Færsluflokkur: Heilbrigðismál
23.2.2016 | 21:17
Paolo Macchiarini
Hann er kallaður fyrir "skandalskurðlæknirinn Paolo Macchiarini" og hefur vakið umræðu um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af rómaðri rannsóknahefð og orðstý Karolinska Institutet i Stokkhólmi.
Skugga hefur verið kastað á hina þekktu stofnun sem tengd er órjúfanlegum böndum við Nóbelsverðlaunin í læknavísindum og rannsóknir hinna helstu fræðimanna innan læknavísinda og rannsókna þar að lútandi.
Fyrir nokkru síðan komu fram klögumál á hendur Paolo Macchiarini fræðimanni á Karolinska institutet og skurðlæknis á Karolinska sjukhuset. Hann var fyrst borinn sökum í læknatímaritum að hafa starfað ófræðimannlega og að hafa fúskað með viðurkenndar og víðteknar rannsóknaraðferðir. Við hann voru bendluð nokkur andlát sjúklinga (eftir uppskurði) þar sem hann var ábyrgur læknir.
Einnig er staðhæft að Paolo hafi haft falskt CV og að upplýsingar þar standist ekki.
Yfirmenn sjúkrahússins og institutsins hafa lengi vel varið Paolo - en þegar hlutlaus rannsóknarnefnd komst að því að klögumál lækna og annarra hafið verið rökstudd med gildum dæmum - hefur tónninn breyst. Stjórnmálamenn hafa þá gengið inn og varið Paolo - þótt að sýnt hafi verið að hann hafi gerst brotlegur og að rannsóknir hans hafi verið neðan alla góða rannsóknarreglu og aðferð.
En eitthvað virðast yfirmenn Karolinska Institutet och Karolinska sjukhuset hafa vaknað. Anders Hamsten hefur sagt af sér embætti rektors KI og þar með tekið á sig hluta árbyrgðar vandans. Paolo er hættur (rekinn burt) sama gildir um konrektor (ábyrgur stjórnandi rannsóknardeilda) Hans-Gustaf Ljunggren - einnig beðist lausnar.
Hér tekur fólk ábyrgð á sínum embættum og orðstý þessarar stofnunar sem virt er á heimsvísu. Eitthvað sem embættismenn á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar.
_________________________
Hægt er að lesa meira um þetta allt hér (klikka á slóðina)
24.3.2011 | 19:34
Keisarinn í Kína og læknir hans
Fyrir löngu síðan heyrði ég það sagt um líflækni keisarans í Kína, að þannig hefði launamálum hans verið komið að hann fékk laun meðan keisarinn var hress og við góða heilsu. En þá er keisarinn var sjúkur og stríddi við veikindi var líflæknir hans launalaus.
Skilji og túlki nú hver sem hann/hún vill!
Hámark sett á laun verkalýðsforingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 08:53
"Jag mår som en som skall hämta vatten i en brunn, jag har en hink och rep, men repet är för kort!"
För några dagar sedan åkte jag på jobbet till Mangården. Ett äldreboende där många är dementa bor. Hemmet är väldig vackert, vackra gamla blommor fanns i korridoren och i vardagsrummet! Blommorna sköts om och hade länge omtänksamt behandlats. Det kunde man se. Krukorna var gamla och hade stått länge på samma ställe. Golvet under var missfärgat och uppenbarligen hade någon omtänksam med gröna fingrar vridit krukorna ibland för att få fram jämn växt hos blommorna. Vackra dukar, virkade av stor konstnärskap låg på borden och allt var rent och städat. En äldre dam möter mig där, då jag kom inför dörren. Här skall alltid vara låst sade hon moderligt. Många av oss hittar inte hem. Damen, kanske i 85 års ålder, stödjer sig vid en rollator som har hennes namn på. Liten lapp med namn och rumsnummer. Jag känner igen namnet, det var hon vi skulle sjunga Ja,må hon leva! idag för att sedan kyrkans diakoner var här sist, har hon fyllt år. Jag hälsar! Du är väl prästen säger hon. Ja, jag är nya prästen, jag vikarierar för Rikard. Rikard, vem är det? frågar hon. Min präst heter Evert Tobiasson, en trevlig tjusig man från Malung, eller vänta, han kom från Floda. Men så dog hans fru och han blev en mycket ensam man han slutade i Stockholm, en ensam man, ensam man . Här kom inte födelsedagsbarnet längre, minnen samlades och hon försvann in i gamla tiden, tillbaka till sin ungdom. Hon gick vidare, liksom i släp efter sin rollator. Kommer du från Floda också? Nej sade jag jag kommer ifrån Island. Island säger hon med förundran i rösten, men går vidare jag känner ingen i Floda
I vardagsrummet, träffar jag, tre diakoner och volontärer de inneboende, sju glada individer som strålar af efterväntan. Med leende tas vi emot och vi känner oss välkomna. Alla verkar glada. Flesta av oss har varit här tidigare. Trots det berättar vi lite om oss. Jag berättar att jag är en ny präst i församlingen och att jag kommer från Island. En äldre dam som satt vid bordet sade ahh.. Island och börjar tralla Svífer över Esiunne sólrodit sky en av Islands mest älskade låtar Det här var helt otroligt. Jag prata sedan lite med den gamla damen, som snart skulle fylla 91 år. Hon hade varit på Island 3 gånger och haft med nordiskt samarbete att göra och suttit i nämnd om kulturellt samarbete samt uppbyggnaden av samarbetet mellan de nordiska universiteten. När hon var 58 år slog sjukdomen till. Hon är glad. Hon är glad för att vi är där, hon är glad att vi lyssnar och är intresserade. Efter att vi har läst en text från Bibeln och sjungit några låtar, ber vi Fader vår. Alla Deltar och en underbar andaktskänsla kommer över mig. Jag förstår att här är det barnatron som lever kvar, här lyssnar Gud till deras enkla böner om mat, värme, att någon kommer och pratar med dem, att någon finns som ger trygghet. Det var en fantastisk eftermiddag. Efter kaffet får jag presentera mig återigen när jag får frågan om det kan vara att jag är släkte med Evert Tobiasson, präst?
Det var en underbar dag samman underbara livserfarna människor som hamnat i en oönskad värld. Värld där orden blir ljudlösa, sångarna tappar bort text och melodi, där förmågan att uttrycka sig har tagits bort av en hemsk sjukdom.
Vi gick sedan därifrån, från Mangården, där en fin eftermiddag hade gett oss så mycket, men för andra försvunnit i minnenas djupa lind.
Dagens citat:
66 årig man har fått diagnosen: "Alzheimers" sade till mig:
" Jag mår som en som skall hämta vatten i en brunn, jag har en hink och rep, men repet är för kort!"
6.5.2009 | 18:13
Af hundum og ræktendum þeirra
Margir hundar af hinum svokölluðu "fínni tegundum" þeir sem ættbókarfærðir og hreinræktaðastir eru, eru margir helsjúkir, þjást og eiga við geðræn vandamál - en þeir eru ekki einir um það, heldur virðast margir þeir sem að baki þeim standa vera enn verr á sig komnir.
Svenska Kennelklubben, eða samsvarandi fyrirbæri og Hundaræktarfélag Íslands, hefur sett út viðvörun núna. Gallarnir, hliðarverkanir sérræktunar hundategunda af nokkrum tilgreindum tegundum hefur farið úr böndunum. Litlu loðnu vinirnir, þ.e.a.s. hundarnir fínu, lifa stutt ævi, eiga margir við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líða vítiskvalir vegna gigtar, öndunarsjúkdóma, húðsjúkdóma, blindu og annarra sjúkdóma.
Í frétt Götelands-Posten segir formaður Svenska Kennelklúbbsins að ræktunin hafi farið gersamlega úr böndunum og gefur því félagið út alvarlega viðvörun. Í frétt Metro í dag, 06.05.2009 s. 15. kemur fram að skv. formanni Dýralæknasambandsins, Johans Beck-Friis, segir að dýraverndunarlögum hafi ekki verið beitt gegn ræktendum hreinræktuðu hundanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktunarfélagi Svíþjóðar, segir að þær hundategundir sem verst sé komið á fyrir sé hægt að telja: Enskan bulldog, Mastina Napoletano, Shar Pei, Chow-Chow, Basset, Franska bulldog og Pekiníser.
Hverskonar óguðlegar viðbjóðslegar manneskjur erum við að breytast í. Að skapa þjáningar fyrir saklaus dýrin. Hverskonar frankensteinsk vinnubrögð eru þetta. Líklega hefði Jósep Mengele verið stoltur af dugnaði og viðbjóði slíkrar dýraplágunnar!
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2009 | 19:14
Að Sjálfstæðisflokkur mælist með fylgi, er brandari ársins!
Samkvæmt könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fylgi. Og ekki bara það, heldur mælist sá flokkurinn með 26,5% fylgi. Ég spyr, eru þessi 26% haldin sjálfspíslarhvöt? Ekki bara það, eru þessi rúmu 26% haldin þjóðarmasókisma? Eitt er víst 26% þjóðarinnar eru illa haldin og veruleikafirrt að mestu leyti. Að skilja ekki að það var Sjálfstæðisflokkurinn með ötulli hjálp Framsóknarflokks sem kom Íslandi á steinaldarstigið er mér með öllu óskiljanlegt.
Ég finn til með þessum 26% og vænti þess að komandi ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar muni hlúa að þessu fólki með uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 10:35
Fóstureyðingar
Það er skrýtið hvað við einatt reynum að gera okkar skoðanir að annara. Lífsýn og veraldarsýn okkar er að því leyti þröngt afmörkuð að við leyfum ekki skoðunum annarra og þeirra sýn á hluti að fá maklega umfjöllun, heldur rífum niður og skömmumst.
Í téðu tilfelli ungu stúlkunnar í Brazilíu, sem níu ára gömul varð fyrir því að vera nauðgað, verða barnshafandi eftir það og síðan að hafna upp á kant við rómversk katólsku kirkjuna. Nú hafa læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðingu að ósk fjölskyldu stúlkunnar (og hennar sjálfrar sjálfsagt) fengið yfir sig heiftúðuga kirkjuna.
Af hverju, getur maður spurt sig, gat ekki katólska kirkjan bara gert eins og þjóðkirkjan; staðið hjá aðgerðalaus og hlúð að sárum? Sannarlega hefði það vera farsælast fyrir alla, en einföld eru bara ekki málin. Lífsvirðing rómversk katólsku kirkjunnar er "yfirgripsmeiri" en okkar. Til að forðast misskilning, virðum við ekki lífið minna en katólsk systkin okkar. Fréttin fjallar um lífssýn, og hvernig trú og lífssýn saman með beitingu trúarlegs valds getur lent í árekstri með því sem við í okkar afhelgaða heimi teljum rétt og algilt.
Þeir sem fylgja rómversk katólsku kirkjunni og trúarsetningum hennar, gangast undir vissan kirkjuaga og taka inn vissa sýn á lífsgildi. Vernd lífs er ein þeirra ásteytingarsteina sem við "lúteranar" og trúlausir kjósum ekki að velta svo mikið fyrir okkur. Fóstureyðingar á Íslandi samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu eru skuggalega margar. Margar konur hafa farið í margar fóstureyðingar á lífsleiðinni. Hefur möguleikinn til fóstureyðingar verið misnotaður og hefur dregið úr ábyrgu kynlífi? Er fóstureyðing notuð af mörgum sem síðbúin getnaðarvörn? Af því að dæma hve margar konur fara og láta eyða fóstri í þriðja, fjórða og fimmta sinn má styðja þá hugsun með einhverjum rökum.
Við tölum hálf niðrandi um faststefnu rómversk katólsku kirkjunnar í fóstureyðingarmálum. Að fara bil beggja væri kannski ekki svo óvitlaust. Auka virðingu fyrir lífi, því lífi sem er lifað (móðirin) og því lífi sem getur mögulega fengist lifað (barnið). Þetta eru erfiðar ákvarðanir í mörgum tilfellum og íblöndun trúarhreyfinga og hópa ekki til að gera málið minna flókið. En lífsgildin, siðfræðin, leikreglur lífs og lífsvirðingar eru margar afsprengi trúarinnar. Kristin trú er lífstrú. Því ber að fara varlega og með mikill íhugun þegar svo djúpstæðar spurningar vakna s.s. um líf, varðveislu og viðgang lífs. Enginn einn hefur rétt, enginn hefur rangt. Lífið er hið jákvæða í veröldinni, gneisti vonar og kærleika. Öllu lífi fylgir ábyrgð og sú ábyrgð er vandmeðfarin.
Vatíkanið tekur undir fordæmingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2009 | 19:07
Miskunnsami Samverjinn
Ögmundur er aumingjagóður eins og nafni hans síðasti rómversk katólski biskupinn í Skálholti. Örlæti á réttum stöðum má kalla náungakærleik. Flestir þeir sem þurfa oft að leggjast inn á spítala er fólk sem líður fyrir sjúkdóm sinn, ekki bara líkamlega (sem oft kann að vera nóg) heldur félagslega og ekki minnst efnahagslega. Að fyrri ríkisstjórn ætlaði sér að seilast niður í vasa þeirra sem minnst máttu sín sýndi auðvaldsins rétta andlit, þeirra sem svo illa fóru með oss.
Vonandi er þetta bara byrjunin á hreinsun samfélagsins.
Innlagnargjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |