Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hættum að nota íslensku krónuna - námslán verða að engu á leiðinni milli landa

Það er þetta hérna með krónuna. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég megi fá greitt í vörum, en ekki peningum þegar ég fæ námslánin mín?  Íslenska krónan er gersamlega að verða einskis virði. Það er skelfilegt að sjá hvernig námslánin mín verða að engu bara við það að flytja peningana frá íslenska bankareikningnum mínum yfir á þann sænska. Þetta er skelfilegt. Nýhækkuð þjónustugjöld "Kaupthing bank" eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Hversvegna er verið að blóðmjólka okkur námsmenn með þjónustugjöldum. Eru bankarnir ekki bara ánægðir að hafa pengingana okkar liggjandi þarna hjá sér?  

Ég skil ekki Íslendinga lengur.  Er öllum sama?  Eru Íslendingar bara svona vanir að vera barðir að okkur fer að þykja barsmíðarnar góðar og þægilegar?  

 NEI - þetta er illur leikur!  Ég VONA að einhver fari nú að gera eitthvað í þessu heima á Íslandi.


mbl.is Krónan veikist um 2,21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlegið að Íslandi erlendis

Ég hélt heim glaður í bragði úr vinnunni í gær. Hafði fengið góðar fréttir og fannst miklu fargi af mér létt. Svo til að fagna, fékk ég mér ís. Svíar, elska að standa í röðum. Standi einhver einstaklingur kyrr, má við því búast að snarlega sé kominn einhver kyrrstæður fyrir aftan þennan einstakling og áður en varir, er komin röð. Enginn veit af hverju, en fólk hér er ekki haldið raðarfælni eins og á Íslandi. 

Nú nú í röðina við ísbarinn var ég kominn og um leið einhver aftan við mig. Á tali þess einstaklings fannst mér Ísland verða afskaplega kjánalegt. Maður sér landið og það sem gerist þar í allt öðru ljósi en þegar maður er á staðnum.  Hvernig þessi jakkafataklæddi bissnissmaður með svörtu Prada leðurtöskuna sína og milljónkróna úrið sitt talaði um málin á Íslandi var upplýsandi, þótt orðin hans vektu skrýtnar tilfinningar. Mér fannst ég sem Íslendingur ekki niðurlægður, heldur var skrýtið að heyra einhvern sænskumælandi, sem nýlega var kominn frá Íslandi tala svo fjálglega og af slíkri innlifun um efnahags og stjórnmálaástandið á Íslandi.

Hann hló mikið þegar hann talaði um borgarstjórnarfarsann í Reykjavík. Varla gat haldið á símanum fyrir hláturkviðunum. Hann sagði að Ísland hefði yfirborðskendustu fjármálastefnu heims. Sagði að greinilega væru Íslendingar stærstu Monopol-leikendur heims, eða að þeir væru svo auðblekktir að það væri ekki satt!

Brosti út í annað. Hvað getur maður annað þegar maður heyrir "stuttu útgáfuna" af "brandaranum um Ísland".


Kjötskandall - gamalt kjöt í stað nýs

Svíar hafa fengið að kenna á því hvað getur gerst þegar ein verslunarkeðja verður of stór, valdamikil á markaðinum og siðlaus.

Fyrir jólin 2007, kom í ljós að í fjölda verslana ICA í Svíþjóð hafði gömlu kjöti, sem runnið var út skv. síðasta neysludegi, endurpakkað og sett fram í verslanir á ný.  Þetta gerðist aftur og aftur, jafnvel þótt ICA hefði haldið rekistefnu um þetta og rætt opinberlega um að þetta náttúrulega gengi ekki. Einhverjum var til og með gefið rauða spjaldið og skipt var út kaupfélagsstjórum í einstaka verslunum. En allt kom þó fyrir ekki. Gamalt kjöt fór að skríða fram í hyllurnar og enginn tók á sig ábyrgð fyrir einu eða  neinu.  Nú velti ég því fyrir mér hvort þetta gæti verið upp á teningnum í verslunum á Íslandi. 

Núna hefur verið ákveðið af yfirvöldum að eftir að gamalt kjöt hefur sannanlega verið sett fram í verslanir hér í Svíþjóð, megi taka verslunarleyfið af viðkomandi verslun.  BRAVÓ!  Nóg að þurfa borga hátt verð fyrir matvöru en að drepast ekki úr einhverri eitrun af því líka að eta vöruna.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=767531


C

Gratúlerar  :)


mbl.is Tvær íslenskar konur fagna aldarafmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðislegt gjaldþrot

Það tíðkast enn í dag í mörgum löndum, að taka fólk af lífi sem dómskerfislega lausn á óhugnalegri brotaflokkum hegningarlaganna. Það tíðkast jafnvel á Vestulöndum og meðal helstu viðskiptalanda okkar Íslendinga. Af hverju er fólk dæmt til dauða?  Ég ætla ekki að fara út í sögulegar skýringar af einu eða neinu tagi, enda nægir ekki bloggrýmið til þess. Heldur langar mig að velta því svolítið fyrir mér hvaða réttlæti er náð fram með aftöku.  Það er vitað og sannað að oft hefur saklaust fólk verið tekið af lífi. Í Bandaríkjunum er heimilt að taka t.d. vangefna og geðsjúka af lífi. Fólk sem vegna fötlunar eða greindarskorts hefur hafnað utan við samfélagið og orðið öðrum að skaða eða leitt till dauða annara.  Saklaust fólk hefur oft verið tekið af lífi og hinn seki þar með sloppið. Líf er ekki aftukræft. Dómsmorð hafa verið svo tíð í Bandaríkjunum að fólk hefur tekið að efast um dómskerfið. Góður veltalandi og rökfastur lögmaður getur svo afsannað sekt síns skjólstæðings að jafnvel annar verður settur í grjótið og gálgann í stað þess sem í raun er sekur. Kviðdómendur eru ekki sérfræðingar í dómsvenjum og aðferðafræði dómskerfisins - og oft er hægt að blekkja, leiða og blinda þessa völdu fulltrúa samfélagsins svo að sekir einstaklingar sleppa við sekt og oft rangir saklausir einstaklingar lenda inni í þeirra stað. 

Að taka einhvern af lífi, og þá skiptir engu máli hvað hann hefur brotið af sér, er skelfilegt. Hvaða samfélag er svo tílfinningalaust, kærleikslaust, siðferðislaust að vilja bæta fyrir dauða með annars lífi. Slíkur hugsunarháttur snýst um hatur. Hatur er slæmt. Hatur er afskaplega lágt skrifað á siðferðislistanum í siðferðisþjóuðum ríkjum. Ég vil meina að aftaka sé afleiðing haturs og afskaplega tilfinningalega brenglaðs hugsunarháttar.  Vilji maður refsa fyrir brot, er ekki besta leiðin að drepa. Er ekki betra að manneskjan sem brotið framdi fái að sitja inni, læra af mistökunum, sjá fyrir sér hvað gerðist og hvernig hlutir hefðu getað orðið öðruvísi hefði hann ekki gert það sem hann gerði. Við bætum ekki fyrir morð með morði. Við erum ekki steinaldarmenn. Lög Hammúarbís frá því um 1760 f.Kr. eru dæmi um þetta. "Auga fyrir auga, tön fyrir tönn".   Þessi tími er liðinn. Við verðum að trúa að við höfum komist lengra í siðferðislegu tilliti. Manneskjan er söm við sig. Hún kemur að brjóta samfélagsreglur og skaða hvora aðra, en viðmið samfélagsins eru ekki þau sem voru í gildi hja Hammúrabí í Babýlóníu forðum. I dag virðum við manngildið.  Með því að myrða fólk með hengingum, rafmagni eða eitri rýrum við manngildi þess sem drepinn - þar sem við erum ekkert betri. 

Við tökum fólk af lífi (og virðum ekki rétt þess að lífa sem brotið framdi) = líf þess sem myrtur var verður minna virði.

Við tökum fólk ekki af lífi (og sýnum að líf er mikils virði jafnvel brotamannsins) = Líf þess sem myrtur var er mikils virði.

Hættum aftökum!


mbl.is Maður tekinn af lífi í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían mín datt í sundur

Já, biblían mín datt í sundur núna í morgun. Ég er búinn að reyna tjasla henni saman, en hér er annað hvort þörf á nýju bandi um lúna bókina eða kraftaverki.

Ég keypti þessar biblíu sumarið 1991. Síðan hefur hún fylgt mér æ síðan. Bandið greinilega var mjög lélegt, því ég hef einatt gætt að því að fara vel með bókina. Manni finnst að bandið ætti að halda 17 ár, en svo var ekki.  

Núna er ég sem sagt, biblíulaus. Sænska biblían mín er svo illa þýdd að ég forðast að nota hana.  :(

Málið er að ég vil ekki, eftir að hafa kynnt mér nýju bibíuþýðinguna, fá mér nýju biblíuna sem kom út núna nýlega enda sú þýðing hálfdrættingur þeirrar sænsku sem þó er vart nothæf. 


Ellilífeyrisþegar - stofni stjórnmálaflokk

Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir vesturlanda eru að eldast. Þetta segir tölfræðin. Færri börn fæðast og við lifum lengur.  Sá hópur sem gengur að kjörborði er þar með að eldast. Áhrif eldri borgara \ gamla fólksins er ekki að sama skapi að aukast.  Hvers vegna? 

Það sem mig langar að segja með þessum fáu orðum mínum í dag er að ég hvet og skora á fólk 60 ára og eldra að stofna stjórnmálaflokk.  Þetta yrði pólitískt breiður flokkur allt frá hárauða vinstri litarins til dökkbláa hægri litarins. Fólk sem er að detta inn á eftirlaunaaldur á að hafa samfélagsleg áhrif í samræmi við reynslu sína, framlag og fjölda.  Það er bara svo!

Ég sakna radda fullorðna fólksins í samfélagsumræðunni. Hvar eruði?   Lát heyra í ykkur. Látið ekki reynslulitla pabbastráka og buxnastelpur ákveða fyrir ykkur. Ákveðið sjálf. Hættið ekki að byggja samfélag þegar eftirlaunaumslagið berst fyrsta daginn með lágkúrulegu eftirlaununum ykkar.  Pouty

Gaman væri að sjá þetta afl við næstu kosningar rúlla upp atvinnustjórmálamönnunum.


Ást

Om mig...

Att älska är allas realitet

- att bli älskat är allas dröm


Att älska är att vara rädd om
- att älska är att skydda

Att älska är att vara blind på sig själv
- att älska är att se vad man vill se

Att älska gör mig inte alltid till bästa domaren
- att älska sätter mig ganska ofta på domarplatsen

Att älska är att känna sig levande
- att älska gör oss sårbar


Bregðu bara fæti fyrir náunga þinn, það er allt í lagi, hann getur hvort eð er ekki slegið til baka

Á einum stað í Jóhannesarguðspjalli standa þessi nú sönnuðu orð sem vakið hafa ónot, kvíða, flökurleika og hræðslu innra með mér. Því oftar ég les þau, þeim mun sannari upplifi ég þau og sorgin brýst fram. Þessi orð eru hluti guðspjallstexta 6. sunnudags eftir páska:

Þeir munu gera yður samkunduræka. Já, sú stund kemur, að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gjöra, af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig.  [Jóh. 16:2-3]

Fyrst setur mig orðlausan. Ég stari á orðin og er að velta því fyrir mér, hvernig í ósköpunum getur nokkur orðað tilfinningar, reynslu og ótta með þvílíku innsæi. Það liggur við að maður líti umhverfis sig og sjái til hvort einhver sé að kíkja, hvort einhver sé að fylgjast með. Besservisserar heimsins virðast alltaf vera syndlausastir, hróðugir yfir afburðum sínum, lærdómi og samfélagsstöðu. Hinsvegar gerir blinda þeirra þeim ókleyft að sjá neitt í myrkri síns heims, myrkri tilfinningalegs doða og skorts á tilfinningu fyrir hinu mannlega. Orðum guðspjallsins er snúið til þeirra sem eiga að leiða, þeirra sem hafa komið sér í efstu þrep samfélagsins, hin efstu þrep hins andlega og siðprúða mælikvarða. Blindan sem þessir aðilar líða af gerir þá að sorglegum merkisberum hins göfugasta, hryggðarmerkjum hins upplýstasta og hræddum og ráðalausum fulltrúum hinnar dýpstu visku.

Hvað er að?  Já, hvað segir guðspjallið? Orð þess eru skír og lifandi og án alls vafa. Þau eru í senn áminning, aðvörum og hróp á viðbrögð.  Hver reisir fallna reyrinn? Hver beygir sig og annast hinn minnimáttar?  Hver á skilyrðislausan kærleika og fer ekki í manngreinarálit?  Hver getur fyrirgefið? 

Sá sem ekki á fyrirgefningu í hjarta sínu, umburðarlyndi og skilyrðislausan kærleika. Þann sem skortir trú á hið góða og er langrækinn, hatar og er fullur ótta - hann hvorki þekkir Guð eða óttast hann. Sú manneskja, hversu háttupphafinn hún er ekki Guðs, hún hefur dæmt sig út í ystu myrkur óvinarins og er ætluð þarvist um allan aldur. Iðrun, fyrirgefning, óttaleysi og kærleiki er hinsvegar gjafir Drottins, gjafir sem gefa djörfung og elsku á því sem er gott.

Bregðum ekki fæti fyrir bróður eða systur sem haltrar, bara vegna þess að það er svo létt að fella þann einstaklinginn. Styðjum heldur og liðsinnum.


Flottur forsetabíll

Mér finnst mikill sómi af þessum "nýja" forsetabíl og að herra Ólafur Ragnar forseti skuli hafa fengið hann til afnota á embættisvegum.  Þetta er fjarska fínn bíll og glæsilegur. Synd að gamli bíllin frá Roosevelt forseta Bandaríkjanna komst aldrei til landsins, en þessi bíll er ekki síður glæsilegur. Þjóðhöfðingjar Dana og Svía notast, svo að mér sé kunnugt, við svona gamla virðulega kerrur Rollsar í Danmörku og svo gamlir þýskir og bandarískir bílar hérna í Svíþjóð.  Það er stíll yfir þessu!

Vonandi fáum við að sjá þennan bíl í notkun af og til.  En eins og ég segi: Það er sómi að þessu. Krónum er fleygt í svo mikla þarfaleysu af stjórnvöldum, að ég held að kostnaður við endurbyggingu bílsins sé smámunir og þar að auki vel varið. Bravó!

 


mbl.is Fyrsti forsetabíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband