Færsluflokkur: Bækur

Lessing leið

Doris Lessing fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum nú í desember síðastliðnum. Lengi ver vitað að gengið hafði verið hjá henni og oft til að geta deilt út verðlaununum á það sem Svíarnir kalla "politiskt korrekt sätt" eða samkvæmt öllum reglum um jafnræði og jafna dreifingu. Jæja, núna er Doris bitur heima í sínum slitna sófa. Blekið hefur gengið til þurrðar í pennanum og andagiftin hefur yfirgefið hana. Hún segir það ekki með beinum orðum, en telur það í raun vera "fjandans óheppni" (eins og fréttakonan nefnir það) að hafa fengið svona seint þessi, af flestum, eftirsóttu verðlaun. Gamla 88 ára Doris Lessing vill meina að öll fjölmiðlaumfjöllunin kringum verðlaunin hafi orðið til þess að geta hennar til að skrifa hafi horfið.

Líklega verður það bara gin í tónik sem fyllir hönd hennar í framtíðinni, í stað pennans.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=768835


Biblían mín datt í sundur

Já, biblían mín datt í sundur núna í morgun. Ég er búinn að reyna tjasla henni saman, en hér er annað hvort þörf á nýju bandi um lúna bókina eða kraftaverki.

Ég keypti þessar biblíu sumarið 1991. Síðan hefur hún fylgt mér æ síðan. Bandið greinilega var mjög lélegt, því ég hef einatt gætt að því að fara vel með bókina. Manni finnst að bandið ætti að halda 17 ár, en svo var ekki.  

Núna er ég sem sagt, biblíulaus. Sænska biblían mín er svo illa þýdd að ég forðast að nota hana.  :(

Málið er að ég vil ekki, eftir að hafa kynnt mér nýju bibíuþýðinguna, fá mér nýju biblíuna sem kom út núna nýlega enda sú þýðing hálfdrættingur þeirrar sænsku sem þó er vart nothæf. 


Ex libris 1

Att se och tänka med ritual - Kontraktrerande ritualer i de isländska släktsagorna (2005)

Áhugaverð bók fyrir þá sem eru áhugasamir um samfélagbundnar siðvenjur. Hér fjallar höfundur dr. Peter Habbe (f. 1964) sem starfar sem menntaskólakennari á sérlega greinargóðan og upplýsandi máta um hefðarhelgaðar siðvenjur svo sem þær hafa birst honum í gegnum fornsögur Íslendinga. Hann dregur fram fjölmörg dæmi um hvernig við getum þekkt þessar siðvenjur sögualdar og hvernig við í dag sjáum leifar þessara í útþynntu atferlismunstri dagsins í dag ár 2008. Skemmtilegt er að sjá hvernig hann tengir trúarstef í túlkun sína á þessu formi samningagerðar, þakkargjörðar, vináttuvísis, fóstbræðralags, gjafahefðar sem og kurteisi. Hin júridíska hlið þessara hefðarhelguðu siða tengir hann sögnum fornaldar, upphafi þjóðarinnar og svo hinum gömlu fjölskyldusögum íslendingasagnanna. Rit Peters Habbe ( 2005: ISBN 91-89116-79-8 ) er hluti af bókaflokknum Vägar till Midgård og telst vera 7. rit þess flokks. Áhugaverð bók fyrir fróðleiksfúsa um fornaldarsiðu og samningagerð. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband