Færsluflokkur: Trúmál

Páskar aD MMIX

 

 

GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ

_____________________

 

KRISTUR ER UPPRISINN!

KRISTUR ER SANNARLEGA UPPRISINN!


Vakna, Síons vörður kallar!

Þjóðkirkjan, stærsta kirkjudeild á Íslandi er að tapa meðlimum svo að það bara æpir á mann. Eru Íslendingar búnir að finna eitthvað betra eða eru þeir ekki eins andlegir og sækja ekki eins í þekkinguna um Guð og áður?   Af hverju flýr fólkið Þjóðkirkjuna?  "Biðjandi, boðandi, þjónandi" eru einkunnarorð Þjóðkirkjunnar í "lógói" hennar.  Hvað getum við gert til að bæta, laga og boða?   Tölfræðin talar fyrir sig sjálfa (tilv. Hagstofa Íslands):

Ár

Mannfjöldi alls á ÍslandiFjölgunSkráðir meðlimir ÞjóðkirkjunnarBreyting milli ára (einstaklingar)
1994265.064 244.925-397
1995266.978 245.049-653
1996267.958 244.060-2.237
1997269.874 244.684-912
1998272.381 246.012-617
1999275.712 247.245-882
2000279.049 248.411-931
2001283.361 249.256-765
2002286.575 249.456-686
2003288.471 250.051-843
2004290.570 250.661-953
2005293.577 251.728-851
2006299.891 252.234-1.212
2007307.672 252.461-1.484
2008313.376 252.948-1.230

Þetta vekur vissulega spurningar um hvar við getum bætt okkur.  Ég tel að eitthvað liggi að baki þessari tölfræði sem taka ber alvarlega.  


mbl.is Ekki sjálfgefið að trúin sé meðfædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóstureyðingar

Það er skrýtið hvað við einatt reynum að gera okkar skoðanir að annara.  Lífsýn og veraldarsýn okkar er að því leyti þröngt afmörkuð að við leyfum ekki skoðunum annarra og þeirra sýn á hluti að fá maklega umfjöllun, heldur rífum niður og skömmumst.

Í téðu tilfelli ungu stúlkunnar í Brazilíu, sem níu ára gömul varð fyrir því að vera nauðgað, verða barnshafandi eftir það og síðan að hafna upp á kant við rómversk katólsku kirkjuna. Nú hafa læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðingu að ósk fjölskyldu stúlkunnar (og hennar sjálfrar sjálfsagt) fengið yfir sig heiftúðuga kirkjuna.

Af hverju, getur maður spurt sig, gat ekki katólska kirkjan bara gert eins og þjóðkirkjan; staðið hjá aðgerðalaus og hlúð að sárum?  Sannarlega hefði það vera farsælast fyrir alla, en einföld eru bara ekki málin. Lífsvirðing rómversk katólsku kirkjunnar er "yfirgripsmeiri" en okkar. Til að forðast misskilning, virðum við ekki lífið minna en katólsk systkin okkar. Fréttin fjallar um lífssýn, og hvernig trú og lífssýn saman með beitingu trúarlegs valds getur lent í árekstri með því sem við í okkar afhelgaða heimi teljum rétt og algilt.

Þeir sem fylgja rómversk katólsku kirkjunni og trúarsetningum hennar, gangast undir vissan kirkjuaga og taka inn vissa sýn á lífsgildi. Vernd lífs er ein þeirra ásteytingarsteina sem við "lúteranar" og trúlausir kjósum ekki að velta svo mikið fyrir okkur.  Fóstureyðingar á Íslandi samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu eru skuggalega margar. Margar konur hafa farið í margar fóstureyðingar á lífsleiðinni. Hefur möguleikinn til fóstureyðingar verið misnotaður og hefur dregið úr ábyrgu kynlífi?  Er fóstureyðing notuð af mörgum sem síðbúin getnaðarvörn? Af því að dæma hve margar konur fara og láta eyða fóstri í þriðja, fjórða og fimmta sinn má styðja þá hugsun með einhverjum rökum.

Við tölum hálf niðrandi um faststefnu rómversk katólsku kirkjunnar í fóstureyðingarmálum. Að fara bil beggja væri kannski ekki svo óvitlaust. Auka virðingu fyrir lífi, því lífi sem er lifað (móðirin) og því lífi sem getur mögulega fengist lifað (barnið).  Þetta eru erfiðar ákvarðanir í mörgum tilfellum og íblöndun trúarhreyfinga og hópa ekki til að gera málið minna flókið.  En lífsgildin, siðfræðin, leikreglur lífs og lífsvirðingar eru margar afsprengi trúarinnar.  Kristin trú er lífstrú. Því ber að fara varlega og með mikill íhugun þegar svo djúpstæðar spurningar vakna s.s. um líf, varðveislu og viðgang lífs.  Enginn einn hefur rétt, enginn hefur rangt. Lífið er hið jákvæða í veröldinni, gneisti vonar og kærleika. Öllu lífi fylgir ábyrgð og sú ábyrgð er vandmeðfarin.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hjónavígslurétt kirkjunnar

Biskop_Overselo

Stórmerkur tímamótafundur var haldinn á biskupafundi Sænsku kirkjunnar nú á dögunum. Duglegir guðfræðingar og réttsýnir hirðar sýndu að kirkjan í Svíþjóð sækir fram inn í 21. öldina full af lífi og áræðni, en umfram allt sem lifandi þátttakandi í lífi því sem henni var ætlaður staður í; í framvarðasveit hinna góðu verka.  Kirkjan viðurkenndi líka að henni eru sett ýmis mörk af ýmsum toga.

Allbeinskeyttar umræður höfðu átt sér stað á téðum biskupafundi þar sem allir 13 sitjandi biskupar Sænsku kirkjunnar sátu ásamt erkibiskupi.  Eftir fundinn ákváðu 9 af 13 biskupum kirkjunnar að óska eftir því við Riksdagen (sænska þingið) og við Kyrkomötet (Kirkjuþing Sænsku kirkjunnar) að gengið verði við því að hjónavígsluréttur sá sem kirkjan hafi verði frá henni tekinn. Þetta sé farsælast og til þess fallið að prestar þurfi ekki að "neyðast" til að gefa saman samkynhneigð pör - gegn sannfæringu sinni.  Þannig verði allir sænskir borgara og þeir sem vilja láta gefa sig saman í "hjónaband" eða "vígða sambúð" að fara fyrst til borgaralegra yfirvalda, skrá sig þar og síðan - ef vilji er fyrir hendi að finna sér kirkju og prest þar sem þau/þær/þeir geti svo "gengið í það heilaga" frammi fyrir augliti Guðs. 

Þetta er sögulegt því í þessari beiðni 9 biskupa kirkjunnar er farið fram á staðfestingu þess sem í raun er frá upphafi aðeins "júrdídísk gjörning" þ.e.a.s. lögformlegur gjörningur. Hjónabandið er ekki heilög stofnun nema í augum þeirra sem vilja fá blessun kirkjunnar. Þeir sem kjósa að "gifta sig" borgaralega þurfa það með ekki að taka þátt í þeirri hugmyndafræði sem kirkjuleg siðfræði og guðfræði umvefur sína athöfn.

Frumkvæði biskupanna níu og tillaga þeirra hefur gersamlega keyrt þvert á kirkjuþingið sænska og afvopnað það. Kirkjuþingið hefur með máttleysi og seinagangi sýnt að það hefur ekki burði til að bregðast við knýjandi málum líðandi stundar. Kirkjan tapar fólki í stórum stíl. Fólki finnst kirkjan vera máttlaus og ekki hafa skýra stefnu.  Að 9 biskupar á biskupafundinum tækju af skarið og segðu segir mikið um stöðu kirkjunnar og þjóðkirkna nágrannalandanna. Sinnuleysi, hægagangur, þekkingarleysi á hreyfingu samfélagsins og þörf fólks í æ afhelgaðra samfélagi er að gera út af við kirkjur norðurlanda.  Útspil biskupa Sænsku kirkjunnar var því viturlegt og tímabært. Viðbrögð kirkjunnar fólks og þeirra sem hafa sagt sig úr kirkjunni hafa verið almennt jákvæði.

Hjónabandið er EKKI kirkjuleg stofnum. Fjölskyldan er heldur ekki kirkjuleg stofnun. Kirkjan og trúin mælir með stofnun hjónabands og þess ramma sem hjónabandið setur sambandi tveggja einstaklinga og síðar í mörgum tilfellum ef börn fara að koma.  Það er æskilegt að börn njóti nærveru foreldra. Af þeim læra þau og eiga að njóta þess besta sem einstaklingar eiga og vilja gefa barni/börnum sínum.  Það er því eðlilegt að kirkjan vilji helga og biðja fyrir bandi tveggja einstaklinga. Þegar kirkjan getur ekki einast um allar fjölskyldugerðir er ljóst að kirkjan styður misrétti og sundrungu. Þá er best að halda að sér höndum og gefa frá sér sjálftekið vald. Kirkjan verður þar með ekki eins tengd ríkisvaldinu (sem sá aðili sem útfærir "embættisverk" fyrir ríkið). Aukið frelsi kirkjunnar er því til góðs fyrir alla viðkomandi. Líka þá sem ekki leita til hennar.

 

 

Eftir það sem nefnt hefur verið spunnust þar saman í meirihlutaákvörðun 9 biskupa Á stórmerkum tímamótafundi biskupa Sænsku kirkjunnar ákváðu 9 af 13 biskupum


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband