Færsluflokkur: Kvikmyndir

House of Cards

En sú allra besta sem ég hef séð lengi.  Hlakka mikið til að sjá framhaldið.  Lærdómsíkur og fjarska skemmtileg sjónvarpsflokkur.   :)   


mbl.is Fimmta sería House of Cards staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismál

Já - það var nú það!  Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...".    Já - einmitt.  En er þetta nú umhverfisvænt?    Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag?   Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum.  Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina?    Það væri í raun mun umhverfisvænna.


mbl.is Borðar allt að átta máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Masjävlar (2004)

Í kvöld hef ég horft á sænsku kvikmyndina Masjävlar. Kvikmyndin var sýna á SVT1 það er að segja RÚV þeirra Svía. Kvikmyndin var svo skemmtilega sammannleg og falleg með öllum tilbrigðum sínum við mannlega náttúru, litfengi og fegurð í ljótleika - þetta var eins og paletta hins sammannlega. Sögusviðið var í stuttu máli það að ung kona kemur heim frá stórborginni í sveitina til að samfagna föður sínum sjötugum. Hún, hún sem hið þögla vitni lífsins í sænsku Dölunum er skyndilega fangin í tilfinninganna ólgusjó - knappas sundfær sjálf vegna eigin tilfinningabyrðar.  Ofurseld tilfinningum dregst hún inn í stórdramatískt fjölskyldulífið sem sannarlega hefur ekki sýnt sitt rétta andlit lengi. Ausið hefur verið eldsneyti í gegnum árin á andlega köstinn sem við hátíðahöldin í sambandi við afmæli föður hennar.  Nú er kösturinn síðan fyrir margt löngu síðan gegnósa. Tundið frá tilfinningabombu hátíðarhalda tendrar bólið stóra og stuttlifaða. Niðurstaða myndarinnar er ein stór tilfinningasúpa hinna miklu fórna en síðan hinna stóru sátta.

Frábær kvikmynd með góðum leikurum sem hver á eftir öðrum gerir sitt besta og meira til. Þeir helstu: Sofia Helin, Barbro Enberg, Joakim Lindblad, Lars-Gunnar Aronsson.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband