Færsluflokkur: Lífstíll

Hvar eru gömlu góðu bankastjórarnir?

Nú eru dagar jakkafatapabbastrákaklúbbsins liðnir. Fólkið vill reynda menn, annað hvort okkar gömlu bankastjóra sem stjórna gátu bönkunum áður fyrr eða hreinlega fá inn erlenda aðstoð.  Ég hallast að því síðarnefnda.  Hvers vegna ekki að sækja eftir erlendum ráðgjöfum og láta þá koma bankakerfinu og þjóðarskútunni á réttan kjöl? 


mbl.is Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkamsræktarkort og strætókort

Í gær var fjárfest í líkamsræktarkorti. Já, ég valdi Vasa-Gym sem stendur við Kungstensgötuna hérna í borg. Ég og Mikki fórum þangað og skoðuðum staðinn. VIð vorum búinir að ákveða að það væri ef til vill kominn tími til að fara æfa og halda sér í formi. Ég æfði allt síðasta ár og gerði það gæfumunin hvað varðar bakið mitt.  Ég hef fengið brjósklos fjórum sinnum hérna úti og svo er alltaf eitthvað vesen með skrokkinn, svo til að forðast þessa óvelkomnu daga þá er maður liggur með brjósklos og getur ekki hreyft sig, er lausnin að styrkja vöðvamassan allt umhverfis hrygginn. Þetta gaf góða raun, fyrsta árið sem ég fæ ekki í bakið. Svo núna hef ég fjárfest í líkamsræktarkorti. Gymmið var snyrtilegt og afskaplega vel tækjum búið. Hreinlæti og snyrtimennska er eitthvað sem ég met mikils. 

Síðan var keypt strætókort/neðanjarðarlestarkort og kostaði það tæplega átta þúsund ísl.kr. Gymkortið kostaði mig sömuleiðis rúmlega átta þúsund ísl.kr. svo þetta voru svolítið útgjöld, en gáfuleg.  :) Eftir að ég byrjaði að vinna meira í kirkjunni og eftir að hafa setið í prófalestri hef ég fundið til aukinna verkja í baki, svo þetta var það eina að gera í stöðunni. Ég vil ekki enda sem Ketogan/Alvedonetandi félagsböggull á samfélaginu. Ef maður getur með því að æfa í gymmi, ætti valdið ekki að vera svo flókið. Ég vel að styrkja mig og sleppa við læknadópið áður en þeir ná að bjóða mér það!  Hef það á tilfinningunni að ég hafi gert góða hluti í gær. Í dag fer ég svo niður í gymmið og æfi. Geri ráð fyrir að fara 4 sinnum í viku, minnst.

Jæja, best að fara skoða textana sem ég á að skrifa hugleiðingu út frá, því að í dag verður það skemmtilega magnaður texti: I.Pét. 5:8-11   Texti sem hefur mér alltaf verið kær og ég lærði að meta gegnum tíðasönginn í Skálholti. 


½ hundaeigandi

Nú getur maður orðið svokallaður "hálfhundaeigandi"!  Já, fyrirtæki sem heitir Flexpetz hefur byrjað að leigja út hunda og önnu dýr til fólks sem hefur ekki tíma fyrir dýr 24/7. Nú geta til dæmis þrír aðilar deilt með sér einum hundi, sem þegar hans er ekki óskað getur síðan búið á hundaheimili. Áskrift fyrir hund á ári er um 6 000 kr. Síðan bætist við svipuð summa fyrir hvern "notaðan" mánuð.

Heyrst hefur verið að dýraverndurnarfélög hafi látið heyra í sér vegna þessarar þjónustu.


Engir taðskegglingar þessir

Sat og var að lesa Dagens nyheter hérna á vefnum og rakst á þessa stuttu frétt um keppni sem haldin var í Þýskalandi. Keppning var haldin í litla bænum Eging am See og var þetta undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina sjálfa sem varður 2009. Jú einhvern tíma þarf jú til að láta sér vaxa grön. Hérna er það ekki, ótrúlegt en satt, magnið sem skiptir máli, heldur útlit, listfengi og frumlegasta hugmyndin.  Skemmtileg keppni með miklu skeggvaxi og mörgum greiðum á lofti. Hérna eru það bara karlarnir sjálfir sem sjá um að skapa þetta frá kinn till síðustu strokna í vaxíbúrðinum.

Njótið meðan varir!

Flott skegg

citat: http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=554&a=762494


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband