Færsluflokkur: Íþróttir
9.12.2016 | 20:47
Skjóttu þig í fótinn og láttu þér blæða út!
Það var soldið sorglegt að núna þegar ég var á Íslandi síðast og ákvað að skreppa í sund, að ég uppgvötvaði að verð á stökum miða í sund hafði farið upp úr öllu valdi í verði. Það er ljóst að margir Íslendingar sem búsettir eru í Reykjavík kaupa sér dýr sundkort - en því má ekki gleyma að þeir/þær eru margar sem hafa ekkert með svona kort að gera.
Að ferðast um Ísland, njóta þjónustu veitingastaða, leigja bíl, gista á hótelum, kaupa þjónustu af ýmsu tagi er skammarlega dýrt þegar litið er til annarra landa. Ég ferðast talsvert. Ferðist til 10 landa á árinu sem er að líða 2016. Ekkert þessara landa, EKKERT gat státað af þvílíkri gróðahyggju og augsýnilegri græðgi eins og Ísland. Íslendingar eru ekki að bjóða upp á betri þjónustu eða neitt sérstakt yfir aðrar þjóðir. Það eina sem við getum selt er landið okkar, náttúrufegurð landsins. Jafnvel þar er landið farið að láta að sjá vegna slits og ágangs.
Framkoma Íslendinga við ferðamenn, græðgin og yfirlætið mun koma okkur i koll.
Að hækka miðverð er að skjóta sig i fótinn. Enginn sem er áhugasamur að byrja að synda smá byrjar á því að kaupa mánaðar eða árskort. Þó má sjá að nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa séð að notkun sundlauga er að minnka og áhuginn fyrir sundíþróttinni að sama skapi. Þessi sveitarfélög eru að bjóða lægra verð og jafnvel ókeypis í sund.
Hækkuninni beint gegn ferðamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2015 | 10:59
Stoltir Íslendingar
Það er nú svo að fréttir af stjórnmálum Íslands og frægðarförum Íslendinga erlendis í stjórnmálasamhengi eru ekki alltaf til þess fallnar að vekja stolt landans hið ytra. Við sem búum hér ytra (í mínu tilfelli í Svíþjóð) lesum oft með vissum trega og sorg fréttir af samfélagsmálum og þróun mála á Íslandi. Grunnhyggni og eybyggjaháttur landsmanna er oft til þess fallinn (séð með augum okkar hér ytra) að vekja hryggð - og oft setur mann hljóðan yfir vitleysunni og skammsýninni heima á Íslandi.
En núna - erum við alveg að brjálast af stolti yfir Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur. Hvílíkur frábær árangur á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Frábært! Til hamingju með þann árangur sem náðst hefur þegar þetta er ritað!
Metin féllu og Eygló og Hrafnhildur í undanúrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 07:23
Tinni í Tíbet
Tinni og félagar komust aldrei til Tíbet vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Í fréttum undanfarið hefur komið skýrar og skýrar fram hverjir eru að taka völdin í heiminum og hverjir eru að glata þeim. Stóru máttugu nýlenduþjóðirnar hurfu af sjónarsviðinu þegar við lok Fyrri heimstyrjaldarinnar, eða á öðrum tug 20. aldarinnar. Breska heimsveldið, ljónið ógurlega varð tannlaust og tapaði klónum. Nýlenduþjóðirnar sem plagað höfðu lönd Afríku s.s Belgía, Þýskaland, Frakkland og Ítalía glötuðu sínum áhrifum og urðu síðar, eða eftir lok Síðari heimstyrjaldarinnar að gefa eftir tilkall sitt til mikilla landflæma. Lokahnykkurinn reið svo yfir hjá Bretum þegar nýlendum þeirra var gefið nómínelt sjálfstæði og Hollendingar töpuðu nýlendum sínum samtímis og Portúgalar. Spor finnast hér og hvar eftir þennan tíma, tungumál og ritmál, blóðugur svörður og staðbundin menningareyðing.
Bandaríki réðu svo fyrir málum frá lokum Kalda stríðsins eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og mölur komst í Járntjaldið. Eftir stendur stórveldið Bandaríkin og Kína í dag. Kína er land sem með stærð og fjölda landsmanna hefur sannarlega stækkað hraðar en nokkurn óraði fyrir. Kína og útþenslustefna þess er farin að láta á sér bera svo um munar. Sjálftakan í formi valdaráns i Tíbet er augljós þeim sem bara horfir þangað.
Í ótta sínum að lönd heimsins muni um síðir opna augu sín fyrir mannréttindabrotum Kínverja í landi Tíbeta, reyna þeir að stöðva ánna við ós. Já, með því að setja nokkrum þjóðum fótinn fyrir dyrnar svo sem Suður-Afríku. Viðskiptatengsl eru mikilvægari mannréttindi og þannig hefur það lengi verið í Suður-Afríku. Miklar framfarir hafa verið í því landi, en betur má ef duga skal. Milljónir íbúa stórborga búa í pappakössum og hafa hvorki aðgang að hreinu vatni, frárennsliskerfi (klóak), heilsugæslu eða menntun.
Þetta land, sem nú á að halda stórmót í íþróttum á komandi árum og vera í heimspressunni, styður nú mannréttindabrot og framfarir Kínverja í Tíbet með að hafna Dalaí Lama þátttöku á alþjóðaráðstefnu um frið. Viðbrögðin hafa verið sterk. Friðarverðlaunanefnd Nóbels hætti við þátttöku, og slíkt hafa fjöldi annarra þátttakenda gert í mótmælum við framgöngu gestgjafanna. Þessi friðarráðstefna sem skipulögð var til að kalla eftir jákvæðri mynd af Suður-Afríku nú fyrir Heimsmeistarakeppnina í fótbolta fór því út um þúfur vegna hagsmunaárekstra og stórveldistilburða Kínverja. Ég tel að þjóðir heimsins eigi að skíta hreint í Heimsmeistarakeppnina í fótbolta þar til Suður-Afríka hefur náð sönsum.
Friðarráðstefnu aflýst vegna Dalaí Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 16:16
Orð dagsins í kjölfar ljúfsárs sigurs
"Við vorum best þeirra sem ekki sigruðu"
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 08:55
Til hamingju Frakkar! Til hamingju Íslendingar!
Jamm sit hérna og horfi á úrslitaleikinn. Sænsku íþróttafréttamennirnir eru á bandi Íslands, en geta því miður ekki orða bundist yfir getulausum leik Íslendinganna. Þeir reyna að lofa ekki um of Frakkarna, en ég get ekki orða bundist. Frakkarnir leika skemmtilega og viðburðaríkan handbolta. Það sama verður ekki sagt um okkar menn. En þeir eru sennilega bara sáttir við silfur. Það sem í raun vekur spurningar hjá mér er: Við höfum engu að tapa, silfur í höfn og allt annað væri fínt. Af hverju spilum við ekki að meira dyrfsku? Bara leikum okkur og komum enn á ný á óvart?
Jæja, best að hætta þessu snakki....
Ísland, - til hamingju með silfrið. Frakkar, - til hamingju med sigurinn!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 08:04
Bravó! Ísland 32 - Pólland 30
Það var ótrúlega skemmtilegt að sitja við sjónvarpið í morgun og horfa á leik Íslendinga og Pólverja. Reyndar varð ég að fara nokkrum sinnum frá tækinu til að stressa ekki of mikið. Ég kíkti fyrir horn þegar áhorfendur byrjuðu að æpa "Ísland, Ísland" ....". Þetta var sannarlega lifandi leikur, harður eins og hann á að vera, hvergi lægt né gefið eftir og niðurstaðan: Íslendingar í undanúrslit á Ólympíuleikunum, var ekki til að gera sigurinn minna sætan. Lofsorðum sænska íþróttafréttamannanna ætlaði aldrei að ljúka. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fékk frábæra dóma og landsliðið ausið með skjallandi orðaflaumi. Þetta vermdi hjarta mitt og mér fannst ég svo sem um örskotsstund vera kominn heim að sjónvarpinu á Íslandi.
Bravó Ísland! Undanúrslit! Hjálpi mér allir heilagir!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 17:50
Wasa Club
Núna er heilsan að komast í lag aftur. Eftir að hafa fengið skv. lækninum "vægt brjósklos" (hvað sem það nú er, annað hvort fær maður brjósklos eða ekki!) hef ég byrjað í nýju gymmi. Gymmið heitir Wasa Club og er til húsa á Kungstensgatan 44 hérna í Stokkhólmi. Þetta er hreinlegasta gym ég hef verið í og í alla staði til mestu fyrirmyndar. Starfsfólkið er viðkunnalegt og allir kurteisir í hæsta máta. Ég var þar í dag og er alveg búinn að æfa mig. Þrír mánuðir kosta 800 SEK sem verður að teljast vel sloppið hér í borg. Ég er búinn núna að æfa í 2 vikur og mér líður betur í kroppinum. Auðvitað er maður skítþreyttur eftir puðið, en það er sannarlega þess virði. Best að púla þetta og koma sér í form, því maður tryggir ekki eftir á.
Ég var fyrra árið í öðru gymmi sem ég kunni ágætlega vel við. Síðan stóð maður í flutningum og flutti út af svæðinu. Þannig að maður varð að finna sér nýtt gym. Ég spurðist fyrir út um allt hvar góðu ódýru gymmin væri að finna, en eitthvað var fátt um svör - eða þau svör sem ég kannski vildi heyra. Ég setti því Mikka mús í að kanna hvað vinur og kunningjar hafa fyrir reynslu af svona píslarstöðvum þar sem þjáning, sviti og tár eru grunnefnin í öllu.
Jæja, allavega er ég kominn heim og ætla fara undirbúa glápið á EM í fótbolta. Núna eru það Þýskaland gegn Tyrklandi. Líklega verður húsið brennt niður eða hljóðhimnurnar æptar úr manni undir gang leiksins. Bara taka því að þessari sérsænsku ró og hugsa "að allir eiga rétt á að tjá tilfinningar sínar og að orðið er frjálst". Skjáumst!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 07:28
Tékkland 2 - 3 Tyrkland
Jamm, það fór ekki á milli mála hvað var að gerast hérna í húsinu mínu í gærkvöldi. Tyrkirnir sem eiga heima á 5 hæðinni og svo grannarnir í næsta húsi trylltust af sigurgleði þegar fyrsta markið rann inn og síðan komu tvö til, rétt eins og á færibandi. Svalaborði og stól var fleygt út af svölunum og hrópin og lætin voru að gera alla granna heyrnarlausa. Bílarnir sem parkerað var utan við íbúðina rétt sluppu þegar öldósir fengu líka vængi og flugu sömu leið og svalaborðið og stóllinn... Jamm og ég hélt að íþróttir væru bara hættulegar fyrir þá sem iðka þær.
Þessi ótrúlegi sigur var jú vissulega ótrúlegur í alla staði. Grannarnir í húsinu hliðiná urðu greinilega rafmagnslausir því þeir héldu uppi þeim vana að kveikja og slökkva ljósin þegar eitthvað gerðist í leiknum. Svo bara kviknaði ekki aftur eitt skiptið svo þeir flykktust yfir í húsið mitt, á hæð 5 og þar jókst gleðin um minnst helming.
Ef einhverjir Tékkar búa hér, þá hafa þeir haft eitthvað hjóðara um mig, að mér virðist.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)