Færsluflokkur: Trúmál

Sumarið hálfnað...

Sumarið er hálfnað hjá mér!  Ég er búinn með helminginn af því sem ég ætlaði að afkasta í sumar. Fyrst þá gekk fermingarnámskeiðið afskaplega vel. Alls 42 fermingarbörn fermdust, þar af 4 sem skírðust líka, eftir vel lukkað siglinga- og fermingarnámskeið í Skerjagarðinum í Oscarskirkjunni hér í Stokkhólmi. Þetta var skemmtilegur hópur, bæði krakkarnir og svo leiðtogarnir sem önnuðust siglingakennsluna. Síðan vann ég í S:t Jakobskirkjunni í nokkra daga og núna er ég að leysa af tvo presta í einni af miðbæjarsöfnuðunum.   Gaman að geta orðið að liði og geta hrærst í því sem manni þykir gaman og gefandi. Núna í lok mánaðarins tek ég svo síðasta fermingarnámskeiðið og eftir það þarf ég að taka smá frí. Ég finn að ég vil hvílast smá og fá smá tíma að hlaða batteríin eftir sumarið, áður en lokahnykkurinn í náminu í Uppsölum fer í gang. Bestu kveðjur til Íslands, úr 25°C hita í Stokkhólmi.  

ferming

Fermingarmessa i Oscarskirkjunni, Östermalm, Stockholm 04.07.2009. Ég sit í miðið, grænklæddur.

 

 


Oh my God!

Ætli Guði sé ekki nokk sama hvort bílastæðahús sé opnað á sabbatsdeginum eður ei. Skelfing er fólk alltaf duglegt að hafa vit fyrir Guði og ákveða í smáatriðum hvað honum finnst og ekki.

Ég vona bara að Guð minn hafi húmor fyrir þessum öllum uppátækjum okkar mannfólksins!


mbl.is Mótmæla opnun bílastæðahúss á Sabbatdegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan á villigötum

Fyrir hvað hefur biskupsstofa og kirkjuráð beðist afsökunar?  Það eru vissulega hlutir sem biskupsstofa mætti biðjast afsökunar á, það má ég vita. En að sverta svo minningu látins manns; að taka undir gömul ósönnuð kærumál á hendur hinum sáluga herra Ólafi biskupi Skúlasyni, er svívirða. Minning góðs og mæts manns er svert um ókomin ár. Nornaveiðar hafa verið settar í gang eftir alda hlé.

Þetta var ljótt, mjög ljótt!  Ég votta minningu biskups míns, herra Ólafi virðingu mína og bið góðan Guð minn að stýra svo málum í kirkju sinni, að látnir fái frið.

 


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigli til Vitsgarn á morgun

Á morgun sigli ég út til Vitsgarn. Ég mun gerast eyjarprestur þarna úti í Skerjagarðinum og mun vonandi njóta góðs sumars í sumarblíðu og með siglingum á seglbátum og tilheyrandi. Uppfræðsla lýðsins tilheyrir starfinu og munu allir kristnaðir og sætti ég mig ekki við minna en 100% árangur.

DSCF2591

Nútíma kaleikur og patína. Fékk að vita að slíkt væri ekki til á eyjunni, svo ég keypti svona keröld í dag fyrir næstum því ekkert. Speisaðir litir ekki satt; patína og kaleikur. Þjófar hafa verið á ferli svo kirkjugripir eru engir til nákvæmlega núna.


Ikon - "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiðslu"

Á þrenningarhátíð tók ég á móti íkoninum sem ég hef pantaði fyrir rúmu ári síðan. Íkoninn heitir "Leyndardómur hinnar heilögu tilbeiðslu" og er unninn eftir kúnstarinnar reglum af listamanninum Marcel van Baaren, frá Woerden í Hollandi. Íkoninn var helgaður og blessaður síðan af prestinum í anglíkönsku kirkjunni hér í Stokkhólmi, Nick Howe á þrenningarhátíð.  Blessun íkonsins átti sér stað með krismun (smurningu með helgri olíu), þvott í vígðu vatni og helgun með reykelsi - allt við messugjörð þrenningarhátíðarinnar.  Þetta var hátíðleg stund, þar sem eftirvæntingin var mikil. Ég hafði bara sér skissur frá gerð íkonsins á heimasíðu listamannsins (klikkið á nafn íkonsins að ofan).

Marcel´

Íkoninn skipar nú heiðurssess með myndunum af börnunum mínum og friðarliljunni minni. Mér finnst hann óvenjulegur og mjög sérstakur. Hann birtir mynd af því óútskýranlega. Hann er sem skjásýn inn í annan heim, heim sem er fallegri, betri og undursamlegri en sá sem við lifum í í dag. Heim án vonsku, heim án illsku, haturs, heiftar skilningsleysis.  Hann er eins og í tómi, sem samt er svo heilagt að varla er hægt að orða það. Kristur, barnið liggur í skírnarlaug sinni, tákni lífs, tákni atburða, hreyfingar og dýptar. Englar, fulltrúar hinnar heilögu himnesku hersveitar Guðs standa og vísa lotningu sína. Stjarnan yfir skírnarsánum talar um fæðinguna og serafarnir tilkynna nærveru Guðs Alföðurs, heilagrar visku og skapara alls sem er hlutstætt og óhlutstætt.

DSCF2574

Frá vinstri: Marcel van Baaren (listamaðurinn), Nick Howe (prestur í Anglíkönsku kirkjunni og ég (held á íkoninum)


Dalai Lama

Synd að ekki væri boðið til helgistundar í Þingvallakirkju í staðinn. Hefði farið betur á því enda hún meiri þjóðargersemi og falin í nattúruperlu og sögumiðju Íslands. Sýndarmennskan söm við sig... alltaf verið að búa til sjálfsréttlætingarhátíðir í stað þess að leyfa hinum trúuðu að eiga sínar helgistundir í því umhverfi sem hæfir best. 

Líklega verður engin breyting á í nánustu framtíð!


mbl.is Dalai Lama í Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stokkhólmur kvaddur... pílagrímsferð til Miklagarðs

Tek mér bloggfrí í um vikutíma. Er á leið í kúltúrpílagrímsferð til Miklagarðs (eða Konstantínópel, Býzans eða Istanbúl - þið ráðið hvað þið kallið borgina).  Kveð því Stokkhólm í bili með þessari ljósmynd tekinni ofan úr klukkuturni dómkirkjunnar í Stokkhólmi. Útsýnið er yfir Gamla stan til suðurs yfir Slussen og yfir til Södermalm.  :)  

DSCF2292

Klikkið á myndina til að stækka  :)


Predikun 3. sd. e. páska

Prédikun flutt við hámessu í Sankt Jakobskirkju í Stokkhólmi sunnudaginn 26. apríl 2009, eða skv. kirkjudagatali Sænsku kirkjunnar 3. sunnudag eftir páska (þema: Góði hirðirinn).

DSCF2241

S:t Jacobs kyrka, Jakobskirkjan í Stokkhólmi. Byggð á árunum 1588-1642. Rúmlega 47 metra há upp í turnkross. och rúmlega 47 metra löng. Teiknuð af Hollenska arkitektinum Willem Boy 1580 fyrir Johann III Svíakonung. Breytt frá því að vera krosskirkja (grískur kross) í að vera langskipskirkja með basilíkuformi í gotneskum stíl.   Falleg kirkja og undursamlegur vinnustaður. Myndin tekin sunnudaginn 26.04.2009 kl. 16:50. (BGB)

__________________

Textar:  Lexía: Es. 34:11-16; Pistill: 1. Pét. 2:22-25; Salt. 23; Guðspjall: Jóh. 10:1-10.

__________________

Vår herre Jesu Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga andes delaktighet vare med er alla. Amen. 

Har någon sagt till dig: Jag älskar dig? Eller: Jag hatar dig!  Du är Vacker! Eller att någon säger: Fy vad det luktar här (och tittar sedan tillkännagivande runt omkring och genom dig)?  Får du samma dåliga känsla och då någon säger: Har DU tittat i en spegel idag?  Idag vill jag prata om ord. Inte bara vilka ord som helst, utan våra ord. Orden som ger våra tankar vingar, orden som rister så djupt i våra hjärtan, och orden som kan vara så tunga de bara sitter kvar, vare det sig dessa är välkomna eller ej. Vi vet att ord kan vara vassa som en kniv - och de är alltid sagda för agera. Ord är aldrig passiva eller overksamma. Så fort vi har sagt något, får orden vingar och varken ägs eller styrs av oss själva längre.Ord är början till allt.  Detta markeras redan i I. Mosebok, Gamla testamentets första bok, där det berättas hur Gud skapar himmel och jord. Det sägs att jorden var öde och tom. Mot rymdens kaos, kommer Guds röst och han säger ”Varde ljus” och det blev ljus. Endast med ord åstadkommer Gud ordning och reda på kaoset. Endast med sina skaparord. Med ord ger han och tar bort. Gamla testamentets uppfattning av ord är på det sättet; ord har kraft och ord är Guds gåva. Därför skall de användas försiktigt.  Människan fick röst och tal för att lova Gud. Vi har utvecklat oss så att vi kan kommunicera med varandra, visa känslor i ord, förklara, underhålla och berätta. Men ofta lyckas vi dåligt med den här gåvan och vi vanärar den som gav den samtidigt och oss själva. Ibland önskar man sig att man inte hade sagt vissa saker, medan man lyssnar av entusiasm på andras klantiga sätt att uttala sig – och så ler man i smyg. Det är konstigt att människor alltid skall säga vad de tänker, medan de inte tänker på vad de säger. När den danske uppfinnaren Storm P hade blivit hårt kritiserad för något han hade uppfunnit sade han en gång sårad: ”Är det inte särdeles märkligt att med de relativt få ord vi använder till vårt dagliga språk, att vi lyckas säga så mycket dumt och skadande?”  Jag tycker vi kan fundera lite på uppfinnarens ord idag. För några dagar sedan hölls en fredskonferens där de förenta nationerna försökte med dialoger mellan olika nationer, religioner och kulturer at förmedla fred. Jag lyssnade på konferensens första talare. Det var Irans president, Machmoud Ahmadinejads som förklarade sin och många arabers synpunkter på situationen i mellanösten och hur han omöjligen kunde se förbi en krigiskt ”lösning” på osämjan och fiendskapen mellan judar och araber (och deras allierade). Som så ofta förr, användes det stora ord, ord som givetvis kommer inte att underlätta fredsförmedlingen.  Jag tänkte då, vilken förebild, vilken dålig herde! Vilka kommer att följa honom? Vilka är herdarna i Mellanösten? Leder de sina hjordar till förödelse, till giftiga vatten och ökenländer? Jag tänkte på den danska uppfinnarens ord och över oturen som Ahmadinejads hade haft med sitt ordval. Men han är inte den enda som talar på detta viset och misstänksam är jag att han inte heller är den sista!  Efter tv-utsändelsen undrade jag; var det allt med vilja, bestämd vilja försvära FN:s fredförsök och de andras som vill fred och vänskaplig samarbete mellan länder, religioner och kulturer? Folket i mellanösten har haft otur med sina herdar. Det är inte längre frågan om vem började kriga eller vem har dödat, skadat eller kidnappat mest. Vi har kommit över den delen, och det för länge sedan. De som dör i självmordsattentaten eller militära offensiver mot civila dör, tyvärr förgäves. Det är trist, men så är det. Världen har blivit döv, vi lyssnar inte längre. Blir det för mycket offerblod på skärmen när nyhetsutsändelsen är igång, byter man bara kanal. Är man inte snabb nog innan döda kroppar och svårtsårade barn visas på skärmen, hinner man eventuellt säga ”Vad hemskt” men byter sedan till Jay Leno´s Pratshow eller till Simpsons. Tiden för stora hatfulla ord är över. Vare det sig de kommer från en president i Iran, Israel eller Palestina, dövhöres vi mot dessa. Det värsta är att folk slutar bry sig. Hjälten idag är inte den som använder största orden, viftar med största geväret eller dödar flesta, utan den som åstadkommer fred. Hon eller han är god herde!            Ord är början till allt. Ord är bland det dyrbaraste av våra verktyger. Genom moden teknologi kan vi kommunicera på många olika sätt. Men allt bygger på ord och meningar. Ord är därför dyrbara, ord kan vara vassa som en kniv, ord kan uppmuntra och ge hopp, men de är en redskap vi inte får använda hurusom helst. Ord är vår tänkandes verktyg och därför på vårt eget ansvar. Ingen kan ta ansvar för vad jag säger – annan än jag själv. Hur uppfattar vi 23:e psaltarpsalmens ord som börjar Herren är min herde, ingenting skall fattas mig?  För många väcker orden känsla av trygghet, att där är intet att frukta. Orden kan milda obehaglig känsla och ge stöd till den som är ensam. Tänk!  Och de är ”bara” ord. Jag skulle vilja säga till stridsplågade länder i mellanösten, Sri Lanka, Afganistan, Burma, de många stridande länderna i Afrika och länder i vår egen kontinent som lider av osämja och terror: Herren vill vara din herde, ingenting behöver fattas dig!I evangeliets text idag, hör vi där Kristus varnar sina följeslagare och åhörare. Han säger försök inte ta några omvägar, leta inte om lång väg, efter något som räcker att sträcka ut handen efter. Han varnar vid dåtidens och nutidens eklektiska trosuppfattning – där i det mångkulturella samhället det verkar som inte några klara linjer finns, där samtidens moral bestäms av den som har makten varje gång. Med eklektisk trosuppfattning menar jag att det inte går att plocka ihop några ljuvsöta element från alla världsreligioner, ett slags religiöst potpurri och sedan kalla sin gud för Kristus och sig för kristen. Kristus talar i evangeliet till det hellenistiska samhället, ett samhälle som bjöd på mängd olika gudar och halvgudar.  Med sina ord säger han; välj det du vill tro på och verkligen stå för det, du tror på. Han säger: Jag är den gode herden. Den gode herden ger sitt liv för fåren. Jag är den gode herden, och jag känner mina får och de känner mig.  Jag tror och litar på dig, tror du och litar på mig?  Orden framtalas av kärleken för människan, för skapelsen. I evangelietexten understryks det viktiga: Kristen tro är ingen halvtro, den är ingen snabbmat eller eklektisk religiöst potpurri och där finns inte i någon lätthanterad snabbversion med korta genvägar. Det är antingen eller…   Jesu ord bekräftar detta, i Johannesevangeliets 14 kapitel säger Kristus: Ingen kommer till Fadern utom genom mig. På det sättet blir Kristus vägen, sanningen och livet, och vår öppna port till salighet. Jag började här med att försöka att beskriva hur viktiga och svårhanterade ord kan vara. Kristen tro bygger som alla andra större religioner på en helig bok, bok som har berättelser om tron, dens tillkomst och liv. I vår helga bok hittar vi en vägledning hur vi kan lära att känna Gud. Den Herren som är vår herde, som ser till att ingenting skall fattas oss. Han är fredens Gud. Kristen tro är livstro. Allt annat, som predikar strid, motarbetar den, predikar hat och förakt av olika slag, bör uppfattas som främmande röster, och är inte eftersträvansvärt. Vi ber för världen ty världen verkar slavbunden, fylld med oro och sorg. Världen behöver dig Herre, kom, ta all makt på jord! 

Ära åt Gud, Fader och Son och den Helige Ande, nu och alltid och i evigheters evighet.

 


Prestsbakkakirkja á Síðu 150 ára

DSCF2199

Prestsbakkakirkja á Síðu, vígð á sumardaginn fyrsta 1859. Vatnslitamynd eftir Selmu Jónsdóttur, 2000).

Á sumardaginn fyrsta er gamla sóknarkirkjan mín, Prestsbakkakirkja á Síðu 150 ára gömul. Hún er virðuleg trékirkja sem rís fallega yfir Prestsbakkavöll og sést víða að.  Hún tekur rúmlega 200 manns í sæti og er með stærri sóknarkirkjum í dreifbýli. Hún er sérstök fyrir marga hluti og rétt að nefna t.d. að prédikunarstóll er staðsettur framarlega í miðjum kór kirkjunnar, bekkir hennar eru bognir eins og síldarbein og svo á hún nokkra góða gripi, m.a. fallegar altaristöflur, aðra eftir Anker Lund og hina eftir Lucie-Marie Ingemann. Fallegur kaleikur í nýgotneskum stíl er til í kirkjunni og nokkra gamla fallega hökla á kirkjan.  Tvo steinda glugga eftir Leif Breiðfjörð á kirkjan og fallegan skírnarfont eftir Ríkharð Jónsson, sem með myndrænum skírskotunum til sögu staðar og sveitar.

Dýrmætastar eru þó góðar minningar og helgur andinn í kirkjunni sem ég þjónaði sem settur sóknarprestur í yfir eitt ár (2002-2003) og af og till fyrir og eftir það.  Sömuleiðis allt það góða fólk sem þar þjónaði með mér, meðhjálparar, kirkjuverðir, kór og organistar og svo allt það fólk sem kom til kirkjunnar og lét sér hag hennar varða. Það hefði sannarlega verið gaman að fagna með ykkur í Prestsbakkasókn í dag, þar sem ég hef verið á Íslandi undanfarið!

Hamingjuóskir á 150 ára afmæli. Guð geymi þig kirkjan góð og þitt fólk.

I. Kon. 8.

___________________

http://www.michaela-troescher.de/island/prestbakki.html

 


Páskavikan

Lengi hef ég orðið þess misskilnings var að fólk kallar vikuna fyrir páska eða dymbilviku/kyrruviku fyrir páskaviku. Þetta er náttúrulega alrangt. Hið rétta er að vikan eftir páska er sjálf páskavikan.

Síðustu dagar hafa verið allsnúnir. Mikil vinna og ég nær aldrei heima nema fyrir það eitt að ná einhverjum svefni og næringu í mig.  Svona vill þetta vera kringum jól og páska fyrir þá sem starfa í eða fyrir kirkjuna.  Nóg um það!  Ég er annars á leið heim!  Heim til Íslands. Ég hefi ekki verið á Íslandi síðan í október sl.  Þetta er skelfilegt, ég sakna fjölskyldunnar minnar svo mikið. Þetta verður stutt stopp og því harla lítið hægt að hliðra til, enda hverri mínútu ráðstafað og þar af leiðandi lítið svigrúm til breytinga eða afslappelsis. Ég hefði svo sem alveg viljað koma heim til Íslands og bara hvíla mig. Álagið er búið að vera gríðarlegt núna síðustu mánuði og skrokkurinn farinn að segja til sín. Ég er kominn með það sem Svíarnir kalla hälsporre (plantarfasciit á latínu), en það eru særindi í og kringum hælinn og oft ákaflega sársaukafullt að stíga í hælinn. Þetta gerir að allur kroppurinn merkir af því þegar ég reyni að hlífa fætinum og við þetta skekkist allt og álagið verður óvenjulegt á allan búkinn.   Eina sem hægt er að gera er að nota góða mjúka skó og hvíla fótinn. 

Annars eru eins og ég sagði búnar að vera miklar annir og var því kærkomið að skreppa í stutta ferð til Ångermanlands í Norður Svíþjóð núna fyrir páska.  Auðvitað var þetta ekki 100% frí, því ég hafði verið fenginn að skíra barn á laugardeginum fyrir pálmasunnudag. Skírnin fór fram í 14. aldar Anundsjökirkjunni í litla bænum Bredbyn. Þetta var rosalega gaman og fannst mér gaman að ég hefði verið beðinn að annast skírnina.

DSCF2081

Ég utan við Anundsjö kyrka í Bredbyn 04.04.2009, kl. 15:05. Slatti af snjó ennþá kringum kirkjuna, en samt vor í lofti og fuglarnir farnir að skrækja þarna allt um kring í birkitrjánum.

Á skírdag fór ég svo til Stokkhólms aftur og hafði messu um kvöldið. Óskaplega þykir mér lítið koma til þess ósiðar að plokka allt af ölturum kirkna við þessar svokölluðu Getsemane stundir.  Ég sé ekki tilganginn. Búa til leikrit um eitthvað sem mér finnst ógrundað guðfræðilega. Eitt er að fækka hlutum á yfirfylltum ölturum kirkna, en að berstrípa þau, gef ég ekkert fyrir.

Nóg um það. Á föstudaginn langa vann ég svo aftur um eftirmiðdaginn. Þetta var stysti föstudagurinn langi sem ég hef upplifað. Mikið var af fólki og dagurinn varð alls ekki eins langur og hann á vana til að verða. Á laugardag vann ég svo frá níu að morgni til tvö að nóttu. Miðnæturmessa var í kirkjunni.  Að hafa miðnæturmessu er ekki síður en Getsemanestundin hálfþunnur þrettándi.  Ég tel guðfræðilegra sterkara að hinkra til morguns, eða þar til sólin rís í austri, en að taka út gleðina í svarta myrkri.  Á páskadaginn var ég svo enn á ný mættur í kirkjuna klukkan níu og vann til klukkan sex. Í dag, á annan dag páska var ég svo þreyttur að ég hálfsofnaði í kirkjunni. Það er gott að vera kominn heim núna, geta slappað af og hugsað til Íslandsferðarinnar, pabba og mömmu, systkina minna, barnanna minna og fjölskyldna sem ég kem til með að hitta. Þetta er næstum því sælutilfinning.  :)    Sannarlega í takt við enduróm páskanna!  :)

Þetta verða góðir dagar og notalegir.  Gaman að geta glaðst og hlakkað til einhvers svo fíns sem endurfunda við fjölskyldu og vini.   Best að slengja sér í bælið - maður er hálf dasaður!  Góða nótt heimur, nattí nattí!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband