Færsluflokkur: Bloggar
8.8.2008 | 19:28
08.08.08
Ég vaknaði klukkan 08:08 í morgun. Veit ekki af hverju, því klukkan var stillt á 08:00. Ég hugsaði að þetta væri bara eitthvert djók. Í dag er "Stokkhólmsdagurinn". Svíar nota ennþá svæðisnúmer í símkerfinu sínu og svæðisnúmerið hér í Stokkhólmi er 08. Dagsetningin var því valin sem sérstakur einnarhátíðar veisludagur bara til að skemmta sér! Hvaða aðra ástæðu þarf maður: Ég semsagt vaknaði klukkan 08:08 þann 08.08.'08 og í dag er 08-dagurinn. Klikkun!
Ég var að vinna í kirkjunni í dag. Ég sá um hina svokölluðu vísmessu sem er stutt messa með nútímalegu tónlagi eftir nótum Per Harling. Þetta var skemmtilegt og þónokkuð margir leiddu leið sína í Jakobskirkjuna. Þetta var skemmtileg og gefandi stund og fjarska gaman að sjá að margir höfðu komið um langan veg. Eftir messuna hafði einn af fastagestunum sett fram kanelsnúða á disk og ég hafði sett fram kaffi áður en messan hófst. Allir voru svo áhugasamir um ferðina til Barcelona og vildu heyra allt um ferðina. Sama gilti um fastagestina á orgeltónleikana núna í dag. Að ég hafði farið í stutta ferð virtist vera á allra viti. Þetta var notalegt og í dag hafa tveir prestskollegar hér í Stokkhólmi hringt og einn komið við í kirkjunni bara til að heyra hvort ég hefði ekki haft það fínt í útlöndum Velti því fyrir mér hvort svona hefði nú gerst á öðrum stöðum hmmm...
Varð svo enn glaðari þegar ég frétti að dómprófasturinn minn hann Åke Bonnier væri farinn að blogga. Mér fannst þetta alveg þrælgóð hugmynd hjá honum. Auðvitað mun hann fá ýmisviðbrögð við því sem hann skrifar, bæði góð og minna góð, en mér finnst hann hugrakkur! Bravó Åke!
Nú er ég eiginlega bara þreyttur. Búinn að vera vinna síðan klukkan hálf tíu í morgun, búinn að hafa eina vísmessu í kirkjunni, vinna sem vaktis, versla, baða og núna langar mig bara slappa af. Líklega les lítið eitt í Jobsbók og kíki svo á sjónvarpið. Læt þetta nægja í bili. Bless!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)