti nærveru foreldra. Af þeim læra þau og eiga að njóta þess besta sem einstaklingar eiga og vilja gefa barni/börnum sínum.  Það er því eðlilegt að kirkjan vilji helga og biðja fyrir bandi tveggja einstaklinga. Þegar kirkjan getur ekki einast um allar fjölskyldugerðir er ljóst að kirkjan styður misrétti og sundrungu. Þá er best að halda að sér höndum og gefa frá sér sjálftekið vald. Kirkjan verður þar með ekki eins tengd ríkisvaldinu (sem sá aðili sem útfærir "embættisverk" fyrir ríkið). Aukið frelsi kirkjunnar er því til góðs fyrir alla viðkomandi. Líka þá sem ekki leita til hennar.

 

 

Eftir það sem nefnt hefur verið spunnust þar saman í meirihlutaákvörðun 9 biskupa Á stórmerkum tímamótafundi biskupa Sænsku kirkjunnar ákváðu 9 af 13 biskupum


Óheppileg orð í hæsta máta

Eftir harða stefnu ESB mót Íslandi þegar landið þurfti hvað bráðast og nauðsynlegast á fjárhagsaðstoð að halda og sjálfur skollaleikur Gordons ráðherra í Bretlandi Brown stóð sem hæst - vill nýskipaður ráðherra viðskiptamála halla sér að ESB. Þetta er er beinlínis niðrandi fyrir okkar þjóðarstolt, eða það litla sem eftir er af því. 

Hvernig dettur manngreyinu svona þvættingur í hug og á þessum tíma? Er hann kominn með rugluna líka? Ég hef afar slæma tilfinningu fyrir EURO og frábið mér allar þreifingar í átt mót innleiðingu slíkrar mynteiningar.

Ég styð allar tillögur sem snúa að því að efla efnahagslegt samstarf við þá þjóð sem stendur okkur næst; Norðmenn.  Að taka upp EURO væri að ganga frá vinaborði og kasta sér í ógreinilegan og illa lyktandi graut ósamstæðra og óstöðuga og vaklandi fjölþjóðaríkis ESB.  Slíkt má ekki gerast.


mbl.is Rökrétt að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Svíþjóðar lækkar vexti í sögulegt 1%

Á fréttamannafundi sem haldinn var í morgun var tilkynnti seðlabankastjórinn Stefan Ingves um sögulega lækkun viðmiðunarvaxtaprósentu bankans í 1%. Sagði hann þetta gert til að mæta lækkun verðbólgu og alvarlegu ástandi efnahagslífsins. Útflutningur hefur hríðfallið, minni kaupgeta fólks hér (í Svíþjóð) og eftirspurn eftir sænskum vörum hefur minnkað erlendis í frá.

Með aðgerðinni er markmið Sænska seðlabankans að minnka áhrif verðbólgunnar og jafnframt halda henni í 2%.  Stefan Ingves sagði að líklega myndi atvinnuleysið aukast og komast í 9% af vinnubærum mannafla, en síðan eftir 2011 rétti landið út kútnum. Það væri bara að halda út.

Sjá fréttina:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=882712


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðafara(ó)siðir

 Graveyard_of_Dunfermline_Abbey

Í sjónvarpsþætti sænska ríkissjónvarpsins SVT sem gengur undir nafninu Uppdrag granskning hefur sannarlega verið svipt hulunni af svikum og ekki minnst ógeðfeldum starfsháttum kirkjugarðsstarfsmanna hér í landi.  Að því síðar

Um nokkurt skeið hefur rannsókn á vegum sænskra fjölmiðla á útfarasiðum Svía. Kirkjulegar athafnir hafa verið rannsakaðar, aftur rannsakaðar og svo enn á ný.  Ekkert hefur þar komið fram sem Svíum mislíkar, vissulega skoðanirnar margar um tónlist, lengt, ræðu prests og svo framvegins.  Almenn ánægja er með þjónustu þá sem fólk fær þegar um kirkjulegar og borgaralegar útfararathafnir er að ræða.

En þegar sjónvarpsfólk og rannsóknablaðamenn fóru að "grafa" dýpra og ganga á fólk, fóru að koma í ljós óhuggulegir hlutir. Allt í einu var eins og stungið hefði verið á kýli og gröfturinn vall út. Reiði fólks varð hamslaus og fréttamenn Uppdrag granskning fréttaþáttarins tóku að kynna sér málið enn ýtarlegar.

Fram kom að lengi hefur sú venja verið til staðar hjá kirkjugarayfirvöldum hér víða í Svíþjóð að eftir útfararathöfn er lokið og kistan hefur verið látin síga í gröfina að þjappað er ofan á kistulokið með lítilli gröfu. Með þessu er kistulokið brotið og hliðar kistunnar leggjast saman. Eftir þessar aðfarir er kistan oft svo útleikin að sjá má sundurkraminn líkamann sem í kistunni liggur og jafnvel brotna hauskúpuna. Nóg um slíkar lýsingar. Samkvæmt upplýsingum kirkjugarðsstarfsmanna er þetta gert í því augnamiði að spara seinnitíma vinnu. Sé þetta gert þarf ekki, skv. kirkjugarðsstarfsmönnum, að fylla á með mold síðar og sparar maður þar tíma og starfsfólk.

Svona aðfarir eru að mínu viti ógeðfeldar í hæsta lagi. Vona ég svo sannarlega að svona vinnubrögð þekkist ekki á Íslandi. En rétt væri að kanna það samt.

Hér er vísun í sjónvarpsþáttinn Uppdrag granskning á SVT:

http://svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=93154&a=1135916&lid=puff_1340808&lpos=extra_0

 


Nýr íslenskur doktor

Ég er svo stoltur af landa mínum og góðri vinkonu Hrönn Jörundsdóttur. Hún varði doktorsritgerð sína núna á föstudag hér úti í Stokkhólmi. Ritgerðin hennar Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (uria aalge) from North Western Europe er skrifuð við Umhverfislífefnafræðideild Stokkhólmsháskóla og er hægt að kynna sér efni hennar með því að fylgja slóðinni http://www.miljokemi.su.se/aktuellt/nyheter?id=46&lang=sv .

Ég óska dr.Hrönn og öllum hennar innilega til hamingju með stóra áfangann.   

Quod bonum, felix faustumque sit!


Afasi & Filthy

Afasi & Filthy

Líklega best að senda eitthvað gott frá Svíþjóð til að hressa upp á fólkið heima á Íslandi.

Skrambi góð tónlist um bjartsýni!  Njótið vel!

____________________ 

TEXTINN: 

Vers:
Många dom låter strömmen föra dom fram
Av olika anledningar ligger vissa på soffan andra får ett jobb och dom flesta dom gör vad dom kan
Så nu går man ut gymnasiet och ekonomin den är lika med noll
Och så pluggar man vidare inte för att man vill, bara för att det inte finns några jobb

Eller så jobbar man svart japp mellan morgon och natt
Kanske till och med kvällar och helger med massa tur kan man få sej en rast
Man ska väl inte klaga antar jag för vårt land är ju tryggt
Aldrig krig, knappt nån svält - men fan inget anställningsskydd

Refr x2.

Vissa förknippar sin arbetssituation med välbehag
Och pratar om jobb som nånting som dom gör sej förtjänta av
På sätt och vis är det väl rätt och riktigt men
Dom som kvalificerar för samma sak och dom letar efter samma jobb men dom heter Muhammed i efternamn dom får sticka hem

I landet med om största varmaste öppnade famnar
Röstar man fram att endast vissa ska bli kramade mjukt
Det finns platser på vägen där vissa av löftena stannar
Och det gör att man får forsätta va arbetslös eller slava som djur

Allting kommer lösas och bli bättre igen...
x2

Dom lägger fram förslag efter den franska modellen
Att du kan anställas utan några som helst tryggheter och sparkas på fläcken (va, va? meeen)
Ett litet jobb i ditt lilla liv jag menar vad är det?
Välkommen till ditt nya tidsfördriv hälsningar AUC

Och så tycker dom mest att man bara klagar och gnäller
Vanliga människor utan plats i vårat vardagssamhälle
Men man ska väl inte klaga antar jag för vårt land är ju tryggt
Aldrig krig, knappt nån svält - men fan inget anställningsskydd!

Refr x2:
Allting kommer lösas och bli bättre igen
Om du har pengar i fickan eller ett ess i din ärm
Och vi tror vi strävar mot samma mål
Men när man tittar på dig är det bara all you!


mbl.is Hvernig á að taka á hallanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rífast um páfans skegg

Með það í huga hvað fáir páfar hafa verið skeggjaðir er hugtakið sennilega svolítið snúið og merkingarlega öfugsnúið. Í raun er það nátengt því að rífast um keisarans skegg. Hallast ég að því að hið fyrra sé upprunalegra. Hér sé í raun átt við að rífast um ekkert.  (Síðasti skeggjaði páfinn var jú Innocentíus XII [1691-1700]).

pafinn

Það blæs um hans heilagleika páfann í Róm þessa dagana. Það virðist ekki vera laust við að þessi páfi sem nú situr, Benedikt XVI., hafi svolítið gaman að því að hræra upp í pólitískri og trúarlegri umræðu (sami hlutur) af og til. Forveri Benedikts páfa, Jóhannes Páll II. var hin mesta friðardúfa, þótt hann væri staðfastur í sinni trú og margir yrðu að ganga gegn samvisku sinni til að fylgja páfa að málum. Trú páfa og trú kirkjunnar er sú sama, þar sem útlegging hins fyrrnefnda ræður.

Páfinn hefur lent í umræðunni aftur nú síðustu daga vegna sáttaleitanna hans við "Bræðrafélagið Pius X" (oftast kallað bara SSPX) þar sem biskupinn Richard Williamson er í forsvari.  Félagsskapurinn fyrrnefndi hefur oft lent milli tannanna á fólki vegna sérstaklegar sögutúlkunar þeirra á því sem hefur með Helförina i Síðari heimstyrjöldinni að gera. Williamson biskup hafnar að Gyðingar hafi verið sendir í gasklefanna og þannig 6 milljónir drepnar að skipun yfirmanna Nasista í Þýskalandi (og herteknum löndum). Ekki er ein báran stök, heldur hefur téður biskup Williamson fullyrt að árásin á nokkrar byggingar í New York og Washington i Bandaríkjunum þann 11. september - hafi verið gerð af Bandaríkjamönnum sjálfum.

Helstu viðbrögð og þau hörðustu hafa orðið vegna afneitunar þessa katólska biskups á helför Gyðinga í Heimstyrjöldinni síðari. Þessi ummæli og önnur urðu til þess að forvera núverandi páfa Jóhannes Páll II  bannfærði biskup þennan og félagsskapinn. Hann fékk t.d. ekki inni í kirkjum katólsku kirkjunnar og varð að leita á náðir annarra kirkjudeilda til að fá þak undir höfuðið. Jóhannes Páll II. páfi semsagt bannfærir þessa hreyfingu 1. júlí 1988, sem hann skyldi sem að væri að kljúfa kirkjuna. Megin rökin fyrir bannfæringu páfa voru ekki staðhæfingar leiðtoga SSPX um Gyðinga eða annað af sögulegum toga, heldur agabrot gegn páfavaldinu. Þeir vildu stjórna sér sem sjálfstæðri stofnun innan rómversk katólsku kirkjunnar. Svo virðist sem vandinn hafi komið upp í valdatíð Lefebvre erkibiskups, sem geðjaðist ekki að breytingum þeim sem gerðar voru á helgihaldi og stjórn rómversk katólsku kirkjunnar eftir Annað Vatíkansþingið.

Nú 21. janúar 2009 afnemur semsagt páfinn Benedikt XVI bannfæringu forvera síns og leyfir félaginu að teljast á ný til "sauða sinna", en gefur prestum og biskupum ekki vald til að þjóna embættum þeim sem þeir áður höfðu vígst til.

Talið er að þessi umdeildi gjörningur páfa að rétta út sáttarhönd til þessa umdeilda hóps/fylkingar sé gerður í því augnamiði að halda fast um "einingu kirkjunnar". Hætta sé á að hundruðin þúsunda fólks yfirgefi annars kirkjuna og stofna endanlega nýja og að samningastaða páfa gagnvart hópi Williamsons biskups SSPX verði betri ef hann er "undir valdi" páfa.  Þannig er það skýring Páfastóls að hér sé EKKIverið að sættast á sögutúlkun SSPX nér skrýtnar skoðanir hreyfingarinnar, heldur verið að "bjarga því sem bjargað verði" í samskiptum Páfagarðs og SSPX.


mbl.is Páfiinn veldur enn uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryksugan á fullu, étur alla drullu...

Nú er komið að hreinsunum áratugarins ef ekki aldarinnar. Hin íslenska "nomenklautura" eða bestuvinafélagið, er með ríkisvaldi lagt niður.  Svangir úlfar auðvaldsins ráfa ekki lengur um stræti borgar og bæja leitandi að smápening almúgans. Börnin eru farin að þora aftur út á göturnar með vikupeninginn sinn upp á vasann og sólin er farin að skjóta einstaka geisla niður á kalinn svörð.  Pilsin fara að styttast og brosin að breikka.

Nú hafa Davíð og félagar hans í Seðlabankanum hafa fengið rauða spjaldið. Þeirra er að gera eins og maður sér í bíómyndunum; að taka pappakassa og stinga í hann myndum, persónulegum munum og litlu grænu plöntunni ofan á allt.  Jóhanna forsætisráðherra er að taka til. Nú er sungið:

Ryksugan á fullu étur alla drullu,
lalalala, lalalala, lalalala.
Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,
lalalala, lalalala, lalalala.

Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.       (Ólafur Haukur Símonarson)

 

rekinn 

Þetta ástand í íslenskum sérmálum átti ekki að koma neinum á óvart. Ég set í dag spurningarmerki við menntun háskólanna í viðskipta- og hagfræði.  Einn gamall kennari sem ég talaði við fyrir tveimur árum síðan sagði við mig um efnahagslífið á Íslandi ætti allt eftir að fara fjandans til. Að ef fólk gerði ekki eitthvað í því að stöðva taumlausa eyðsluna eða hvað hann nú kallaði fjármálapláguna myndi þetta allt keyra um koll. Þetta var tæpum 2 árum áður en allt hrundi á Mikjálsmessudag 2008. 

Þetta sannarlega hreyfir hugann í átt að sögu Hans Christian Andersens um Nýju fötin keisarans.  Auðtrúa almenningurinn keypti röksemdafærslu bankamanna og þeirra sem sýsluðu með hlutabréf. Allir dásömuðu þetta allt, fannst þetta frábært og fólkið skyldi ekki að það lifði á innihaldslausum peningabréfum, inistæðulausum tékkum ráðamanna banka og ríkis. Skjóti gróðinn var eins og glópagull. Blekkti það eins og alvöru gull og enginn vildi hætta á fylleríinu svo enginn sagði það sem ekki mátti segja. Svo voru það nokkrar svangar hjáróma raddir sem skyndilega sögðu eins og litli strákurinn í ævintýri H.C.Andersens: Já, enn hann er nakinn, Davíð er nakinn ... og .... og allir stjórnendurnir eru naktir.  Hí hí hí...  og loks skellti allt fólkið upp úr.  En skjótt kárnaði gamanið og veislunni var slitið.

Kennarinn sagði að allir hefðu vitað, bara enginn sagði neitt!  Meðvirknin var fullkomin. Núna situr ein biturðin eftir.  Sjálfstæðismenn leiðir yfir því að fólk vill ekki vera "memm" lengur.  Hinir krakkarnir svara núna: Nei þið eruð hrekkjusvín, stelið og ljúgið!  Við viljum ekki vera með ykkur lengur.  Farið! 

Já og núna er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að bretta upp ermarnar. Nú skal skúra skrúbba og bóna. Ryksugan er á fullu.  Fækkun, einföldun og skilvirkni eru mikilvæg orð nú. 

Góðar kveðjur til Íslands og til Jóhönnu forsætisráðherra. Sannarlega er hennar tími kominn!


mbl.is Jóhanna og Davíð ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband