13.11.2010 | 15:34
Væntumþykja fyrir kirkjunni
Ég hef, úr fjarlægð, fylgst með því sem hefur verið að geras á Íslandi í kirkjunnar málum. Misjafnlega hefur verið haldið á málum og oft blindandi farið geyst fram með stór orð sem gera slúðursneppla að heitri söluvöru. Er engu látið varða hvað er rétt eða rangt i málfluttningnum. En umræðan öll hefur þó orðið til þess að ég hef styrks i þeirri trú minni að kirkjunni sé best komið einni og sér - en ekki sem ríkiskirkju.
Biskup Íslands hefur viljað kalla kirkju Íslands "þjóðkirkju" en forðast orðið "ríkiskirkja". En Þjóðkirkja Íslands er ríkiskirkja. Hún stendur ekki ein og óstudd og er því miður ekki kenningarlega sjálfstæð. Hún er bundin af tiktúrum og fjárhagsvaldinu. Nú er ég búsettur í Svíþjóð þar sem kirkja og ríki skyldu formlega árið 2000, eða fyrir 10 árum. Þetta var stór atburður og ljóst að breytingar yrðu miklar á allri starfsemi og hreint út sagt "burðargetu" kirkjunnar, sem boðenda Orðsins en einnig sem "stofnunar". Fjárhagslegar forsendur breyttust og var skyndilega þörf á stórum breytingum í fjármálapólitík kirkju, samtímis og fjöldi fólks sem sjálfkrafa hafði orðið meðlimir í kirkjunni yfirgaf kirkjuna.
Breytingar á kirkjustjórn voru litlar í fyrstu, en síðan hefur kirkjan fest sig i sessi, er sannari í kenningu og kenningarsmíð sinni. Hún er nú óbundin og getur í sannleikans anda talað mót ríkisvaldi þegar þess þarf, en stutt það þegar þannig stendur á. Kirkjan á Íslandi er steinrík. Hún átti við siðaskiptin um 50% alls jarðnæðis. Mikið av lendum kirkju voru svokallaðar kristjarðir eða sálugjafir sem ekki er hægt að selja. Afgjald af eigum kirkju ætti að geta borið uppi kostnað við starfsemi sjálfrar kirkjunnar og starfsmanna hennar. Auðvitað þarf kirkjan á Íslandi að verða sjálfboðaliðakirkja rétt eins og kirkjan í Svíþjóð og Englandi er. En hún er þó sönn, og þeir sem vilja vera með - eru með af því að þeir vilja það. Ekki "per automatik".
Ég legg því mitt atkvæði á vogarskálina fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Ennfremur að kirkjustjórnin sjái að tótalendurskipulaggning sé nauðsynleg á stöðu, stjórn og starfsháttum ríkiskirkjunnar á Íslandi.
Þverrandi traust áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt, og kemur frá presti sem er ekkert nema æðislegt. Vildi að prestar á Íslandi myndu opna augum fyrir þessu, en ég held því miður að þeir eru flestir í þessu fyrir peningana og völdin/stöðuna en ekki fyrir boðskapinn.
Tómas Waagfjörð, 13.11.2010 kl. 15:50
Breytingar þurfa ekki að verða till neinna óheillinda fyrir kirkjuna. Þvert á móti. Nýtt stjórnarfyrirkomulag fyrir kirkju, nýjar aðferðir, forsendur og aðstæður eru bara til að hressa upp á hana.
Baldur Gautur Baldursson, 13.11.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.